Segir frávik eiga sér eðlilegar skýringar Árni Sæberg skrifar 15. september 2023 07:42 Kristján Loftsson er forstjóri Hvals hf.. Stöð 2/Egill Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir að frávik við veiðar á langreyði, sem olli því að Matvælastofnun stöðvaði tímabundið veiðar Hvals 8, hafi orðið vegna bilunar á spili. Tilkynnt var um það í gær að Matvælastofnum hefði stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. Í tilkynningu sagði að stöðvunin gildi þar til úrbætur hafi farið fram og þær sannreyndar af Matvælastofnun og Fiskistofu. Við eftirlit hafi komið í ljós að fyrsta skot Hvals 8 þann 7. september hafi hitt dýr „utan tilgreinds marksvæðis“ með þeim afleiðingum að dýrið hafi ekki drepist strax. „Það virðist eitthvað hafa brugðist við veiðarnar. Þannig þeir skjóta fyrsta skutli og svo gerist eitthvað þannig að dýrið drepst ekki strax. Þeir hitta það ekki rétt. Svo er dýrið ekki skotið aftur fyrr en 29 mínútum seinna,“ sagði Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í samtali við Morgunblaðið segir Kristján Loftsson að frávikið eigi sér eðlilegar skýringar. Skutull hafi hæft langreyðina skammt ofan við skilgreint marksvæði, við það hafi dýrið særst og farið á kaf. Þegar áhöfn hafi farið að hífa inn línu sem fest var við skutulinn hafi krókur losnað og slegist utan í spilið, með þeim afleiðingum að það festist. Þá hafi hvorki verið hægt að hífa né slaka og dýrið því synt utan skotfæris á meðan áhöfn reyndi að gera við spilið með því að skera hlíf utan af því með slípirokk. Eftirlitsmaður hafi þysjað inn Þá segir Kristján að eftirlitsmaður á vegum MAST um borð í skipinu hafi tekið atburðarásina upp á farsíma sinn. Sá hafi ýmist þysjað inn eða út þannig að svo virtist að hvalurinn væri af og til innan skotfæris. Svo hafi alls ekki verið þar sem línan hafi verið allt of löng og ómögulegt að draga hana inn eða sigla nær dýrinu. Þessa atburðarás segir Kristján starfsmönnum MAST ómögulegt að skilja. Hefði verið siglt að hvalnum hefði línan mögulega getað endað í skrúfu skipsins og hvalurinn þannig sloppið særður. Það væri varla vilji Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra. Kristján hefur ekki orðið við beiðnum fréttastofu um viðtal vegna málsins. Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Tilkynnt var um það í gær að Matvælastofnum hefði stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. Í tilkynningu sagði að stöðvunin gildi þar til úrbætur hafi farið fram og þær sannreyndar af Matvælastofnun og Fiskistofu. Við eftirlit hafi komið í ljós að fyrsta skot Hvals 8 þann 7. september hafi hitt dýr „utan tilgreinds marksvæðis“ með þeim afleiðingum að dýrið hafi ekki drepist strax. „Það virðist eitthvað hafa brugðist við veiðarnar. Þannig þeir skjóta fyrsta skutli og svo gerist eitthvað þannig að dýrið drepst ekki strax. Þeir hitta það ekki rétt. Svo er dýrið ekki skotið aftur fyrr en 29 mínútum seinna,“ sagði Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í samtali við Morgunblaðið segir Kristján Loftsson að frávikið eigi sér eðlilegar skýringar. Skutull hafi hæft langreyðina skammt ofan við skilgreint marksvæði, við það hafi dýrið særst og farið á kaf. Þegar áhöfn hafi farið að hífa inn línu sem fest var við skutulinn hafi krókur losnað og slegist utan í spilið, með þeim afleiðingum að það festist. Þá hafi hvorki verið hægt að hífa né slaka og dýrið því synt utan skotfæris á meðan áhöfn reyndi að gera við spilið með því að skera hlíf utan af því með slípirokk. Eftirlitsmaður hafi þysjað inn Þá segir Kristján að eftirlitsmaður á vegum MAST um borð í skipinu hafi tekið atburðarásina upp á farsíma sinn. Sá hafi ýmist þysjað inn eða út þannig að svo virtist að hvalurinn væri af og til innan skotfæris. Svo hafi alls ekki verið þar sem línan hafi verið allt of löng og ómögulegt að draga hana inn eða sigla nær dýrinu. Þessa atburðarás segir Kristján starfsmönnum MAST ómögulegt að skilja. Hefði verið siglt að hvalnum hefði línan mögulega getað endað í skrúfu skipsins og hvalurinn þannig sloppið særður. Það væri varla vilji Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra. Kristján hefur ekki orðið við beiðnum fréttastofu um viðtal vegna málsins.
Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira