Sætta sig ekki við að tekjuhærri fái meiri skattalækkun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. september 2023 12:06 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir fjárlagafrumvarpið gera lítið fyrir komandi kjaraviðræður. Vísir/Vilhelm Nýtt fjárlagafrumvarp stuðlar ekki að gerð langtímasamninga á vinnumarkaði að mati formanns Starfsgreinasambandsins. Hann segist ekki munu sætta sig við það að hátekjufólk fái meiri skattlækkun en þeir sem lægstu launin hafa á næsta ári. Við kynningu fjárlagafrumvarpsins í gær voru boðaðar breytingar á skattkerfinu. Persónuafsláttur hækkar um 8,5 prósent og skattleysis- og þrepamörk hækka um sömu prósentu vegna áður lögfestra breytinga um þróun viðmiðunarfjárhæða í samræmi við verðbólgu. Í Þjóðhagsspá er gert ráð fyrir 7,4 prósent verðbólgu á næsta ári og öll þrepamörk eiga að hækka um 8,5 prósent um áramótin. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, bendir á að lágtekjufólk muni fá minni skattalækkun en þeir tekjuhærri samkvæmt þessu. „Þeir tekjuhæstu munu fá allt að 110 prósenta hærri skattalækkun heldur en lágtekjufólk og millitekjufólk. Sem dæmi að þá mun skattbyrðin hjá einstaklingi sem er með um átta hundruð þúsund krónur lækka um rétt rúmar sjö þúsund krónur miðað við þessa útfærslu. En þegar þú ert kominn upp í eina og hálfa til tvær milljónir hækkar skattalækkunin í kringum rúmar fimmtán þúsund krónur. Og þetta er eitthvað sem við í Starfsgreinasambandinu munum ekki geta fallist á að verði með þessum hætti.“ Í andstöðu við lífskjarasamning Breytingunni var ætlað að koma í veg fyrir svokallað raunskattskrið og verja kaupmátt launa en Vilhjálmur segir að ef útfærslunni verði haldið svona sé það í fullkominni andstöðu við það sem gert var í lífskjarasamningunum. „Þar reyndum að láta lækkun á skattbyrði fljóta betur gagnvart þeim sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi. Þar var skattbyrðin að lækka árið 2019 um því sem nemur tólf til þrettán þúsund krónur en núna er þessu í raun og veru snúið við og hátekjuhópar fá meiri lækkun en þeir sem þurfa á henni að halda.“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ítrekaði mikilvægi þess að gerðir yrðu ábyrgir langtímasamningar á vinnumarkaði við kynningu á fjárlögum í gær.Vísir/Vilhelm Fram undan er kjaravetur þar sem skammtímasamningar losna í kringum áramót og fjármálaráðherra ítrekaði í gær mikilvægi þess að gerðir yrðu ábyrgir langtímasamningar. „Ég held að það liggi alveg fyrir að það sem er í þessu frumvarpi mun ekki stuðla að því að það verði gerðir langtímasamningar. Ég held að það liggi alveg fyrir og við höfum talað um það í verkalýðshreyfingunni að aðkoma stjórnvalda að þessum kjarasamningum, ef það á að gera langtímasamning, þarf að vera umtalsverð. Og viðræður á milli aðila vinnumarkaðarins og Samtaka atvinnulífsins þurfa að eiga sér stað, þar sem verður farið yfir þau atriði sem við teljum mjög brýnt að stjórnvöld komi með að borðinu. Og ég tel reyndar líka að sveitarfélögin verði að vera aðilar að slíku samkomulagi ef það á að fara gera hér langtímasamning,“ segir Vilhjámur Birgisson, formaður SGS. Stéttarfélög Vinnumarkaður Fjárlagafrumvarp 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Við kynningu fjárlagafrumvarpsins í gær voru boðaðar breytingar á skattkerfinu. Persónuafsláttur hækkar um 8,5 prósent og skattleysis- og þrepamörk hækka um sömu prósentu vegna áður lögfestra breytinga um þróun viðmiðunarfjárhæða í samræmi við verðbólgu. Í Þjóðhagsspá er gert ráð fyrir 7,4 prósent verðbólgu á næsta ári og öll þrepamörk eiga að hækka um 8,5 prósent um áramótin. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, bendir á að lágtekjufólk muni fá minni skattalækkun en þeir tekjuhærri samkvæmt þessu. „Þeir tekjuhæstu munu fá allt að 110 prósenta hærri skattalækkun heldur en lágtekjufólk og millitekjufólk. Sem dæmi að þá mun skattbyrðin hjá einstaklingi sem er með um átta hundruð þúsund krónur lækka um rétt rúmar sjö þúsund krónur miðað við þessa útfærslu. En þegar þú ert kominn upp í eina og hálfa til tvær milljónir hækkar skattalækkunin í kringum rúmar fimmtán þúsund krónur. Og þetta er eitthvað sem við í Starfsgreinasambandinu munum ekki geta fallist á að verði með þessum hætti.“ Í andstöðu við lífskjarasamning Breytingunni var ætlað að koma í veg fyrir svokallað raunskattskrið og verja kaupmátt launa en Vilhjálmur segir að ef útfærslunni verði haldið svona sé það í fullkominni andstöðu við það sem gert var í lífskjarasamningunum. „Þar reyndum að láta lækkun á skattbyrði fljóta betur gagnvart þeim sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi. Þar var skattbyrðin að lækka árið 2019 um því sem nemur tólf til þrettán þúsund krónur en núna er þessu í raun og veru snúið við og hátekjuhópar fá meiri lækkun en þeir sem þurfa á henni að halda.“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ítrekaði mikilvægi þess að gerðir yrðu ábyrgir langtímasamningar á vinnumarkaði við kynningu á fjárlögum í gær.Vísir/Vilhelm Fram undan er kjaravetur þar sem skammtímasamningar losna í kringum áramót og fjármálaráðherra ítrekaði í gær mikilvægi þess að gerðir yrðu ábyrgir langtímasamningar. „Ég held að það liggi alveg fyrir að það sem er í þessu frumvarpi mun ekki stuðla að því að það verði gerðir langtímasamningar. Ég held að það liggi alveg fyrir og við höfum talað um það í verkalýðshreyfingunni að aðkoma stjórnvalda að þessum kjarasamningum, ef það á að gera langtímasamning, þarf að vera umtalsverð. Og viðræður á milli aðila vinnumarkaðarins og Samtaka atvinnulífsins þurfa að eiga sér stað, þar sem verður farið yfir þau atriði sem við teljum mjög brýnt að stjórnvöld komi með að borðinu. Og ég tel reyndar líka að sveitarfélögin verði að vera aðilar að slíku samkomulagi ef það á að fara gera hér langtímasamning,“ segir Vilhjámur Birgisson, formaður SGS.
Stéttarfélög Vinnumarkaður Fjárlagafrumvarp 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira