Boða skyttur Hvals á skotæfingu á sjó Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. september 2023 16:27 Hvalveiðiandstæðingurinn Paul Watson birti þessa mynd á miðli sínum í gær. Þar sést skotið úr byssu hvalveiðiskips Hvals hf. í Hvalfirði. Myndin er sögð tekin í gær. Paul Watson Foundation Matvælastofnun hefur tjáð Hval hf. að hvalveiðiskipið Hvalur 8 megi fara aftur á veiðar að uppfylltum skilyrðum. Meðal þeirra eru þau að skotæfing fari fram á sjó til að sýna fram á hæfni skyttu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Þar segir að stofnunin hafi lokið rannsókn á frávikum við veiðar Hvals 8 og boðað afléttingu með skilyrðum. Það var þann 14. september sem Matvælastofnun stöðvaði tímabundið veiðar á Hval 8. Ástæðan var sú að 29 mínútur tók að aflífa hval sem Hvalur 8 veiddi þann 7. september, í fyrstu veiðiferð sinni. Skilyrðin sem Matvælastofnun setur eru eftirfarandi: Skotæfing á sjó þar sem sýnt er fram á hæfni skyttu. Uppfærsla á verklagsreglum þar sem tekið verður mið af athugasemdum beggja eftirlitsstofnanna, Matvælastofnunar og Fiskistofu. Breytingarnar verða að vera samþykktar af báðum eftirlitsstofnunum og kynntar á fullnægjandi hátt fyrir áhöfnum Hvals 8 og 9. Þessi skilyrði verði að vera uppfyllt áður en veiðar Hvals 8 geta hafist aftur. Matvælastofnun hefur enn til skoðunar hvort lagt verður á stjórnvaldssekt vegna þessa máls. Eins mun stofnunin áfram fylgjast með framkvæmd veiða og grípa til aðgerða ef önnur alvarleg frávik koma upp. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., sagði í ítarlegu viðtali við fréttastofu í dag að hann hefði enga hugmynd um hvenær Hvalur 8 fengi að fara aftur á veiðar. „Við veiddum þennan hval 7. september. Síðan erum við búnir að veiða sex hvali í viðbót, þá loksins senda þau okkur þetta bréf. Að þau væru að spá í að stoppa skipið. Við fengum nær engan andmælarétt. Voru nær heilan dag að koma þessari spólu til okkar. Eftir að hafa legið yfir þessu í viku að skoða þetta myndband. Þetta er algjörlega fráleit stjórnsýsla,“ segir Kristján. Hann segir alveg skýrt að bilun í spili á skipinu hafi gert það að verkum að ekki var hægt að aflífa hvalinn fyrr. Óhöpp geti alltaf gerst. Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Enginn sportveiðimaður og fullviss um stuðning Íslendinga Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða. 20. september 2023 15:02 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Þar segir að stofnunin hafi lokið rannsókn á frávikum við veiðar Hvals 8 og boðað afléttingu með skilyrðum. Það var þann 14. september sem Matvælastofnun stöðvaði tímabundið veiðar á Hval 8. Ástæðan var sú að 29 mínútur tók að aflífa hval sem Hvalur 8 veiddi þann 7. september, í fyrstu veiðiferð sinni. Skilyrðin sem Matvælastofnun setur eru eftirfarandi: Skotæfing á sjó þar sem sýnt er fram á hæfni skyttu. Uppfærsla á verklagsreglum þar sem tekið verður mið af athugasemdum beggja eftirlitsstofnanna, Matvælastofnunar og Fiskistofu. Breytingarnar verða að vera samþykktar af báðum eftirlitsstofnunum og kynntar á fullnægjandi hátt fyrir áhöfnum Hvals 8 og 9. Þessi skilyrði verði að vera uppfyllt áður en veiðar Hvals 8 geta hafist aftur. Matvælastofnun hefur enn til skoðunar hvort lagt verður á stjórnvaldssekt vegna þessa máls. Eins mun stofnunin áfram fylgjast með framkvæmd veiða og grípa til aðgerða ef önnur alvarleg frávik koma upp. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., sagði í ítarlegu viðtali við fréttastofu í dag að hann hefði enga hugmynd um hvenær Hvalur 8 fengi að fara aftur á veiðar. „Við veiddum þennan hval 7. september. Síðan erum við búnir að veiða sex hvali í viðbót, þá loksins senda þau okkur þetta bréf. Að þau væru að spá í að stoppa skipið. Við fengum nær engan andmælarétt. Voru nær heilan dag að koma þessari spólu til okkar. Eftir að hafa legið yfir þessu í viku að skoða þetta myndband. Þetta er algjörlega fráleit stjórnsýsla,“ segir Kristján. Hann segir alveg skýrt að bilun í spili á skipinu hafi gert það að verkum að ekki var hægt að aflífa hvalinn fyrr. Óhöpp geti alltaf gerst.
Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Enginn sportveiðimaður og fullviss um stuðning Íslendinga Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða. 20. september 2023 15:02 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Enginn sportveiðimaður og fullviss um stuðning Íslendinga Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða. 20. september 2023 15:02