Mikill eldsmatur á fatalagernum þar sem eldurinn kom upp Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 11. september 2023 20:11 Af vettvangi í Kópavogi í kvöld. Vísir/Margrét Björk Slökkvilið telur að eldurinn sem kom upp í Urðarhvarfi í Kópavogi hafi átt upptök sín í lager- og verslunarhúsnæði Zo-On. Búið er að slökkva eldinn að mestu en hann hefur blossað nokkrum sinnum upp að nýju, þar sem mikill eldsmatur er inni á lagernum. „Við teljum okkur vera búna að slökkva eldinn, en það er alltaf að gossa upp aftur, því þetta er fatalager með flíspeysum og þvílíku. Þannig að við erum að vinna okkur aðeins inn og hreinsa glóð,“ segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þá hafi reykur borist yfir í húsnæði veitingastaðarins Pure Deli, sem er í sama húsi. Ekkert liggi fyrir um eldsupptök að svo stöddu og ekki óttast um að fólk sé í húsinu. Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri. Myndin er úr safni.Vísir/Steingrímur Dúi „Það eiga allir að vera komnir út og íbúðirnar sem eru hérna við hliðina á voru rýmdar,“ segir Birgir. Hann segir ekkert liggja fyrir um hversu lengi slökkvilið kemur til með að starfa á vettvangi. „Við erum ekkert að haska okkur alveg núna, við erum búnir að slökkva en þurfum að dunda okkur áfram og tína hér út dót. Það er einhver vinna eftir en ég veit ekki hversu lengi.“ Allt slökkviliðsfólk á vakt á höfuðborgarsvæðinu hafi verið kallað út, auk einnar frívaktar. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins í kvöld. Vísir/Margrét Björk Fólk hafi átt fótum sínum fjör að launa Í samtali við fréttamann á vettvangi segir Ingibjörg Þorvaldsdóttir, eigandi Pure Deli, að litlu hafi munað að stórslys hefði orðið. Viðskiptavinir hafi setið inni á staðnum þegar veggurinn hafi tekið að titra og fólk hreinlega átt fótum sínum fjör að launa. Það sé fyrir öllu að enginn hafi slasast, en sorglegt og mikið áfall að sjá staðinn fara, eftir að hafa byggt hann upp á síðustu sex árum. Ljóst sé að tjónið sé mikið. Hér að neðan má sjá myndband frá vettvangi, þegar slökkvistarfi var að mestu lokið. Á því má sjá að tjónið inni á lagernum er talsvert. Kópavogur Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldsmatur á fatalagernum þar sem eldurinn kom upp Slökkvilið telur að eldurinn sem kom upp í Urðarhvarfi í Kópavogi hafi átt upptök sín í lager- og verslunarhúsnæði Zo-On. Búið er að slökkva eldinn að mestu en hann hefur blossað nokkrum sinnum upp að nýju, þar sem mikill eldsmatur er inni á lagernum. 11. september 2023 20:11 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
„Við teljum okkur vera búna að slökkva eldinn, en það er alltaf að gossa upp aftur, því þetta er fatalager með flíspeysum og þvílíku. Þannig að við erum að vinna okkur aðeins inn og hreinsa glóð,“ segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þá hafi reykur borist yfir í húsnæði veitingastaðarins Pure Deli, sem er í sama húsi. Ekkert liggi fyrir um eldsupptök að svo stöddu og ekki óttast um að fólk sé í húsinu. Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri. Myndin er úr safni.Vísir/Steingrímur Dúi „Það eiga allir að vera komnir út og íbúðirnar sem eru hérna við hliðina á voru rýmdar,“ segir Birgir. Hann segir ekkert liggja fyrir um hversu lengi slökkvilið kemur til með að starfa á vettvangi. „Við erum ekkert að haska okkur alveg núna, við erum búnir að slökkva en þurfum að dunda okkur áfram og tína hér út dót. Það er einhver vinna eftir en ég veit ekki hversu lengi.“ Allt slökkviliðsfólk á vakt á höfuðborgarsvæðinu hafi verið kallað út, auk einnar frívaktar. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins í kvöld. Vísir/Margrét Björk Fólk hafi átt fótum sínum fjör að launa Í samtali við fréttamann á vettvangi segir Ingibjörg Þorvaldsdóttir, eigandi Pure Deli, að litlu hafi munað að stórslys hefði orðið. Viðskiptavinir hafi setið inni á staðnum þegar veggurinn hafi tekið að titra og fólk hreinlega átt fótum sínum fjör að launa. Það sé fyrir öllu að enginn hafi slasast, en sorglegt og mikið áfall að sjá staðinn fara, eftir að hafa byggt hann upp á síðustu sex árum. Ljóst sé að tjónið sé mikið. Hér að neðan má sjá myndband frá vettvangi, þegar slökkvistarfi var að mestu lokið. Á því má sjá að tjónið inni á lagernum er talsvert.
Kópavogur Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldsmatur á fatalagernum þar sem eldurinn kom upp Slökkvilið telur að eldurinn sem kom upp í Urðarhvarfi í Kópavogi hafi átt upptök sín í lager- og verslunarhúsnæði Zo-On. Búið er að slökkva eldinn að mestu en hann hefur blossað nokkrum sinnum upp að nýju, þar sem mikill eldsmatur er inni á lagernum. 11. september 2023 20:11 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Mikill eldsmatur á fatalagernum þar sem eldurinn kom upp Slökkvilið telur að eldurinn sem kom upp í Urðarhvarfi í Kópavogi hafi átt upptök sín í lager- og verslunarhúsnæði Zo-On. Búið er að slökkva eldinn að mestu en hann hefur blossað nokkrum sinnum upp að nýju, þar sem mikill eldsmatur er inni á lagernum. 11. september 2023 20:11