„Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar“ Lovísa Arnardóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 13. september 2023 22:34 Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir samtökin aðeins sinna hinseginfræðslu, ekki kynfræðslu. Framkvæmdastjóri Samtakanna ´78 segir síðustu daga hafa verið erfiða. Samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu í skólum en koma ekki á neinn hátt nálægt slíkri fræðslu. Daníel Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, skilur ekki hvernig samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu síðustu daga. Samtökin komi ekki á neinn hátt nálægt kynfræðslu á neinu skólastigi eða annars staðar. Hann segir síðustu daga hafa verið hinsegin samfélaginu þunga og erfiða. Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga. „Við komum ekki að kynfræðslu að neinu leyti. Við komum að því sem heitir hinseginfræðsla. En þetta er kannski bara gott dæmi um það að hinseginfólk er oft smættað niður í kynlífið sitt,“ segir Daníel um umræðuna síðustu daga um kynfræðslu barna, nýja námsbók og plaköt sem víða hanga uppi. Í gær við setningu Alþingis voru mótmælendur mættir með ýmis skilti til að mótmæla þessari kynfræðslu. Á einu stóð sem dæmi „Verndum börnin“. Daníel segist taka undir það að þörf sé á því. „Það er nákvæmlega það sem við erum að gera með virku forvarnarstarfi, mannréttindafræðslu í skólum. Einmitt til að leyfa börnum að vera nákvæmlega þau sem þau eru þannig þau séu sem hamingjusömust og öruggust.“ Daníel segir vantrú og vanþekkingu líklega spila inn í það hvernig umræðan hefur þróast síðustu daga. „Þetta eru oft fordómar fyrir einhverju sem þú þekkir ekki. Eins og að ég er samkynhneigður maður en ég tengi ekkert við að vera gagnkynhneigður en það þýðir ekki að ég geti ekki borið virðingu fyrir því og sett mig í spor þeirra sem það eru.“ Hann segir síðustu daga hafa verið þunga og erfiða. „Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar. Eða að starfsfólk hér sé að níðast á börnum eða gera eitthvað sem er vont fyrir einhvern einstakling,“ segir Daníel og að hlutverk þeirra sé algerlega öfugt. Þau einblíni á að aðstoða og deila kærleik. „Við látum þetta ekkert á okkur fá og höldum áfram. Fólk má líka vita að það er velkomið til okkar. Allt hinsegin fólk sem líður illa þið vitið af okkur og hvar við erum. Við vinnum fyrir ykkur.“ Hinsegin Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Daníel Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, skilur ekki hvernig samtökin hafa blandast í umræðu um kynfræðslu síðustu daga. Samtökin komi ekki á neinn hátt nálægt kynfræðslu á neinu skólastigi eða annars staðar. Hann segir síðustu daga hafa verið hinsegin samfélaginu þunga og erfiða. Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga. „Við komum ekki að kynfræðslu að neinu leyti. Við komum að því sem heitir hinseginfræðsla. En þetta er kannski bara gott dæmi um það að hinseginfólk er oft smættað niður í kynlífið sitt,“ segir Daníel um umræðuna síðustu daga um kynfræðslu barna, nýja námsbók og plaköt sem víða hanga uppi. Í gær við setningu Alþingis voru mótmælendur mættir með ýmis skilti til að mótmæla þessari kynfræðslu. Á einu stóð sem dæmi „Verndum börnin“. Daníel segist taka undir það að þörf sé á því. „Það er nákvæmlega það sem við erum að gera með virku forvarnarstarfi, mannréttindafræðslu í skólum. Einmitt til að leyfa börnum að vera nákvæmlega þau sem þau eru þannig þau séu sem hamingjusömust og öruggust.“ Daníel segir vantrú og vanþekkingu líklega spila inn í það hvernig umræðan hefur þróast síðustu daga. „Þetta eru oft fordómar fyrir einhverju sem þú þekkir ekki. Eins og að ég er samkynhneigður maður en ég tengi ekkert við að vera gagnkynhneigður en það þýðir ekki að ég geti ekki borið virðingu fyrir því og sett mig í spor þeirra sem það eru.“ Hann segir síðustu daga hafa verið þunga og erfiða. „Það er ekkert grín að sitja undir því að við séum barnaníðingar. Eða að starfsfólk hér sé að níðast á börnum eða gera eitthvað sem er vont fyrir einhvern einstakling,“ segir Daníel og að hlutverk þeirra sé algerlega öfugt. Þau einblíni á að aðstoða og deila kærleik. „Við látum þetta ekkert á okkur fá og höldum áfram. Fólk má líka vita að það er velkomið til okkar. Allt hinsegin fólk sem líður illa þið vitið af okkur og hvar við erum. Við vinnum fyrir ykkur.“
Hinsegin Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira