Forsætisráðherra biður Selenskí að „móðga Pólverja aldrei framar“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. september 2023 16:51 Mateusz Morawiecki forsætisráðherra var alls ekki sáttur með ummæli Úkraínuforseta. Getty/Vogel Forsætisráðherra Póllands biður Volódímír Selenskí Úkraínuforseta um að móðga Pólland aldrei framar. Forsætisráðherrann tók gagnrýni Selenskís óstinnt upp á dögunum. Pólverjar hyggjast hætta að senda vopn til Úkraínu. Pólland hefur hingað til verið meðal helstu bandamanna Úkraínu síðan innrás Rússa hófst. Deila um innflutning á korni hefur magnast undanfarið og deila vinaþjóðirnar nú hart hvor á aðra. Pólverjar lýstu því yfir í vikunni að þeir myndu hætta að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum og þá var sendiherra Úkraínu kallaður á teppið í Póllandi vegna orða sem Selenskí Úkraínuforseti lét falla hjá Sameinuðu þjóðunum. Það eru einmitt þessi orð Selenskí sem urðu kveikjan að pirringi Mateuszar Morawiecki, forsætisráðherra Póllands. Volódímír Selenskí sagði að sumar þjóðir hefðu bara verið að þykjast í samstöðu sinni með Úkraínu. Pólsk stjórnvöld tóku þetta afar óstinnt upp og sögðust hafa staðið þétt við bakið á Úkraínu allt frá byrjun. Morawiecki lýsti því svo yfir á fimmtudag að vopnasendingar yrðu stöðvaðar. „Ég vil biðja Selenskí um að móðga Pólverja aldrei framar, eins og hann gerði í ræðu sinni hjá Sameinuðu þjóðunum. Pólska þjóðin mun aldrei leyfa þessu að viðgangast. Það er ekki bara hluti af starfi mínu og skyldu að vernda heiður þjóðarinnar. Það er mikilvægasta verkefni pólsku ríkisstjórnarinnar,“ sagði Morawiecki á fjöldafundi í gær, samkvæmt CNN. Á myndinni eru félagarnir á meðan allt lék í lyndi: Volódímír Selenskí forseti Úkraínu og Mateusz Morawiecki forsætisráðherra Póllands.Getty/Marques Andrzej Duda, forseti Póllands, dró aðeins úr orðum forsætisráðherrans um vopnasendingarnar og sagði hann aðeins hafa átt við að nýrri vopn yrðu ekki send til Úkraínu. Það er, að keypt yrðu vopn fyrir pólska herinn en eldri varningur gæti mögulega farið til Úkraínumanna. Deilan um kornið snýst í stuttu máli um að Evrópusambandið hafði bannað frjálsan innflutning á korni til fimm landa í grennd við Úkraínu, til þess að vernda innlenda framleiðslu. Því banni hefur nú verið aflétt en Ungverjar, Slóvakar og Pólverjar hafa ákveðið að halda banninu áfram fyrir sitt leyti. Þetta hefur hleypt illu blóði í Úkraínumenn sem hafa kært ákvörðunina til Alþjóðavipskiptastofnunarinnar. Pólland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Vill taka neitunarvaldið af Rússum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. 20. september 2023 16:59 „Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 20. september 2023 07:45 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Sjá meira
Pólland hefur hingað til verið meðal helstu bandamanna Úkraínu síðan innrás Rússa hófst. Deila um innflutning á korni hefur magnast undanfarið og deila vinaþjóðirnar nú hart hvor á aðra. Pólverjar lýstu því yfir í vikunni að þeir myndu hætta að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum og þá var sendiherra Úkraínu kallaður á teppið í Póllandi vegna orða sem Selenskí Úkraínuforseti lét falla hjá Sameinuðu þjóðunum. Það eru einmitt þessi orð Selenskí sem urðu kveikjan að pirringi Mateuszar Morawiecki, forsætisráðherra Póllands. Volódímír Selenskí sagði að sumar þjóðir hefðu bara verið að þykjast í samstöðu sinni með Úkraínu. Pólsk stjórnvöld tóku þetta afar óstinnt upp og sögðust hafa staðið þétt við bakið á Úkraínu allt frá byrjun. Morawiecki lýsti því svo yfir á fimmtudag að vopnasendingar yrðu stöðvaðar. „Ég vil biðja Selenskí um að móðga Pólverja aldrei framar, eins og hann gerði í ræðu sinni hjá Sameinuðu þjóðunum. Pólska þjóðin mun aldrei leyfa þessu að viðgangast. Það er ekki bara hluti af starfi mínu og skyldu að vernda heiður þjóðarinnar. Það er mikilvægasta verkefni pólsku ríkisstjórnarinnar,“ sagði Morawiecki á fjöldafundi í gær, samkvæmt CNN. Á myndinni eru félagarnir á meðan allt lék í lyndi: Volódímír Selenskí forseti Úkraínu og Mateusz Morawiecki forsætisráðherra Póllands.Getty/Marques Andrzej Duda, forseti Póllands, dró aðeins úr orðum forsætisráðherrans um vopnasendingarnar og sagði hann aðeins hafa átt við að nýrri vopn yrðu ekki send til Úkraínu. Það er, að keypt yrðu vopn fyrir pólska herinn en eldri varningur gæti mögulega farið til Úkraínumanna. Deilan um kornið snýst í stuttu máli um að Evrópusambandið hafði bannað frjálsan innflutning á korni til fimm landa í grennd við Úkraínu, til þess að vernda innlenda framleiðslu. Því banni hefur nú verið aflétt en Ungverjar, Slóvakar og Pólverjar hafa ákveðið að halda banninu áfram fyrir sitt leyti. Þetta hefur hleypt illu blóði í Úkraínumenn sem hafa kært ákvörðunina til Alþjóðavipskiptastofnunarinnar.
Pólland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Vill taka neitunarvaldið af Rússum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. 20. september 2023 16:59 „Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 20. september 2023 07:45 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Sjá meira
Vill taka neitunarvaldið af Rússum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. 20. september 2023 16:59
„Illsku er ekki treystandi“ Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 20. september 2023 07:45
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna