Vantar einhvern til að halda lífi í líkhúsinu Bjarki Sigurðsson skrifar 23. september 2023 08:00 Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir líkhúsið þurfa umsjónarmann. Snæfellsbær/Google Yfirvöld í Snæfellsbæ munu ekki ráðast í endurbætur á líkhúsi sveitarfélagsins fyrr en einhver finnst sem vill sjá um þjónustuna. Skorað hefur verið á sveitarfélagið að breyta afstöðu sinni. Í fundargerð bæjarstjórnar Snæfellsbæjar kemur fram að henni hafi borist bréf frá öldungaráði varðandi líkhús sveitarfélagsins. Húsið er staðsett við Hjarðartún í Ólafsvík, við hliðina á bókasafninu. Tónlistarskólinn er staðsettur vinstra megin í húsinu, bókasafnið hægra megin og svo er líkhúsið í húsinu sem líkist bílskúr lengst til hægri. „Bæjarstjórn telur að ekki sé forsvaranlegt að fara í fjárfrekar framkvæmdir við húsið á meðan ekki er fyrirséð hver, eða hverjir, munu koma til með að sjá um þá þjónustu sem þarf að veita þar. Bæjarstjórn bendir á að þessa þjónustu er hægt að sækja í Stykkishólm,“ segir í svari bæjarstjórnar við bréfinu. Í samtali við fréttastofu segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, að bréfið hafi borist þeim vegna þess að óskað var eftir því að veitt væri fjár til endurnýjunar á húsnæðinu en sveitarfélagið á húsnæðið þrátt fyrir að sóknarnefndirnar á svæðinu reki líkhúsið. Umsjónarmaður á leið burt Hins vegar er kominn upp sá vandi að sá aðili hjá sóknarnefndunum sem sá um líkhúsin er á leið úr Snæfellsbæ. Enn sem komið er er ekki búið að finna neinn til að taka við af honum. „Við viljum bara sjá að það ætli einhver að þjónusta þetta. Að það sé einhver fullvissa fyrir því að ef við förum í einhverjar framkvæmdir á húsinu, það kostar einhverjar milljónir. Viljum ekki að þegar við erum búin að laga það að það komi í ljós að enginn vilji sjá um þjónustuna. Þá var ekki sniðugt að fara í framkvæmdirnar,“ segir Kristinn. Viðkvæmt mál Enginn hefur lýst yfir áhuga sínum á að taka við rekstrinum og því er boltinn enn hjá sóknarnefndunum. „Á Vestfjörðum, þar sem ég er fæddur og uppalinn, var líkhús í hverri einustu byggð. En í dag er bara á Ísafirði. Þetta er bara breyting, þetta er viðkvæmt mál og ég geri mér alveg grein fyrir því að fólk vilji hafa þjónustuna í nærsamfélaginu en það verður að fara einhver til að þjónusta,“ segir Kristinn. Stígi enginn fram mun starfsemin að öllum líkindum leggjast niður. Þá þurfa íbúar sveitarfélagsins reiða sig á líkhúsið í Stykkishólmi. Trúmál Snæfellsbær Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Í fundargerð bæjarstjórnar Snæfellsbæjar kemur fram að henni hafi borist bréf frá öldungaráði varðandi líkhús sveitarfélagsins. Húsið er staðsett við Hjarðartún í Ólafsvík, við hliðina á bókasafninu. Tónlistarskólinn er staðsettur vinstra megin í húsinu, bókasafnið hægra megin og svo er líkhúsið í húsinu sem líkist bílskúr lengst til hægri. „Bæjarstjórn telur að ekki sé forsvaranlegt að fara í fjárfrekar framkvæmdir við húsið á meðan ekki er fyrirséð hver, eða hverjir, munu koma til með að sjá um þá þjónustu sem þarf að veita þar. Bæjarstjórn bendir á að þessa þjónustu er hægt að sækja í Stykkishólm,“ segir í svari bæjarstjórnar við bréfinu. Í samtali við fréttastofu segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, að bréfið hafi borist þeim vegna þess að óskað var eftir því að veitt væri fjár til endurnýjunar á húsnæðinu en sveitarfélagið á húsnæðið þrátt fyrir að sóknarnefndirnar á svæðinu reki líkhúsið. Umsjónarmaður á leið burt Hins vegar er kominn upp sá vandi að sá aðili hjá sóknarnefndunum sem sá um líkhúsin er á leið úr Snæfellsbæ. Enn sem komið er er ekki búið að finna neinn til að taka við af honum. „Við viljum bara sjá að það ætli einhver að þjónusta þetta. Að það sé einhver fullvissa fyrir því að ef við förum í einhverjar framkvæmdir á húsinu, það kostar einhverjar milljónir. Viljum ekki að þegar við erum búin að laga það að það komi í ljós að enginn vilji sjá um þjónustuna. Þá var ekki sniðugt að fara í framkvæmdirnar,“ segir Kristinn. Viðkvæmt mál Enginn hefur lýst yfir áhuga sínum á að taka við rekstrinum og því er boltinn enn hjá sóknarnefndunum. „Á Vestfjörðum, þar sem ég er fæddur og uppalinn, var líkhús í hverri einustu byggð. En í dag er bara á Ísafirði. Þetta er bara breyting, þetta er viðkvæmt mál og ég geri mér alveg grein fyrir því að fólk vilji hafa þjónustuna í nærsamfélaginu en það verður að fara einhver til að þjónusta,“ segir Kristinn. Stígi enginn fram mun starfsemin að öllum líkindum leggjast niður. Þá þurfa íbúar sveitarfélagsins reiða sig á líkhúsið í Stykkishólmi.
Trúmál Snæfellsbær Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira