Verstappen með yfirburði í Japan en heimsmeistaratitillinn þarf að bíða Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2023 11:30 Max Verstappen þarf að bíða aðeins með að fagna heimsmeistaratitlinum. Mark Thompson/Getty Images Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen virðist vera kominn aftur í sitt gamla form eftir erfiða helgi í Singapúr síðustu helgi. Hann þarf þó að bíða aðeins eftir sínum þriðja heimsmeistaratitli í röð. Red Bull-liðið tapaði sínum fyrsta kappakstri á tímabilinu í Formúlu 1 um síðustu helgi þegar Max Verstappen kom fimmti í mark og liðsfélagi hans, Sergio Perez, kláraði áttundi. Eftir að hafa ræst í ellefta og þrettánda sæti náðu Red Bull-mennirnir að vinna sig upp listann á þröngri brautinni í Singapúr, en það dugði ekki til og sigurgangan var á enda. Verstappen virðist þó vera búinn að finna sitt gamla form á ný ef marka má æfingarna fyrir japanska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Hollendingurinn var fljótastur í báðum æfingunum sem fram fóru í morgun og það með nokkrum yfirburðum. Verstappen var 0,626 sekúndum hraðari en Carlos Sainz á Ferrari á fyrri æfingu morgunsins og 0,320 sekúndum hraðari en hinn Ferrari-maðurinn, Charles Leclerc, á annarri æfingunni. Heimsmeistarinn er því í góðum málum fyrir tímatökuna á morgun og ætti að tryggja sér ráspól ef æfingarnar eru einhver fyrirboði fyrir morgundaginn. 🏁 FP2 CLASSIFICATION (60/60 MINS) 🏁A return to form for Max#JapaneseGP #F1 pic.twitter.com/trKMDOK2Et— Formula 1 (@F1) September 22, 2023 Þrátt fyrir þetta góða gengi á æfingum í dag er þó ljóst að Max Verstappen þarf að bíða með að fagna sínum þriðja heimsmeistaratitli í röð. Fyrir kappaksturinn í Singapúr var ljóst að Hollendingurinn átti möguleika á að tryggja sér titilinn í Japan, en niðurstaðan í Singapúr gerði það að verkum að bíða þarf með fagnaðarlætin. Verstappen getur í fyrsta lagi orðið heimsmeistari þegar Formúla 1 fer til Katar helgina 6.-8. október, en til að það gerist þarf hann að vera með að minnsta kosti 146 stiga forskot á næstu menn í heimsmeistarakeppni ökumanna þegar katarski kappaksturinn klárast. Hollendingurinn er nú með 151 stigs forskot á toppnum og því verður að teljast ansi líklegt að titlinum verði fagnað í Katar. Akstursíþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Red Bull-liðið tapaði sínum fyrsta kappakstri á tímabilinu í Formúlu 1 um síðustu helgi þegar Max Verstappen kom fimmti í mark og liðsfélagi hans, Sergio Perez, kláraði áttundi. Eftir að hafa ræst í ellefta og þrettánda sæti náðu Red Bull-mennirnir að vinna sig upp listann á þröngri brautinni í Singapúr, en það dugði ekki til og sigurgangan var á enda. Verstappen virðist þó vera búinn að finna sitt gamla form á ný ef marka má æfingarna fyrir japanska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Hollendingurinn var fljótastur í báðum æfingunum sem fram fóru í morgun og það með nokkrum yfirburðum. Verstappen var 0,626 sekúndum hraðari en Carlos Sainz á Ferrari á fyrri æfingu morgunsins og 0,320 sekúndum hraðari en hinn Ferrari-maðurinn, Charles Leclerc, á annarri æfingunni. Heimsmeistarinn er því í góðum málum fyrir tímatökuna á morgun og ætti að tryggja sér ráspól ef æfingarnar eru einhver fyrirboði fyrir morgundaginn. 🏁 FP2 CLASSIFICATION (60/60 MINS) 🏁A return to form for Max#JapaneseGP #F1 pic.twitter.com/trKMDOK2Et— Formula 1 (@F1) September 22, 2023 Þrátt fyrir þetta góða gengi á æfingum í dag er þó ljóst að Max Verstappen þarf að bíða með að fagna sínum þriðja heimsmeistaratitli í röð. Fyrir kappaksturinn í Singapúr var ljóst að Hollendingurinn átti möguleika á að tryggja sér titilinn í Japan, en niðurstaðan í Singapúr gerði það að verkum að bíða þarf með fagnaðarlætin. Verstappen getur í fyrsta lagi orðið heimsmeistari þegar Formúla 1 fer til Katar helgina 6.-8. október, en til að það gerist þarf hann að vera með að minnsta kosti 146 stiga forskot á næstu menn í heimsmeistarakeppni ökumanna þegar katarski kappaksturinn klárast. Hollendingurinn er nú með 151 stigs forskot á toppnum og því verður að teljast ansi líklegt að titlinum verði fagnað í Katar.
Akstursíþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira