Öryggi sjúklinga og aðkoma þeirra Alma D. Möller skrifar 16. september 2023 22:40 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin helgar 17. september öryggi sjúklinga. Að þessu sinni er þema dagsins hvernig hækka megi rödd sjúklinga og virkja þá til þess að efla öryggi í heilbrigiðisþjónustu (e. Engaging patients for patient safety - Elevate the voice of patients). Öryggi snýst um það að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætluð er til að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Því miður verða sk. óvænt atvik sem eruskilgreind í lögum semóhappatilvik, mistök, vanræksla eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni. Það er ekki eins auðvelt og ætla mætti að koma í veg fyrir slík atvik því heilbrigðisþjónusta er flókin og hefur flækjustig vaxið hraðar en geta mannsins til að aðlagast þeim breytingum sem fylgja. Talið er að allt að 10% sjúklinga á bráðasjúkrahúsum verði fyrir einhvers konar atviki og að hægt ætti að vera að fyrirbyggja umtalsverðan hluta þeirra. Alvarlegt atvik snertir mest þann sem fyrir verður og getur haft hörmulegar afleiðingar fyrir sjúkling og ástvini. Því þarf að leita allra leiða til að fyrirbyggja alvarleg atvik. Hérlendis er hvað brýnast að bæta mönnun; að tryggja að fjöldi starfsmanna sem og menntun, reynsla og þjálfun þeirra sé í takti við starfsemi og verkefni hverju sinni. Þá þarf vinnuskipulag allt, verkferlar og menning að styðja við öryggi. Þegar alvarlegt atvik hefur hins vegar orðið þurfa viðbrögð stjórnenda og heilbrigðisstarfsmanna að vera markviss og rétt, bæði gagnvart sjúklingi og aðstandendum sem og því starfsfólki sem næst atvikinu stendur. Þegar hlutirnir fara á verri veg sýna rannsóknir að sjúklingar og aðstandendur vilja viðurkenningu á því sem aflaga fór, afsökunarbeiðni og heiðarlegar útskýringar. Að verða fyrir alvarlegu atviki er gríðarlegt áfall og því þarf að sýna hlutaðeigandi samhyggð, virðingu og umhyggju. Tryggja þarf viðeigandi stuðning og eftirfylgd fyrir sjúkling og aðstandendur. Þá er mikilvægt fyrir fólk að vita að atvikið verði rannsakað ofan í kjölinn til að finna á því skýringar svo hægt sé að ráðast í raunverulegar úrbætur til að hindra að atvik fái endurtekið sig. Embætti landlæknis hefur gefið út leiðbeiningar um viðbrögð við óvæntum atvikum í heilbrigðisþjónustu. Alvarlegt atvik er sömuleiðis mikið áfall fyrir þá heilbrigðisstarfsmenn sem að koma og rætt um „hitt fórnarlambið“ (e. second victim) í því samhengi. Það er því brýnt að stofnun veiti einstaklingsmiðaðan og vandaðan stuðning þeim starfsmönnum sem á þurfa að halda. Heilbrigðisráðherra hefur unnið lagafrumvarp sem er ætlað að skýra meðferð alvarlegra atvika sem og réttarstöðu heilbrigðisstarfsmanna. Eins og áður sagði er sjónum beint að hvernig megi virkja sjúklinga í eigin meðferð og öryggi. Í því samhengi er hér bent á bæklingana Sjúklingaráðin 10 og Örugg dvöl á sjúkrahúsi sem og lög um réttindi sjúklinga. Einnig er mikilvægt að sjúklingar og notendur heilbrigðisþjónustu hafi aðkomu að stefnumótun og að umbótastarfi. Heilbrigðisráðuneyti setti nýlega á fót Notendaráð heilbrigðisþjónustu. Þá hefur árlegt Heilbrigðisþing ráðherra gefist vel sem og aðgengi um Samráðsgátt. Embætti landlæknis leitast við að virkja sjúklinga og notendur æ meira: með viðtölum við rannsókn alvarlegra atvika ef það á við og með viðtölum þegar gerðar eru úttektir á heilbrigðisþjónustu. Ætlunin er að auka samráð við sjúklingasamtök þegar úttektir eru undirbúnar eftir því sem við á. Þá gerir Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030 ráð fyrir að stofnanir viðhafi reglulegar þjónustukannanir meðal notanda heilbrigðisþjónustu. Loks skal nefnt að landlæknir hyggst koma á fagráði um sjúklingaöryggi með aðkomu notenda. Í tilefni dagsins stendur Hlédís Sveinsdóttir, sem sjálf var þolandi alvarlegs atviks, að málþingi um rétt viðbrögð við alvarlegum atvikum. Þar talar m.a. norski fæðingalæknirinn Stian Westad sem varð valdur að alvarlegu atviki en heiðarleg viðbrögð hans voru þannig að eftir var tekið. Málþingið verður haldið í Fróða, sal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8, Reykjavík, kl. 13-16 og verður streymt á visir.is. Við verðum að gera betur þegar kemur að alvarlegum atvikum. Best er auðvitað að fyrirbyggja þau en ef atvik verður þá þurfa öll viðbrögð að vera skjót, fumlaus og rétt. Það þarf að viðurkenna það sem aflaga fór, rannsaka atvikið, draga af því lærdóm og hindra að það gerist aftur. Þá þarf heiðarleg samskipti og markvissan stuðning við þolendur sem og heilbrigðisstarfsfólk. Þannig eflum við öryggi sjúklinga og þar með heilbrigðisstarfsmanna. Höfundur er landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Alma D. Möller Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin helgar 17. september öryggi sjúklinga. Að þessu sinni er þema dagsins hvernig hækka megi rödd sjúklinga og virkja þá til þess að efla öryggi í heilbrigiðisþjónustu (e. Engaging patients for patient safety - Elevate the voice of patients). Öryggi snýst um það að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætluð er til að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Því miður verða sk. óvænt atvik sem eruskilgreind í lögum semóhappatilvik, mistök, vanræksla eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni. Það er ekki eins auðvelt og ætla mætti að koma í veg fyrir slík atvik því heilbrigðisþjónusta er flókin og hefur flækjustig vaxið hraðar en geta mannsins til að aðlagast þeim breytingum sem fylgja. Talið er að allt að 10% sjúklinga á bráðasjúkrahúsum verði fyrir einhvers konar atviki og að hægt ætti að vera að fyrirbyggja umtalsverðan hluta þeirra. Alvarlegt atvik snertir mest þann sem fyrir verður og getur haft hörmulegar afleiðingar fyrir sjúkling og ástvini. Því þarf að leita allra leiða til að fyrirbyggja alvarleg atvik. Hérlendis er hvað brýnast að bæta mönnun; að tryggja að fjöldi starfsmanna sem og menntun, reynsla og þjálfun þeirra sé í takti við starfsemi og verkefni hverju sinni. Þá þarf vinnuskipulag allt, verkferlar og menning að styðja við öryggi. Þegar alvarlegt atvik hefur hins vegar orðið þurfa viðbrögð stjórnenda og heilbrigðisstarfsmanna að vera markviss og rétt, bæði gagnvart sjúklingi og aðstandendum sem og því starfsfólki sem næst atvikinu stendur. Þegar hlutirnir fara á verri veg sýna rannsóknir að sjúklingar og aðstandendur vilja viðurkenningu á því sem aflaga fór, afsökunarbeiðni og heiðarlegar útskýringar. Að verða fyrir alvarlegu atviki er gríðarlegt áfall og því þarf að sýna hlutaðeigandi samhyggð, virðingu og umhyggju. Tryggja þarf viðeigandi stuðning og eftirfylgd fyrir sjúkling og aðstandendur. Þá er mikilvægt fyrir fólk að vita að atvikið verði rannsakað ofan í kjölinn til að finna á því skýringar svo hægt sé að ráðast í raunverulegar úrbætur til að hindra að atvik fái endurtekið sig. Embætti landlæknis hefur gefið út leiðbeiningar um viðbrögð við óvæntum atvikum í heilbrigðisþjónustu. Alvarlegt atvik er sömuleiðis mikið áfall fyrir þá heilbrigðisstarfsmenn sem að koma og rætt um „hitt fórnarlambið“ (e. second victim) í því samhengi. Það er því brýnt að stofnun veiti einstaklingsmiðaðan og vandaðan stuðning þeim starfsmönnum sem á þurfa að halda. Heilbrigðisráðherra hefur unnið lagafrumvarp sem er ætlað að skýra meðferð alvarlegra atvika sem og réttarstöðu heilbrigðisstarfsmanna. Eins og áður sagði er sjónum beint að hvernig megi virkja sjúklinga í eigin meðferð og öryggi. Í því samhengi er hér bent á bæklingana Sjúklingaráðin 10 og Örugg dvöl á sjúkrahúsi sem og lög um réttindi sjúklinga. Einnig er mikilvægt að sjúklingar og notendur heilbrigðisþjónustu hafi aðkomu að stefnumótun og að umbótastarfi. Heilbrigðisráðuneyti setti nýlega á fót Notendaráð heilbrigðisþjónustu. Þá hefur árlegt Heilbrigðisþing ráðherra gefist vel sem og aðgengi um Samráðsgátt. Embætti landlæknis leitast við að virkja sjúklinga og notendur æ meira: með viðtölum við rannsókn alvarlegra atvika ef það á við og með viðtölum þegar gerðar eru úttektir á heilbrigðisþjónustu. Ætlunin er að auka samráð við sjúklingasamtök þegar úttektir eru undirbúnar eftir því sem við á. Þá gerir Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030 ráð fyrir að stofnanir viðhafi reglulegar þjónustukannanir meðal notanda heilbrigðisþjónustu. Loks skal nefnt að landlæknir hyggst koma á fagráði um sjúklingaöryggi með aðkomu notenda. Í tilefni dagsins stendur Hlédís Sveinsdóttir, sem sjálf var þolandi alvarlegs atviks, að málþingi um rétt viðbrögð við alvarlegum atvikum. Þar talar m.a. norski fæðingalæknirinn Stian Westad sem varð valdur að alvarlegu atviki en heiðarleg viðbrögð hans voru þannig að eftir var tekið. Málþingið verður haldið í Fróða, sal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8, Reykjavík, kl. 13-16 og verður streymt á visir.is. Við verðum að gera betur þegar kemur að alvarlegum atvikum. Best er auðvitað að fyrirbyggja þau en ef atvik verður þá þurfa öll viðbrögð að vera skjót, fumlaus og rétt. Það þarf að viðurkenna það sem aflaga fór, rannsaka atvikið, draga af því lærdóm og hindra að það gerist aftur. Þá þarf heiðarleg samskipti og markvissan stuðning við þolendur sem og heilbrigðisstarfsfólk. Þannig eflum við öryggi sjúklinga og þar með heilbrigðisstarfsmanna. Höfundur er landlæknir.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar