Þorskafjarðarbrú klárast hálfu ári á undan áætlun Kristján Már Unnarsson skrifar 12. september 2023 23:27 Einar Valur Valgarðsson, verkstjóri Suðurverks, í Þorskafirði í dag. Verið var að leggja bundið slitlag á tengivegi að austanverðu. Egill Aðalsteinsson Horfur eru á að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð meira en hálfu ári á undan áætlun. Í dag var byrjað að leggja bundið slitlag á vegina sem tengja brúna við vegakerfið. Í fréttum Stöðvar 2 var sent beint út frá Þorskafirði en það var vorið 2021 sem starfsmenn Suðurverks hófu þverun fjarðarins. Brúin sjálf er 260 metra löng en vegtengingar sem fylgja brúnni eru samtals 2,7 kílómetrar. Verkið hefur gengið framar vonum og er á undan áætlun og í dag hóf klæðningarflokkur Borgarverks að leggja bundið slitlag að brúnni. Byrjað var á kaflanum að austanverðu. Horft yfir nýju Þorskafjarðarbrúna. Vestfjarðavegur styttist um níu kílómetra með brúnni.Egill Aðalsteinsson „Þetta hefur gengið mjög vel. Brúarsmíðin gekk mjög vel. Okkur tókst að steypa seinni hlutann í brúargólfinu í byrjun nóvember í fyrra, sem réði mestu um það að við erum komin svona langt,“ segir Einar Valur Valgarðsson, verkstjóri Suðurverks. „Góðir karlar sem við erum með hérna og allir samþykkir því að byggja hér fallegt og mikið mannvirki á sem skemmstum tíma.“ Einar Valur býst við að í næstu viku verði lokið við að leggja bundið slitlag á tenginguna að vestanverðu. Klæðningarflokkur Borgarverks að störfum í Þorskafirði í dag.Egill Aðalsteinsson Áætlanir gerðu ráð fyrir að brúin yrði opnuð umferð þann 1. júlí á næsta ári. Við blasir að verktakinn verði búinn löngu fyrr. „Já, við verðum búnir með þetta fyrr,“ svarar Einar Valur en vill þó ekki nefna nákvæma tímasetningu. „Það er svo sem ýmislegt eftir. Vegrið og skilti og ýmiss frágangur. En þetta verður opnað fyrir jól. Við skulum segja það,“ segir verkstjóri Suðurverks en með opnun brúarinnar styttist Vestfjarðavegur um níu kílómetra. Nánar í frétt Stöðvar 2: Samgöngur Vegagerð Reykhólahreppur Teigsskógur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Bundið slitlag lagt á nýja þjóðveginn um Teigsskóg Klæðningarflokkur frá Borgarverki hóf í dag að leggja bundið slitlag á nýja þjóðveginn um Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. Stefnt er að því að vegurinn umdeildi verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. 5. september 2023 18:57 Vill á hrossi yfir Þorskafjörð áður en hún ekur yfir brúna Brúarsmiðir í Þorskafirði eru búnir að ná landi beggja vegna fjarðar og flæða sjávarföll núna óhindrað undir sjálfa brúna. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, vill fyrst fara á hrossi yfir fjörðinn en segist mest hlakka til að losna við auruga malarvegina. 1. mars 2023 22:11 Hyggjast klára brúargólfið í Þorskafirði fyrir veturinn Smíði Þorskafjarðarbrúar, sem styttir Vestfjarðaveg um níu kílómetra, er komin vel á veg og er stefnt að því að brúargólfið verði tilbúið í haust. Verktakinn hefur leigt Bjarkalund undir vinnubúðir og verður hótelið lokað ferðamönnum næstu tvö árin. 6. júní 2022 22:26 Vill ekki vera kölluð Gugga þótt hún stýri Bjarkalundi Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit, sem frægt varð fyrir sjónvarpsþættina um Georg Bjarnfreðarson og félaga, hefur verið tekið undir vinnubúðir. Þar má samt enn sjá leikmuni úr Dagvaktinni, þar á meðal morðvopnið sem notað var til að drepa hótelstýruna Guggu. 5. október 2021 21:21 Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sent beint út frá Þorskafirði en það var vorið 2021 sem starfsmenn Suðurverks hófu þverun fjarðarins. Brúin sjálf er 260 metra löng en vegtengingar sem fylgja brúnni eru samtals 2,7 kílómetrar. Verkið hefur gengið framar vonum og er á undan áætlun og í dag hóf klæðningarflokkur Borgarverks að leggja bundið slitlag að brúnni. Byrjað var á kaflanum að austanverðu. Horft yfir nýju Þorskafjarðarbrúna. Vestfjarðavegur styttist um níu kílómetra með brúnni.Egill Aðalsteinsson „Þetta hefur gengið mjög vel. Brúarsmíðin gekk mjög vel. Okkur tókst að steypa seinni hlutann í brúargólfinu í byrjun nóvember í fyrra, sem réði mestu um það að við erum komin svona langt,“ segir Einar Valur Valgarðsson, verkstjóri Suðurverks. „Góðir karlar sem við erum með hérna og allir samþykkir því að byggja hér fallegt og mikið mannvirki á sem skemmstum tíma.“ Einar Valur býst við að í næstu viku verði lokið við að leggja bundið slitlag á tenginguna að vestanverðu. Klæðningarflokkur Borgarverks að störfum í Þorskafirði í dag.Egill Aðalsteinsson Áætlanir gerðu ráð fyrir að brúin yrði opnuð umferð þann 1. júlí á næsta ári. Við blasir að verktakinn verði búinn löngu fyrr. „Já, við verðum búnir með þetta fyrr,“ svarar Einar Valur en vill þó ekki nefna nákvæma tímasetningu. „Það er svo sem ýmislegt eftir. Vegrið og skilti og ýmiss frágangur. En þetta verður opnað fyrir jól. Við skulum segja það,“ segir verkstjóri Suðurverks en með opnun brúarinnar styttist Vestfjarðavegur um níu kílómetra. Nánar í frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Vegagerð Reykhólahreppur Teigsskógur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Bundið slitlag lagt á nýja þjóðveginn um Teigsskóg Klæðningarflokkur frá Borgarverki hóf í dag að leggja bundið slitlag á nýja þjóðveginn um Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. Stefnt er að því að vegurinn umdeildi verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. 5. september 2023 18:57 Vill á hrossi yfir Þorskafjörð áður en hún ekur yfir brúna Brúarsmiðir í Þorskafirði eru búnir að ná landi beggja vegna fjarðar og flæða sjávarföll núna óhindrað undir sjálfa brúna. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, vill fyrst fara á hrossi yfir fjörðinn en segist mest hlakka til að losna við auruga malarvegina. 1. mars 2023 22:11 Hyggjast klára brúargólfið í Þorskafirði fyrir veturinn Smíði Þorskafjarðarbrúar, sem styttir Vestfjarðaveg um níu kílómetra, er komin vel á veg og er stefnt að því að brúargólfið verði tilbúið í haust. Verktakinn hefur leigt Bjarkalund undir vinnubúðir og verður hótelið lokað ferðamönnum næstu tvö árin. 6. júní 2022 22:26 Vill ekki vera kölluð Gugga þótt hún stýri Bjarkalundi Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit, sem frægt varð fyrir sjónvarpsþættina um Georg Bjarnfreðarson og félaga, hefur verið tekið undir vinnubúðir. Þar má samt enn sjá leikmuni úr Dagvaktinni, þar á meðal morðvopnið sem notað var til að drepa hótelstýruna Guggu. 5. október 2021 21:21 Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Bundið slitlag lagt á nýja þjóðveginn um Teigsskóg Klæðningarflokkur frá Borgarverki hóf í dag að leggja bundið slitlag á nýja þjóðveginn um Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. Stefnt er að því að vegurinn umdeildi verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. 5. september 2023 18:57
Vill á hrossi yfir Þorskafjörð áður en hún ekur yfir brúna Brúarsmiðir í Þorskafirði eru búnir að ná landi beggja vegna fjarðar og flæða sjávarföll núna óhindrað undir sjálfa brúna. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, vill fyrst fara á hrossi yfir fjörðinn en segist mest hlakka til að losna við auruga malarvegina. 1. mars 2023 22:11
Hyggjast klára brúargólfið í Þorskafirði fyrir veturinn Smíði Þorskafjarðarbrúar, sem styttir Vestfjarðaveg um níu kílómetra, er komin vel á veg og er stefnt að því að brúargólfið verði tilbúið í haust. Verktakinn hefur leigt Bjarkalund undir vinnubúðir og verður hótelið lokað ferðamönnum næstu tvö árin. 6. júní 2022 22:26
Vill ekki vera kölluð Gugga þótt hún stýri Bjarkalundi Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit, sem frægt varð fyrir sjónvarpsþættina um Georg Bjarnfreðarson og félaga, hefur verið tekið undir vinnubúðir. Þar má samt enn sjá leikmuni úr Dagvaktinni, þar á meðal morðvopnið sem notað var til að drepa hótelstýruna Guggu. 5. október 2021 21:21
Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44