Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2023 16:57 Joe Biden og Vólódímír Selenskí, forsetar Bandaríkjanna og Úkraínu. AP/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag að hann ætlaði að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi beðið um slíkar eldflaugar sem heita Army Tactical Missile System, eða ATACMS. Samkvæmt heimildarmönnum NBC News í Hvíta húsinu sagðist Biden ætla að senda tiltölulega fáar slíkar eldflaugar til Úkraínu en ekki liggur fyrir hvenær það verður gert. Úkraínumenn fengu Storm Shadow stýriflaugar frá Bretum og sambærilegar stýriflaugar sem heita SCLAP frá Frökkum fyrr á árinu. Þær geta borið um 450 kílóa sprengihleðslu eru sagðar drífa rúma 250 kílómetra. Þær hafa Úkraínumenn notað reglulega á Krímskaga að undanförnu og að virðist með góðum árangri. Í dag hæfði að minnsta kosti ein slík stýriflaug höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússlands í Sevastopol á Krímskaga. Stutt er síðan Úkraínumenn gerðu sambærilega árás þar sem eldflaugar hæfðu slipp nærri höfuðstöðvunum. Þar tókst Úkraínumönnum að granda herskipi og kafbát en það var í fyrsta sinn frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar sem Rússar misstu kafbát í átökum. ATACMS drífa allt að þrjú hundruð kílómetra en hægt er að skjóta þeim með HIMARS-vopnakerfum sem Bandaríkjamenn hafa fengið frá Bandaríkjamönnum og Bretum. Eina leiðin fyrir Úkraínumenn til að skjóta Storm Shadow er að nota orrustuþotur frá tímum Sovétríkjanna sem búið er að breyta svo þær geti borið stýriflaugarnar. Eins og áður segir hafa Úkraínumenn lengi beðið um ATACMS frá Bandaríkjamönnum en nýverið var sagt frá því að ráðamenn þar hefðu áhyggjur af því að tiltölulega fáar slíkar eldflaugar væru til í vopnabúrum Bandaríkjamanna. Lockheed Martin framleiðir um fimm hundruð ATACMS á ári en flestar þeirra eru þegar lofaðar öðrum bandamönnum Bandaríkjanna. Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Joe Biden Tengdar fréttir Þreyttir eftir harða bardaga: „Vinir okkar týna lífinu í skóginum, einn af öðrum“ Eftir þriggja mánaða baráttu tókst úkraínskum hermönnum að frelsa bæina Klistjívka og Andrjívka í austurhluta Úkraínu. Hermenn lýsa aðstæðum þar sem helvíti en þeim tókst að sigra Rússa og segjast hafa fellt og handsamað fjölmarga rússneska hermenn. 21. september 2023 16:01 Umfangsmiklar árásir á báða bóga Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. 21. september 2023 12:16 Pólverjar hætta vopnasendingum til Úkraínu Pólverjar hafa lýst því yfir að þeir séu hættir að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum í baráttu sinni við innrásarher Rússa. 21. september 2023 07:13 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segjast hafa rofið varnir Rússa við Bakhmut Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. 20. september 2023 09:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Sjá meira
Samkvæmt heimildarmönnum NBC News í Hvíta húsinu sagðist Biden ætla að senda tiltölulega fáar slíkar eldflaugar til Úkraínu en ekki liggur fyrir hvenær það verður gert. Úkraínumenn fengu Storm Shadow stýriflaugar frá Bretum og sambærilegar stýriflaugar sem heita SCLAP frá Frökkum fyrr á árinu. Þær geta borið um 450 kílóa sprengihleðslu eru sagðar drífa rúma 250 kílómetra. Þær hafa Úkraínumenn notað reglulega á Krímskaga að undanförnu og að virðist með góðum árangri. Í dag hæfði að minnsta kosti ein slík stýriflaug höfuðstöðvar Svartahafsflota Rússlands í Sevastopol á Krímskaga. Stutt er síðan Úkraínumenn gerðu sambærilega árás þar sem eldflaugar hæfðu slipp nærri höfuðstöðvunum. Þar tókst Úkraínumönnum að granda herskipi og kafbát en það var í fyrsta sinn frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar sem Rússar misstu kafbát í átökum. ATACMS drífa allt að þrjú hundruð kílómetra en hægt er að skjóta þeim með HIMARS-vopnakerfum sem Bandaríkjamenn hafa fengið frá Bandaríkjamönnum og Bretum. Eina leiðin fyrir Úkraínumenn til að skjóta Storm Shadow er að nota orrustuþotur frá tímum Sovétríkjanna sem búið er að breyta svo þær geti borið stýriflaugarnar. Eins og áður segir hafa Úkraínumenn lengi beðið um ATACMS frá Bandaríkjamönnum en nýverið var sagt frá því að ráðamenn þar hefðu áhyggjur af því að tiltölulega fáar slíkar eldflaugar væru til í vopnabúrum Bandaríkjamanna. Lockheed Martin framleiðir um fimm hundruð ATACMS á ári en flestar þeirra eru þegar lofaðar öðrum bandamönnum Bandaríkjanna.
Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Joe Biden Tengdar fréttir Þreyttir eftir harða bardaga: „Vinir okkar týna lífinu í skóginum, einn af öðrum“ Eftir þriggja mánaða baráttu tókst úkraínskum hermönnum að frelsa bæina Klistjívka og Andrjívka í austurhluta Úkraínu. Hermenn lýsa aðstæðum þar sem helvíti en þeim tókst að sigra Rússa og segjast hafa fellt og handsamað fjölmarga rússneska hermenn. 21. september 2023 16:01 Umfangsmiklar árásir á báða bóga Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. 21. september 2023 12:16 Pólverjar hætta vopnasendingum til Úkraínu Pólverjar hafa lýst því yfir að þeir séu hættir að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum í baráttu sinni við innrásarher Rússa. 21. september 2023 07:13 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segjast hafa rofið varnir Rússa við Bakhmut Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. 20. september 2023 09:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Sjá meira
Þreyttir eftir harða bardaga: „Vinir okkar týna lífinu í skóginum, einn af öðrum“ Eftir þriggja mánaða baráttu tókst úkraínskum hermönnum að frelsa bæina Klistjívka og Andrjívka í austurhluta Úkraínu. Hermenn lýsa aðstæðum þar sem helvíti en þeim tókst að sigra Rússa og segjast hafa fellt og handsamað fjölmarga rússneska hermenn. 21. september 2023 16:01
Umfangsmiklar árásir á báða bóga Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. 21. september 2023 12:16
Pólverjar hætta vopnasendingum til Úkraínu Pólverjar hafa lýst því yfir að þeir séu hættir að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum í baráttu sinni við innrásarher Rússa. 21. september 2023 07:13
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segjast hafa rofið varnir Rússa við Bakhmut Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. 20. september 2023 09:00