„Geta notað gryfjuna við Árbæjarkirkju, hent okkur ofan í og mokað yfir“ Bjarki Sigurðsson skrifar 22. september 2023 20:01 Theódór Óskarsson segir það fráleitt ef loka eigi félagsheimilinu. Vísir/Einar Eldri borgarar í Árbænum eru uggandi yfir orðrómi um hugsanlega lokun félagsmiðstöðvar þeirra. Borgarfulltrúi minnihlutans segir fráleitt eigi þetta við rök að styðjast og kallar eftir betri upplýsingagjöf frá velferðarsviði. Fyrir helgi greindi Morgunblaðið frá neyðarkalli eldri borgara í Árbænum vegna þess sem þeir kalla „síendurteknar hótanir“ frá borginni um að loka eigi félagsmiðstöðinni við Hraunbæ 105. Daginn eftir svaraði leiðtogi öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg og sagði að ekki væri unnið að neinu slíku hjá öldrunarsviði. Engin áform væru um að breyta félagsmiðstöðinni í skrifstofuhúsnæði. Björn Gíslason, Árbæingur og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, frétti af áhyggjum eldri borgaranna og fundaði með þeim í fyrradag. Er hann skoðaði málið komst hann að því að starfshópur innan velferðarsviðs væri að skoða félagsmiðstöðvar borgarinnar heildrænt. Mögulega ætti að breyta miðstöðinni í Árbæ í samfélagsmiðstöð. Björn Gíslason er Árbæingur og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Einar Samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur hópurinn það hlutverk að kortleggja húsakynni og starfsemi félagsmiðstöðva borgarinnar. Á hópurinn að skoða hvort þau henti sem samfélagshús og koma jafnframt með tillögur um framtíðarnýtingu húsnæðis sem nú er nýtt undir félagsstarf. Björn segir starfshópinn valda ugg meðal þeirra sem mæta í félagsmiðstöðina. „Fólkið var kvíðið, það verður bara að segja eins og er. Þetta er mikið mál fyrir íbúana því við viljum að fólk sé sem lengst heima, þá er nauðsynlegt að hafa aðgang að svona félagsmiðstöð eins og her í Hraunbæ 105. Þetta er mikið lýðheilsumál. Þannig þetta er algjörlega fráleit hugmynd, ef þessi sparnaðaráform eiga að vera þannig að það eigi að fara loka eða sameina einhverjar frístundamiðstöðvar, það er ekki inni í myndinni í mínum huga. Þetta er sá flokkur sem síst á að spara í, við viljum að fólk sé sem lengst heima,“ segir Björn. Prjónaklúbbur hittist vikulega í félagsheimilinu.Vísir/Einar Hann segir íbúa þurfa að fá meiri upplýsingar frá borginni svo það lifi ekki í þessum ótta. Theódór Óskarsson er einn Árbæinga sem sækir miðstöðina í gríð og erg. Hann býr í Hraunbæ 103, blokk sem er samtengd félagsmiðstöðinni en meðalaldurinn í húsinu er 84 ár. Hann óttast að Árbæingum verði gert að ferðast í Grafarvog til þess að komast í félagsmiðstöð. „Þið getið rétt ímyndað ykkur hvort menn með göngugrindur, hækjur og hjólastóla. Fara að sækja þetta í Grafarvog. Það fer enginn. Þeir geta notað gryfjuna við Árbæjarkirkju og hent okkur þar ofan í og mokað yfir,“ segir Theódór. Eldri borgarar Reykjavík Félagsmál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Fyrir helgi greindi Morgunblaðið frá neyðarkalli eldri borgara í Árbænum vegna þess sem þeir kalla „síendurteknar hótanir“ frá borginni um að loka eigi félagsmiðstöðinni við Hraunbæ 105. Daginn eftir svaraði leiðtogi öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg og sagði að ekki væri unnið að neinu slíku hjá öldrunarsviði. Engin áform væru um að breyta félagsmiðstöðinni í skrifstofuhúsnæði. Björn Gíslason, Árbæingur og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, frétti af áhyggjum eldri borgaranna og fundaði með þeim í fyrradag. Er hann skoðaði málið komst hann að því að starfshópur innan velferðarsviðs væri að skoða félagsmiðstöðvar borgarinnar heildrænt. Mögulega ætti að breyta miðstöðinni í Árbæ í samfélagsmiðstöð. Björn Gíslason er Árbæingur og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Einar Samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur hópurinn það hlutverk að kortleggja húsakynni og starfsemi félagsmiðstöðva borgarinnar. Á hópurinn að skoða hvort þau henti sem samfélagshús og koma jafnframt með tillögur um framtíðarnýtingu húsnæðis sem nú er nýtt undir félagsstarf. Björn segir starfshópinn valda ugg meðal þeirra sem mæta í félagsmiðstöðina. „Fólkið var kvíðið, það verður bara að segja eins og er. Þetta er mikið mál fyrir íbúana því við viljum að fólk sé sem lengst heima, þá er nauðsynlegt að hafa aðgang að svona félagsmiðstöð eins og her í Hraunbæ 105. Þetta er mikið lýðheilsumál. Þannig þetta er algjörlega fráleit hugmynd, ef þessi sparnaðaráform eiga að vera þannig að það eigi að fara loka eða sameina einhverjar frístundamiðstöðvar, það er ekki inni í myndinni í mínum huga. Þetta er sá flokkur sem síst á að spara í, við viljum að fólk sé sem lengst heima,“ segir Björn. Prjónaklúbbur hittist vikulega í félagsheimilinu.Vísir/Einar Hann segir íbúa þurfa að fá meiri upplýsingar frá borginni svo það lifi ekki í þessum ótta. Theódór Óskarsson er einn Árbæinga sem sækir miðstöðina í gríð og erg. Hann býr í Hraunbæ 103, blokk sem er samtengd félagsmiðstöðinni en meðalaldurinn í húsinu er 84 ár. Hann óttast að Árbæingum verði gert að ferðast í Grafarvog til þess að komast í félagsmiðstöð. „Þið getið rétt ímyndað ykkur hvort menn með göngugrindur, hækjur og hjólastóla. Fara að sækja þetta í Grafarvog. Það fer enginn. Þeir geta notað gryfjuna við Árbæjarkirkju og hent okkur þar ofan í og mokað yfir,“ segir Theódór.
Eldri borgarar Reykjavík Félagsmál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira