Fangar á Litla-Hrauni mættir til starfa á ný Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. september 2023 12:02 Páll Winkel, fangelsismálastjóri segist ekki hafa haft teljandi áhyggjur af verkfalli fanga á Litla hrauni í gær. Það sé þó alltaf slæmt þegar lífið innan veggja fangelsanna gangi ekki sinn vanagang. Vísir/Vilhelm Fangar á Litla hrauni mættu allir til vinnu í dag eftir að helmingur þeirra lagði niður störf í gær til að mótmæla bágum kjörum. Fangelsismálastjóri segir aðstæður sem sköpuðust hafa aukið álag á alla. Fangar fá greiddar 415 krónur á tímann fyrir fjölbreytt störf innan veggja fangelsisins. Sú upphæð hefur ekki hækkað í nær tvo áratugi. Ef þeir kjósa að vinna ekki fá þeir greidda dagpeninga, 630 krónur á dag. Auk þess fá allir fangar 1700 króna fæðisfé daglega. Í gær bárust fréttir af því að um helmingur fanga hefði lagt niður störf á Litla Hrauni. Það gerðu þeir til að mótmæla þessum kjörum. Verkfallið reyndist skammvinnt Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir fangana hafa verið ósátta við tvennt. Annarsvegar við upphæð fæðisfjár sem er ákvörðuð af Fangelsismálastofnun. „Hún var hækkuð um sex prósent um áramótin og við ákváðum að hækka hana um önnur sex prósent núna í september til að koma til móts við þessa verðbólgu sem geisar í landinu,“ segir Páll. „Hinsvegar snýr þetta að upphæð dagpeninga og þóknunar vegna vinnu fanga. Þær upphæðir eru ákvarðaðar í reglugerð ráðherra svo við getum ekki breytt þeim upphæðum. Auk þess sem þær myndu hafa í för með sér frekari útgjöld fyrir fangelsismálastofnun sem þyrfti þá að bæta.“ Fangelsið Litla Hraun á Eyrarbakka. Lífið innan veggja fangelsins virðist vera komið aftur í sinn vanagang eftir skammvinnt verkfall meðal fanga. Vísir/Vilhelm Verkfallið varð ekki langlíft en í morgun mættu allir fangar aftur til vinnu eða í nám, utan tveggja sem glíma við inflúensu. Páll segir málið hafa verið leyst með góðu samtali. „Svona var allavega staðan í morgun og við erum ósköp þakklát fyrir það. Þetta er aukið álag fyrir alla sem koma að og þegar ekki er unnið á vinnustöðum fangelsisins þá þýðir það líka skert þjónusta fyrir fangana. Þetta kemur niður á öllum.“ Kom ekki til greina að beita refsingum Verkfallið hafði meðal annars þau áhrif að þvottur var ekki þveginn á Litla hrauni í gær. „Það eru semsagt vistmenn sem sjá um það undir umsjón verkstjóra. Eins voru heimsóknarrými ekki hreinsuð og svo framvegis, þannig þetta hefur ýmisleg áhrif sem eru bara ekki góð fyrir neinn,“ segir Páll. Þvottahúsið á Litla Hrauni. Verkfall fanga í gær hafði meðal annars þær afleiðingar að þvottur var ekki þveginn. Vísir/Vilhelm Páll telur ekki að þær aðstæður sem sköpuðust í gær hafi valdið öryggisógn og engar afleiðingar verða fyrir þá fanga sem lögðu niður störf. Ekki hafi komið til greina að beita refsingum af einhverju tagi. „Hreint ekki, þetta er þeirra réttur. Við eigum bara gott samtal við þá og þeirra félag, Afstöðu. Það er okkar verkefni að leysa þetta þannig að lífið í fangelsinu sé eins bærilegt og mögulegt er. Það væri alveg út í hött að útdeila refsingum vegna þessa, en þetta hafði náttúrulega þau áhrif að það var ekki þrifinn þvottur í gær. Og ef menn hætta í vinnu fara þeir í aðrar útivistir og svo framvegis. Þannig þetta hefur ýmis áhrif en við myndum ekki grípa til refsinga vegna þessa.“ Þá séu verkföll innan fangelsa ekki algeng hér á landi. „Þetta kemur upp á nokkurra ára fresti en getur verið mjög eðlisólíkt. Viðbrögð okkar eru mjög ólík út frá því um hvort um sé að ræða almenna óánægju með eitthvað tiltekið verklag í fangelsinu eða hvort þetta sé ógnarstjórnun einstakra fanga. Það er ekki liðið,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Fangelsismál Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Fangar í hungurverkfalli hætt komnir: „Mjög óhugnalegt fyrir alla sem að þessu koma“ Hungurverkföllum fanga hér á landi hefur fjölgað undanfarin ár. Fangelsismálastjóri segir tilfellin nú alvarlegri og sláandi en dæmi eru um að menn hafi orðið mjög alvarlega veikir vegna næringarskorts. 3. september 2023 19:31 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fangar fá greiddar 415 krónur á tímann fyrir fjölbreytt störf innan veggja fangelsisins. Sú upphæð hefur ekki hækkað í nær tvo áratugi. Ef þeir kjósa að vinna ekki fá þeir greidda dagpeninga, 630 krónur á dag. Auk þess fá allir fangar 1700 króna fæðisfé daglega. Í gær bárust fréttir af því að um helmingur fanga hefði lagt niður störf á Litla Hrauni. Það gerðu þeir til að mótmæla þessum kjörum. Verkfallið reyndist skammvinnt Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir fangana hafa verið ósátta við tvennt. Annarsvegar við upphæð fæðisfjár sem er ákvörðuð af Fangelsismálastofnun. „Hún var hækkuð um sex prósent um áramótin og við ákváðum að hækka hana um önnur sex prósent núna í september til að koma til móts við þessa verðbólgu sem geisar í landinu,“ segir Páll. „Hinsvegar snýr þetta að upphæð dagpeninga og þóknunar vegna vinnu fanga. Þær upphæðir eru ákvarðaðar í reglugerð ráðherra svo við getum ekki breytt þeim upphæðum. Auk þess sem þær myndu hafa í för með sér frekari útgjöld fyrir fangelsismálastofnun sem þyrfti þá að bæta.“ Fangelsið Litla Hraun á Eyrarbakka. Lífið innan veggja fangelsins virðist vera komið aftur í sinn vanagang eftir skammvinnt verkfall meðal fanga. Vísir/Vilhelm Verkfallið varð ekki langlíft en í morgun mættu allir fangar aftur til vinnu eða í nám, utan tveggja sem glíma við inflúensu. Páll segir málið hafa verið leyst með góðu samtali. „Svona var allavega staðan í morgun og við erum ósköp þakklát fyrir það. Þetta er aukið álag fyrir alla sem koma að og þegar ekki er unnið á vinnustöðum fangelsisins þá þýðir það líka skert þjónusta fyrir fangana. Þetta kemur niður á öllum.“ Kom ekki til greina að beita refsingum Verkfallið hafði meðal annars þau áhrif að þvottur var ekki þveginn á Litla hrauni í gær. „Það eru semsagt vistmenn sem sjá um það undir umsjón verkstjóra. Eins voru heimsóknarrými ekki hreinsuð og svo framvegis, þannig þetta hefur ýmisleg áhrif sem eru bara ekki góð fyrir neinn,“ segir Páll. Þvottahúsið á Litla Hrauni. Verkfall fanga í gær hafði meðal annars þær afleiðingar að þvottur var ekki þveginn. Vísir/Vilhelm Páll telur ekki að þær aðstæður sem sköpuðust í gær hafi valdið öryggisógn og engar afleiðingar verða fyrir þá fanga sem lögðu niður störf. Ekki hafi komið til greina að beita refsingum af einhverju tagi. „Hreint ekki, þetta er þeirra réttur. Við eigum bara gott samtal við þá og þeirra félag, Afstöðu. Það er okkar verkefni að leysa þetta þannig að lífið í fangelsinu sé eins bærilegt og mögulegt er. Það væri alveg út í hött að útdeila refsingum vegna þessa, en þetta hafði náttúrulega þau áhrif að það var ekki þrifinn þvottur í gær. Og ef menn hætta í vinnu fara þeir í aðrar útivistir og svo framvegis. Þannig þetta hefur ýmis áhrif en við myndum ekki grípa til refsinga vegna þessa.“ Þá séu verkföll innan fangelsa ekki algeng hér á landi. „Þetta kemur upp á nokkurra ára fresti en getur verið mjög eðlisólíkt. Viðbrögð okkar eru mjög ólík út frá því um hvort um sé að ræða almenna óánægju með eitthvað tiltekið verklag í fangelsinu eða hvort þetta sé ógnarstjórnun einstakra fanga. Það er ekki liðið,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri.
Fangelsismál Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Fangar í hungurverkfalli hætt komnir: „Mjög óhugnalegt fyrir alla sem að þessu koma“ Hungurverkföllum fanga hér á landi hefur fjölgað undanfarin ár. Fangelsismálastjóri segir tilfellin nú alvarlegri og sláandi en dæmi eru um að menn hafi orðið mjög alvarlega veikir vegna næringarskorts. 3. september 2023 19:31 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fangar í hungurverkfalli hætt komnir: „Mjög óhugnalegt fyrir alla sem að þessu koma“ Hungurverkföllum fanga hér á landi hefur fjölgað undanfarin ár. Fangelsismálastjóri segir tilfellin nú alvarlegri og sláandi en dæmi eru um að menn hafi orðið mjög alvarlega veikir vegna næringarskorts. 3. september 2023 19:31