Almennir borgarar koma samlöndum sínum til hjálpar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. september 2023 11:39 Skjálftinn hefur valdið gríðarlegri eyðileggingu í þorpum og bæjum frá Atlas-fjöllum til Marrakesh. Yfir 2.800 eru látnir. epa/Jerome Favre Allt að 3.000 eru taldir látnir og fleiri en 5.000 særðir eftir jarðskjálftann sem reið yfir Marokkó á föstudag. Herinn hefur sett upp tímabundin sjúkrahús þar sem neyðin er sem mest en vonir dvína um að finna fleiri á lífi. Skjálftinn mældist 6,8 að stærð og er sá stærsti sem hefur orðið í landinu frá því fyrir 1900. Viðbrögð yfirvalda í kjölfar harmleiksins hafa verið harðlega gagnrýnd, meðal annars tregða þeirra til að óska eftir aðstoð erlendis frá. Konungurinn Mohammed VI heimsótti særða á spítala í stórborginni Marrakech í gær en ekkert hefur heyrst af fyrirhugaðri heimsókn á þau svæði sem verst urðu úti. Svo virðist sem pólitík hafi orðið mönnum fjötur um fót en sérfræðingur í málefnum Marokkó við Stanford University í Kaliforníu segir opinbera embættismenn hafa freistað þess að bregðast við án þess þó að varpa skugga á viðbragð konungshallarinnar. Þúsundir almennra borgara eru hins vegar sagðir hafa lagt land undir fót til að koma neyðarbirgðum og annarri aðstoð til samlanda sinna. Bifreiðar bíða í löngum röðum á fjallavegum, hlaðnar dýnum, rúmfötum og fatnaði. Guardian ræddi meðal annars við sextán unga menn í þremur bílum, sem sögðu það hafa tekið sig heilan dag að ná til Talat N'Yaaqoub, sem liggur í um 20 kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans og varð einna verst úti. „Við erum með mat og föt og peninga sem við söfnuðum fyrir fórnarlömb jarðskjálftans. Okkur fannst við þurfa að gera eitthvað,“ sögðu mennirnir, allir stuðningsmenn knattspyrnuliðsins Raja Casablanca. Aðal markaðurinn í Talat N'Yaaqoub er sagður gjöreyðilagður og þá eru gólfin í fjölda verslana og skrifstofubygginga sögð hafa hrunið. Turn moskvu í bænum gnæfir yfir rústirnar. Guardian ræddi við konu sem missti manninn sinn í skjálftanum og sagðist ekki enn geta tjáð sig um hvað gerðist. Búið er að setja upp tjöld í mörgum þorpum en þörfin er langt umfram framboðið. „Við erum ekki enn komin með tjald,“ segir Hayat ait Louchine, 24 ára, sem missti sex ára frænku sína. „Við virkilega þörfnumst þess, það er svo kalt hérna í fjöllunum. Við höfum áhyggjur af því að það fari að rigna en við vitum ekki hvert við eigum að leita til að fá tjald.“ Jarðskjálfti í Marokkó Marokkó Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Skjálftinn mældist 6,8 að stærð og er sá stærsti sem hefur orðið í landinu frá því fyrir 1900. Viðbrögð yfirvalda í kjölfar harmleiksins hafa verið harðlega gagnrýnd, meðal annars tregða þeirra til að óska eftir aðstoð erlendis frá. Konungurinn Mohammed VI heimsótti særða á spítala í stórborginni Marrakech í gær en ekkert hefur heyrst af fyrirhugaðri heimsókn á þau svæði sem verst urðu úti. Svo virðist sem pólitík hafi orðið mönnum fjötur um fót en sérfræðingur í málefnum Marokkó við Stanford University í Kaliforníu segir opinbera embættismenn hafa freistað þess að bregðast við án þess þó að varpa skugga á viðbragð konungshallarinnar. Þúsundir almennra borgara eru hins vegar sagðir hafa lagt land undir fót til að koma neyðarbirgðum og annarri aðstoð til samlanda sinna. Bifreiðar bíða í löngum röðum á fjallavegum, hlaðnar dýnum, rúmfötum og fatnaði. Guardian ræddi meðal annars við sextán unga menn í þremur bílum, sem sögðu það hafa tekið sig heilan dag að ná til Talat N'Yaaqoub, sem liggur í um 20 kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans og varð einna verst úti. „Við erum með mat og föt og peninga sem við söfnuðum fyrir fórnarlömb jarðskjálftans. Okkur fannst við þurfa að gera eitthvað,“ sögðu mennirnir, allir stuðningsmenn knattspyrnuliðsins Raja Casablanca. Aðal markaðurinn í Talat N'Yaaqoub er sagður gjöreyðilagður og þá eru gólfin í fjölda verslana og skrifstofubygginga sögð hafa hrunið. Turn moskvu í bænum gnæfir yfir rústirnar. Guardian ræddi við konu sem missti manninn sinn í skjálftanum og sagðist ekki enn geta tjáð sig um hvað gerðist. Búið er að setja upp tjöld í mörgum þorpum en þörfin er langt umfram framboðið. „Við erum ekki enn komin með tjald,“ segir Hayat ait Louchine, 24 ára, sem missti sex ára frænku sína. „Við virkilega þörfnumst þess, það er svo kalt hérna í fjöllunum. Við höfum áhyggjur af því að það fari að rigna en við vitum ekki hvert við eigum að leita til að fá tjald.“
Jarðskjálfti í Marokkó Marokkó Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira