Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2023 11:23 Neðan eyðijarðarinnar Hallsteinsness, milli Djúpafjarðar og Þorskafjarðar, liggur nýi vegurinn um fagra strandlengju. Egill Aðalsteinsson Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. „Framkvæmdaleyfið áskilur að rask sé sem minnst og einnig á þeim tíma sem samningar voru gerðir voru landeigendur ekki áfjáðir í að setja áningarstað á þessari leið og því var ekki samið um það,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnastjóri Vestfjarðavegar hjá Vegagerðinni, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Sigurþór Guðmundsson er verkefnastjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit.Egill Aðalsteinsson Í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi var vakin athygli á því að hvergi á leiðinni væri gert ráð fyrir áningarstað svo vegfarendur gætu staldrað við og notið dásemdar svæðisins. Fram kom í viðtali við framkvæmdastjóra verktakans Borgarverks, Atla Þór Jóhannsson, að við hönnun vegarins hefði Vegagerðin ekki gert ráð fyrir áningarstað. Atli Þór tók þó fram að hægt væri að bæta áningarstað inn í verkið, ef þess yrði óskað. Veglínan liggur að mestu ofan við hinn eiginlega Teigsskóg.Egill Aðalsteinsson „Það er aftur á móti ætlunin að setja áningarstað í Grónesi. Það er þó ekki endanlega búið að ganga frá þessu,“ segir Sigurþór hjá Vegagerðinni. Hér sést hvernig áningarstaður er hannaður á eyðijörðinni Grónesi, milli Djúpafjarðar og Gufufjarðar.Teikning/Vegagerðin Grónes er á milli Djúpafjarðar og Gufufjarðar. Framundan er að þvera og brúa báða firðina og þegar því verki lýkur mun Vestfjarðavegur færast af Ódrjúgshálsi og yfir á Grónes. Grónes er vestan við mynni Djúpafjarðar en Hallsteinsnes austan. Teikningin sýnir fyrirhugaða þverun en ný hönnun gerir ráð fyrir tveimur brúm en ekki einni.Teikning/Vegagerðin „Þar er náma samkvæmt skipulagi og við frágang á henni verður útbúinn áningarstaður og námuvegur notaður sem aðkomuleið,“ segir verkefnisstjóri Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi: Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár. 28. febrúar 2023 21:41 Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
„Framkvæmdaleyfið áskilur að rask sé sem minnst og einnig á þeim tíma sem samningar voru gerðir voru landeigendur ekki áfjáðir í að setja áningarstað á þessari leið og því var ekki samið um það,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnastjóri Vestfjarðavegar hjá Vegagerðinni, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Sigurþór Guðmundsson er verkefnastjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit.Egill Aðalsteinsson Í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi var vakin athygli á því að hvergi á leiðinni væri gert ráð fyrir áningarstað svo vegfarendur gætu staldrað við og notið dásemdar svæðisins. Fram kom í viðtali við framkvæmdastjóra verktakans Borgarverks, Atla Þór Jóhannsson, að við hönnun vegarins hefði Vegagerðin ekki gert ráð fyrir áningarstað. Atli Þór tók þó fram að hægt væri að bæta áningarstað inn í verkið, ef þess yrði óskað. Veglínan liggur að mestu ofan við hinn eiginlega Teigsskóg.Egill Aðalsteinsson „Það er aftur á móti ætlunin að setja áningarstað í Grónesi. Það er þó ekki endanlega búið að ganga frá þessu,“ segir Sigurþór hjá Vegagerðinni. Hér sést hvernig áningarstaður er hannaður á eyðijörðinni Grónesi, milli Djúpafjarðar og Gufufjarðar.Teikning/Vegagerðin Grónes er á milli Djúpafjarðar og Gufufjarðar. Framundan er að þvera og brúa báða firðina og þegar því verki lýkur mun Vestfjarðavegur færast af Ódrjúgshálsi og yfir á Grónes. Grónes er vestan við mynni Djúpafjarðar en Hallsteinsnes austan. Teikningin sýnir fyrirhugaða þverun en ný hönnun gerir ráð fyrir tveimur brúm en ekki einni.Teikning/Vegagerðin „Þar er náma samkvæmt skipulagi og við frágang á henni verður útbúinn áningarstaður og námuvegur notaður sem aðkomuleið,“ segir verkefnisstjóri Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi:
Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár. 28. febrúar 2023 21:41 Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22
Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár. 28. febrúar 2023 21:41
Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29