Umdeildum fangaskiptum lokið Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2023 15:27 Fólk gengur fram hjá veggnum að gamla sendiráði Bandaríkjanna í Teheran, höfuðborg Írans. AP/Vahid Salemi Umdeild fangaskipti milli Bandaríkjamanna og Írana hafa átt sér stað. Fimm manns sem voru í fangelsi í Íran hefur verið sleppt í Katar. Yfirvöld í Íran hafa ítrekað verið sökuð um að handsama fólk af Vesturlöndum og nota það sem vogarafl í samskiptum við erlenda ráðamenn. Skipst var á fimm föngum frá hvoru landi. Þeirra á meðal var umhverfissinninn Morad Tahbaz sem hafði verið í haldi í Íran frá árinu 2018. Hann er bæði breskur og bandarískur ríkisborgari. Auk hans var Siamak Namazi, sem var handtekinn árið 2015 og dæmdur fyrir njósnir, og Emad Sharghi, sem var einnig dæmdur til tíu ára fangelsisvistar í Íran. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ekki viljað gefa út hverjir hinir tveir eru. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að mikil áhersla væri lögð á að fresla Bandaríkjamenn sem hafa verið ranglega fangelsaðir. Emad Shargi, Siamak Namazi, Morad Tahbaz and two other U.S. citizens have left Iran and are coming home after suffering unspeakable cruelty as the Iranian regime s prisoners, some for many years. We have no higher priority than bringing home Americans who are wrongfully detained.— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) September 18, 2023 Í skiptum fyrir fangana fimm hafa Bandaríkjamenn sleppt fimm mönnum úr fangelsi sem dæmdir voru fyrir að reyna að smygla bannvörum til Írans. Þar er til að mynda um að ræða rafbúnað sem notaður er í hergagnaframleiðslu í Íran. Auk þess að sleppa fimm mönnum úr fangelsi í Bandaríkjunum verður Írönum veittur aðgangur að tæplega sex milljarða dala sjóð sem var frystur á árum áður. Þessi sjóður var til kominn vegna olíusölu Írana til Suður-Kóreu. Yfirvöld í Bandaríkjunum segja Írana eingöngu geta notað sjóðinn til kaupa á nauðsynjum eins og matvælum og lyfjum. Undirbúningur að þessum fangaskiptum hefur staðið yfir í marga mánuði. Fangaskiptin eru umdeild og sérstaklega í Bandaríkjunum, þar sem Joe Biden, forseti, hefur verið gagnrýndur og sakaður um að gera samning við hryðjuverkaríki. Þetta muni eingöngu verða til þess að yfirvöld í Íran handtaki fleira fólk af Vesturlöndum. Hér að neðan má lesa yfirlýsingu frá Namazi, þar sem hann segir 2.898 dögum af ævi hans hafa verið rænt. With this statement, I hope everyone will forgive me for needing a while to get reacquainted with liberty. Before anything, I must deal with some health issues, spend time with family and loved ones, and simply enjoy some of the many things I have long been denied.— Free the Namazis (@FreeTheNamazis) September 18, 2023 Í yfirlýsingu sem birt var á vef Hvíta hússins í dag, hvetur Biden fólk til að ferðast ekki til Írans. Hann segir Bandaríkjamenn eiga á hættu að verða handteknir þar af tilefnislausu og þau gætu ekki búist við því að verða frelsuð. Forsetinn tilkynnti þar að auki nýjar refsiaðgerðir gegn Mahmoud Ahmedinejad, forseta Írans, og leyniþjónustu Írans. Biden krefst þess þar að auki að yfirvöld í Íran útskýri hvað orðið hafi um Bob Levinson. Hann hvarf í Íran árið 2007 og er talinn vera látinn. Íranar hafa ekkert viljað segja um hann. Fangaskiptin koma rétt áður en allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefst í New York en þar mun forseti Írans flytja ávarp. Sérfræðingar telja þó að samningurinn muni ekki slaka á spennunni sem ríkt hefur milli ríkjanna undanfarna áratugi. Bandaríkjamenn tilkynntu nýverið að umsvif herafla Bandaríkjanna við Hormuz-sund yrðu aukin. Það er að miklu leyti vegna áðurnefndrar spennu og afskipta Írana af olíuflutningum um sundið. Íran Bandaríkin Tengdar fréttir Hætta við að bjóða Rússum, Írönum og Hvít-Rússum Forsvarsmenn Nóbelsverðlaunanna hafa dregið boð til sendiherra Rússlands, Írans og Belarús (eða Hvíta-Rússlands) á afhendingu verðlaunanna í Stokkhólmi i ár til baka. Það er eftir að upprunaleg ákvörðun þeirra var harðlega gagnrýnd víða um heim og í Svíþjóð. 2. september 2023 13:44 Siðferðislögreglan aftur farin að vakta slæðuburð kvenna Siðferðiseftirlit lögregluyfirvalda í Íran er komið í gang aftur eftir að hafa legið niðri í nokkra mánuði. Eftirlitið var lagt niður tímabundið í kjölfar mótmæla sem efnt var til í kjölfar dauða Möhsu Amini, sem lést í haldi lögreglu. 17. júlí 2023 09:43 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Skipst var á fimm föngum frá hvoru landi. Þeirra á meðal var umhverfissinninn Morad Tahbaz sem hafði verið í haldi í Íran frá árinu 2018. Hann er bæði breskur og bandarískur ríkisborgari. Auk hans var Siamak Namazi, sem var handtekinn árið 2015 og dæmdur fyrir njósnir, og Emad Sharghi, sem var einnig dæmdur til tíu ára fangelsisvistar í Íran. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ekki viljað gefa út hverjir hinir tveir eru. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að mikil áhersla væri lögð á að fresla Bandaríkjamenn sem hafa verið ranglega fangelsaðir. Emad Shargi, Siamak Namazi, Morad Tahbaz and two other U.S. citizens have left Iran and are coming home after suffering unspeakable cruelty as the Iranian regime s prisoners, some for many years. We have no higher priority than bringing home Americans who are wrongfully detained.— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) September 18, 2023 Í skiptum fyrir fangana fimm hafa Bandaríkjamenn sleppt fimm mönnum úr fangelsi sem dæmdir voru fyrir að reyna að smygla bannvörum til Írans. Þar er til að mynda um að ræða rafbúnað sem notaður er í hergagnaframleiðslu í Íran. Auk þess að sleppa fimm mönnum úr fangelsi í Bandaríkjunum verður Írönum veittur aðgangur að tæplega sex milljarða dala sjóð sem var frystur á árum áður. Þessi sjóður var til kominn vegna olíusölu Írana til Suður-Kóreu. Yfirvöld í Bandaríkjunum segja Írana eingöngu geta notað sjóðinn til kaupa á nauðsynjum eins og matvælum og lyfjum. Undirbúningur að þessum fangaskiptum hefur staðið yfir í marga mánuði. Fangaskiptin eru umdeild og sérstaklega í Bandaríkjunum, þar sem Joe Biden, forseti, hefur verið gagnrýndur og sakaður um að gera samning við hryðjuverkaríki. Þetta muni eingöngu verða til þess að yfirvöld í Íran handtaki fleira fólk af Vesturlöndum. Hér að neðan má lesa yfirlýsingu frá Namazi, þar sem hann segir 2.898 dögum af ævi hans hafa verið rænt. With this statement, I hope everyone will forgive me for needing a while to get reacquainted with liberty. Before anything, I must deal with some health issues, spend time with family and loved ones, and simply enjoy some of the many things I have long been denied.— Free the Namazis (@FreeTheNamazis) September 18, 2023 Í yfirlýsingu sem birt var á vef Hvíta hússins í dag, hvetur Biden fólk til að ferðast ekki til Írans. Hann segir Bandaríkjamenn eiga á hættu að verða handteknir þar af tilefnislausu og þau gætu ekki búist við því að verða frelsuð. Forsetinn tilkynnti þar að auki nýjar refsiaðgerðir gegn Mahmoud Ahmedinejad, forseta Írans, og leyniþjónustu Írans. Biden krefst þess þar að auki að yfirvöld í Íran útskýri hvað orðið hafi um Bob Levinson. Hann hvarf í Íran árið 2007 og er talinn vera látinn. Íranar hafa ekkert viljað segja um hann. Fangaskiptin koma rétt áður en allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefst í New York en þar mun forseti Írans flytja ávarp. Sérfræðingar telja þó að samningurinn muni ekki slaka á spennunni sem ríkt hefur milli ríkjanna undanfarna áratugi. Bandaríkjamenn tilkynntu nýverið að umsvif herafla Bandaríkjanna við Hormuz-sund yrðu aukin. Það er að miklu leyti vegna áðurnefndrar spennu og afskipta Írana af olíuflutningum um sundið.
Íran Bandaríkin Tengdar fréttir Hætta við að bjóða Rússum, Írönum og Hvít-Rússum Forsvarsmenn Nóbelsverðlaunanna hafa dregið boð til sendiherra Rússlands, Írans og Belarús (eða Hvíta-Rússlands) á afhendingu verðlaunanna í Stokkhólmi i ár til baka. Það er eftir að upprunaleg ákvörðun þeirra var harðlega gagnrýnd víða um heim og í Svíþjóð. 2. september 2023 13:44 Siðferðislögreglan aftur farin að vakta slæðuburð kvenna Siðferðiseftirlit lögregluyfirvalda í Íran er komið í gang aftur eftir að hafa legið niðri í nokkra mánuði. Eftirlitið var lagt niður tímabundið í kjölfar mótmæla sem efnt var til í kjölfar dauða Möhsu Amini, sem lést í haldi lögreglu. 17. júlí 2023 09:43 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Hætta við að bjóða Rússum, Írönum og Hvít-Rússum Forsvarsmenn Nóbelsverðlaunanna hafa dregið boð til sendiherra Rússlands, Írans og Belarús (eða Hvíta-Rússlands) á afhendingu verðlaunanna í Stokkhólmi i ár til baka. Það er eftir að upprunaleg ákvörðun þeirra var harðlega gagnrýnd víða um heim og í Svíþjóð. 2. september 2023 13:44
Siðferðislögreglan aftur farin að vakta slæðuburð kvenna Siðferðiseftirlit lögregluyfirvalda í Íran er komið í gang aftur eftir að hafa legið niðri í nokkra mánuði. Eftirlitið var lagt niður tímabundið í kjölfar mótmæla sem efnt var til í kjölfar dauða Möhsu Amini, sem lést í haldi lögreglu. 17. júlí 2023 09:43