Rafmagnað samband skemmtiferðaskipa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 19. september 2023 14:00 Það verða tímamót í dag í gömlu höfninni í Reykjavík við Faxagarð. Þá verður fyrsta skemmtiferðaskipið, Hurtigruten Expeditions, tengt við rafmagn í höfn en Faxaflóahafnir er ein af 2% hafna á heimsvísu með slíka tengingu. Með landtengingunni opnast einnig möguleiki á kolefnislosunarlausum heimsóknum skemmtiferðaskipa í Faxaflóa þegar um svokölluð hybrid skip er að ræða. Landtengingin í dag við skemmtiferðaskip Hurtigruten er skref í átt að því að landtengja öll skip við hafnir Faxaflóahafna. Einungis þau stærstu eftir Nú þegar eru fiskiskip landtengd við bryggju og í lok árs 2022 var tekin í notkun landtenging við stærstu gámaskip Eimskipa. Í dag tengjum við minnstu gerð skemmtiferðaskipa. Eftir að hafa byggt upp kerfi rafmagns landtenginga fyrir minni skip og báta er komið að því að Faxaflóahafnir ráðist á garðinn þar sem hann er hæstur og tengi allra stærstu skipin. Þetta verður krefjandi og kostnaðarsamt verkefni sem gert er ráð fyrir að ljúka á næstu þremur árum. Stærstu skemmtiferðaskipin munu þurfa rafmagn á við heilt þorp, og það er ekki einfalt mál að geta stungið þorpi í samband þegar á þarf að halda. Einnig þarf að hafa í huga að ekki hafa öll skip tæknina til að stinga í samband strax en þeim mun vonandi fjölga þegar tengingarnar verða komnar. Hvað hefur áunnist? Með landtengingum skipa hafa Faxaflóahafnir hafa unnið að að bættum loft- og hljóðgæðum í borginni enda eru öflugar landtengingar skipa í höfnum Reykjavíkur afar mikilvægur liður í loftslagsmarkmiðum Reykjavíkurborgar. Fyrir umhverfið er ávinningurinn er þríþættur. Í fyrsta lagi draga tengingar eins og þessi úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í öðru lagi draga þær úr útblæstri loftmengandi efna líkt og við höfum séð í bláum reyk norðan heiða og sunnan í sumar. Í þriðja lagi bæta þær hljóðvist, þegar olíuvélar eru ekki í gangi. Öll sem eitt Samtakamátt þarf til að verkefni af þessari stærðargráðu verði að veruleika. Fjöldi fyrirtækja og starfsfólk Faxaflóahafna hafa unnið að þessu markmiði sleitulaust undanfarin ár. Byggja þarf upp aðveitustöðvar í samvinnu við Veitur og miðla þarf orku til stærri landtenginga við Skarfabakka. Á meðan að skip Hurtigruten eru rúmlega fimmhundruð gestir, dveljast nokkur þúsund manns í stærri skemmtiferðaskipum, bæði farþegar og starfsfólk, sem njóta þar einnig fjölbreyttar þjónustu sem krefst orku. Að tengja stærri skemmtiferðaskipin við rafmagn er því á við að bæta meðal sjávarþorpi við kerfið, með nauðsynlegum háspennistöðvum og tengibúnaði. Það er ekki einfalt verkefni. Meira líf við Gömlu Höfnina Reykjavík hefur vaxið utan um Gömlu Höfnina á liðnum áratugum og því er þessi landtenging sérlega mikilvæg fyrir Reykjavíkurborg. Hér er um að ræða tímamóta verkerkefni á sviði loftslagsmála á Íslandi og þó víðar væri leitað þar sem unnið er að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og lofmengandi efna frá skemmtilferðaskipum. Ég vil óska Reykvíkingum til hamingju með áfangan og um leið nota tækifærið og þakka starfsmönnum og stjórn Faxaflóahafna fyrir að gera þetta að veruleika. Höfundur er stjórnarformaður Faxaflóahafna og oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Skemmtiferðaskip á Íslandi Umhverfismál Hafnarmál Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Sjá meira
Það verða tímamót í dag í gömlu höfninni í Reykjavík við Faxagarð. Þá verður fyrsta skemmtiferðaskipið, Hurtigruten Expeditions, tengt við rafmagn í höfn en Faxaflóahafnir er ein af 2% hafna á heimsvísu með slíka tengingu. Með landtengingunni opnast einnig möguleiki á kolefnislosunarlausum heimsóknum skemmtiferðaskipa í Faxaflóa þegar um svokölluð hybrid skip er að ræða. Landtengingin í dag við skemmtiferðaskip Hurtigruten er skref í átt að því að landtengja öll skip við hafnir Faxaflóahafna. Einungis þau stærstu eftir Nú þegar eru fiskiskip landtengd við bryggju og í lok árs 2022 var tekin í notkun landtenging við stærstu gámaskip Eimskipa. Í dag tengjum við minnstu gerð skemmtiferðaskipa. Eftir að hafa byggt upp kerfi rafmagns landtenginga fyrir minni skip og báta er komið að því að Faxaflóahafnir ráðist á garðinn þar sem hann er hæstur og tengi allra stærstu skipin. Þetta verður krefjandi og kostnaðarsamt verkefni sem gert er ráð fyrir að ljúka á næstu þremur árum. Stærstu skemmtiferðaskipin munu þurfa rafmagn á við heilt þorp, og það er ekki einfalt mál að geta stungið þorpi í samband þegar á þarf að halda. Einnig þarf að hafa í huga að ekki hafa öll skip tæknina til að stinga í samband strax en þeim mun vonandi fjölga þegar tengingarnar verða komnar. Hvað hefur áunnist? Með landtengingum skipa hafa Faxaflóahafnir hafa unnið að að bættum loft- og hljóðgæðum í borginni enda eru öflugar landtengingar skipa í höfnum Reykjavíkur afar mikilvægur liður í loftslagsmarkmiðum Reykjavíkurborgar. Fyrir umhverfið er ávinningurinn er þríþættur. Í fyrsta lagi draga tengingar eins og þessi úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í öðru lagi draga þær úr útblæstri loftmengandi efna líkt og við höfum séð í bláum reyk norðan heiða og sunnan í sumar. Í þriðja lagi bæta þær hljóðvist, þegar olíuvélar eru ekki í gangi. Öll sem eitt Samtakamátt þarf til að verkefni af þessari stærðargráðu verði að veruleika. Fjöldi fyrirtækja og starfsfólk Faxaflóahafna hafa unnið að þessu markmiði sleitulaust undanfarin ár. Byggja þarf upp aðveitustöðvar í samvinnu við Veitur og miðla þarf orku til stærri landtenginga við Skarfabakka. Á meðan að skip Hurtigruten eru rúmlega fimmhundruð gestir, dveljast nokkur þúsund manns í stærri skemmtiferðaskipum, bæði farþegar og starfsfólk, sem njóta þar einnig fjölbreyttar þjónustu sem krefst orku. Að tengja stærri skemmtiferðaskipin við rafmagn er því á við að bæta meðal sjávarþorpi við kerfið, með nauðsynlegum háspennistöðvum og tengibúnaði. Það er ekki einfalt verkefni. Meira líf við Gömlu Höfnina Reykjavík hefur vaxið utan um Gömlu Höfnina á liðnum áratugum og því er þessi landtenging sérlega mikilvæg fyrir Reykjavíkurborg. Hér er um að ræða tímamóta verkerkefni á sviði loftslagsmála á Íslandi og þó víðar væri leitað þar sem unnið er að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og lofmengandi efna frá skemmtilferðaskipum. Ég vil óska Reykvíkingum til hamingju með áfangan og um leið nota tækifærið og þakka starfsmönnum og stjórn Faxaflóahafna fyrir að gera þetta að veruleika. Höfundur er stjórnarformaður Faxaflóahafna og oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun