Þúsundir látin eða týnd og heilt hverfi horfið í haf Lovísa Arnardóttir skrifar 12. september 2023 14:56 Á myndinni má sjá eyðilegginguna í kjölfar flóðanna í Derna. Myndinni var dreift á fjölmiðla af ríkisstjórninni í Líbíu í gær. Vísir/AP Um tíu þúsund eru týnd eða þúsundir látin í kjölfar hamfaraflóða í borginni Derna í Líbíu. Stormurinn Daníel gekk yfir landið á sunnudag upp ströndina frá Miðjarðarhafinu. Tíu þúsund eru týnd og þúsundir látin og slösuð í kjölfar flóða í Líbíu á sunnudag. Stormurinn Daniel gekk þá yfir austurhluta landsins. Borgin Derna hefur orðið hvað verst úti. Íbúar segjast margir hafa heyrt gífurleg læti og sprengingar og gert sér þá grein fyrir því að stíflurnar utan borgarinnar hefðu brostið og hleypt vatni niður ánna Wadi Derna. Áin liggur frá fjöllum, í gegnum borgina og út í sjó. Alls búa um hundrað þúsund í borginni Dernu en meirihluti hennar er nú undir vatni eftir að tvær stíflur brustu og fjórar brýr hrundu í storminum. Haft er eftir Mr Chkiouat, flugmálaráðherra landsins, að þegar önnur stíflan hafi brostið hafi heilu hverfin horfið með ofan í haf. „Heilt hverfi er ónýtt. Það eru mörg fórnarlömb og þeim fjölgar með hverjum klukkutímanum sem líður. Núna eru 1.500 látin og 2.000 týnd. Við erum ekki með nákvæmar tölur en þetta er hörmung,“ er haft eftir honum á vef BBC en hann bætti því við að viðhald hafi verið takmarkað síðustu ár við stíflurnar. Vegur við ströndina í Derna er gjöreyðilagður í kjölfar flóðanna á sunnudag. Vísir/AP Fram kemur á vef AP að þegar sé búið að jarða um 700 manns í Derna en heilbrigðisyfirvöld í Austur-Líbíu telja að tala látinna sé í kringum 2.300 eins og stendur. Talið er líklegt að mikill fjöldi látinna hafi horfið út í haf þegar stíflurnar brustu. Stormurinn hefur einnig haft mikil áhrif í borgunum Benghazi, Soussa and Al-Marj austar í landinu. Tamer Ramadan, yfirmaður Rauða krossins í Líbíu, segir í samtali við BBC að fjöldi látinna sé líklega gífurlegur. Hann sagði viðbragðsteymi frá Rauða krossinum á vettvangi og séu að meta stöðuna. Staðan í Líbíu hefur verið afar erfið síðasta áratuginn, eða allt frá því að Muammar Gaddafi var steypt af stóli. Tvær ríkisstjórnir hafa í raun verið við völd, önnur í vestri og hin í austri. Báðar eru þær studdar af ólíkum uppreisnarherjum og erlendum ríkisstjórnum. Dernu er stjórnað af hernaðarhöfðingjanum Khalifa Hifter en hann tilheyrir ríkisstjórninni í austri sem hefur aðsetur í Benghazi. Í erlendum miðlum segir að þessi staða geri björgunaraðgerðir jafnvel erfiðari og hægi á þeim. Haft er eftir Mr Chkiouat á vef BBC að hjálpargögn séu á leiðinni en ríkisstjórnin í Trípóli, sú vestari, hefur sent austur flugvél með sjúkragögnum, líkpokum og um 80 læknum og sjúkraliðum. Hann fullyrðir að ríkisstjórnin í austri muni þiggja aðstoð frá þeirri í Trípólí. Fjölmörg lönd hafa þegar sent teymi og hjálpargögn en það eru til dæmis Bandaríkin, Egyptaland, Þýskaland og Íran sem hafa gert það. Líbía Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Týnda úranið mögulega fundið Hersveitir í austurhluta Líbíu segjast hafa fundið um tvö og hálft tonn af úrani sem leitað hafði verið. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) hefur ekki staðfest fund hersveitanna. 16. mars 2023 20:01 Nokkur tonn af úrani horfin í Líbíu Alþjóðakjarnorkumálastofunin (IAEA) segir að um tvö og hálft tonn af náttúrulegu úrani sem var geymt í Líbíu séu horfin. Rannsókn stendur yfir á hvernig það kom til að geislavirka efnið var fært og hvar það er niður komið. 16. mars 2023 10:09 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Tíu þúsund eru týnd og þúsundir látin og slösuð í kjölfar flóða í Líbíu á sunnudag. Stormurinn Daniel gekk þá yfir austurhluta landsins. Borgin Derna hefur orðið hvað verst úti. Íbúar segjast margir hafa heyrt gífurleg læti og sprengingar og gert sér þá grein fyrir því að stíflurnar utan borgarinnar hefðu brostið og hleypt vatni niður ánna Wadi Derna. Áin liggur frá fjöllum, í gegnum borgina og út í sjó. Alls búa um hundrað þúsund í borginni Dernu en meirihluti hennar er nú undir vatni eftir að tvær stíflur brustu og fjórar brýr hrundu í storminum. Haft er eftir Mr Chkiouat, flugmálaráðherra landsins, að þegar önnur stíflan hafi brostið hafi heilu hverfin horfið með ofan í haf. „Heilt hverfi er ónýtt. Það eru mörg fórnarlömb og þeim fjölgar með hverjum klukkutímanum sem líður. Núna eru 1.500 látin og 2.000 týnd. Við erum ekki með nákvæmar tölur en þetta er hörmung,“ er haft eftir honum á vef BBC en hann bætti því við að viðhald hafi verið takmarkað síðustu ár við stíflurnar. Vegur við ströndina í Derna er gjöreyðilagður í kjölfar flóðanna á sunnudag. Vísir/AP Fram kemur á vef AP að þegar sé búið að jarða um 700 manns í Derna en heilbrigðisyfirvöld í Austur-Líbíu telja að tala látinna sé í kringum 2.300 eins og stendur. Talið er líklegt að mikill fjöldi látinna hafi horfið út í haf þegar stíflurnar brustu. Stormurinn hefur einnig haft mikil áhrif í borgunum Benghazi, Soussa and Al-Marj austar í landinu. Tamer Ramadan, yfirmaður Rauða krossins í Líbíu, segir í samtali við BBC að fjöldi látinna sé líklega gífurlegur. Hann sagði viðbragðsteymi frá Rauða krossinum á vettvangi og séu að meta stöðuna. Staðan í Líbíu hefur verið afar erfið síðasta áratuginn, eða allt frá því að Muammar Gaddafi var steypt af stóli. Tvær ríkisstjórnir hafa í raun verið við völd, önnur í vestri og hin í austri. Báðar eru þær studdar af ólíkum uppreisnarherjum og erlendum ríkisstjórnum. Dernu er stjórnað af hernaðarhöfðingjanum Khalifa Hifter en hann tilheyrir ríkisstjórninni í austri sem hefur aðsetur í Benghazi. Í erlendum miðlum segir að þessi staða geri björgunaraðgerðir jafnvel erfiðari og hægi á þeim. Haft er eftir Mr Chkiouat á vef BBC að hjálpargögn séu á leiðinni en ríkisstjórnin í Trípóli, sú vestari, hefur sent austur flugvél með sjúkragögnum, líkpokum og um 80 læknum og sjúkraliðum. Hann fullyrðir að ríkisstjórnin í austri muni þiggja aðstoð frá þeirri í Trípólí. Fjölmörg lönd hafa þegar sent teymi og hjálpargögn en það eru til dæmis Bandaríkin, Egyptaland, Þýskaland og Íran sem hafa gert það.
Líbía Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Týnda úranið mögulega fundið Hersveitir í austurhluta Líbíu segjast hafa fundið um tvö og hálft tonn af úrani sem leitað hafði verið. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) hefur ekki staðfest fund hersveitanna. 16. mars 2023 20:01 Nokkur tonn af úrani horfin í Líbíu Alþjóðakjarnorkumálastofunin (IAEA) segir að um tvö og hálft tonn af náttúrulegu úrani sem var geymt í Líbíu séu horfin. Rannsókn stendur yfir á hvernig það kom til að geislavirka efnið var fært og hvar það er niður komið. 16. mars 2023 10:09 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Týnda úranið mögulega fundið Hersveitir í austurhluta Líbíu segjast hafa fundið um tvö og hálft tonn af úrani sem leitað hafði verið. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) hefur ekki staðfest fund hersveitanna. 16. mars 2023 20:01
Nokkur tonn af úrani horfin í Líbíu Alþjóðakjarnorkumálastofunin (IAEA) segir að um tvö og hálft tonn af náttúrulegu úrani sem var geymt í Líbíu séu horfin. Rannsókn stendur yfir á hvernig það kom til að geislavirka efnið var fært og hvar það er niður komið. 16. mars 2023 10:09