Unga fólkið gegn 32 ríkjum vegna loftslagsmála tekið fyrir hjá MDE Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2023 10:50 Unga fólkið var mætt í dómsal í morgun. AP/Jean-Francois Badias Ellefu ára stúlka frá Portúgal er meðal sex ungmenna sem hafa höfðað mál gegn 32 ríkjum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Ungmennin segja ríkin hafa brotið gegn mannréttindum sínum með því að grípa ekki til aðgerða gegn loftslagsvánni. Mariana Agostinho var viðstödd þegar málið var tekið fyrir í dag, ásamt 86 lögmönnum ríkjanna 32. Ungmennin eru á aldrinum 11 til 24 ára og ákváðu að grípa til sinnar ráða eftir að 66 létust í miklum gróðureldum í Leira í Portúgal árið 2017. Unga fólkið segir aðgerðir umræddra ríkja til að stemma stigu við hlýnun jarðar ekki duga til og að þannig hafi þau brotið gegn mannréttindum fólks; rétti þeirra til lífs, rétti þeirra til að sæta ekki ómannlegri eða niðurlægjandi meðferð og réttinum til einka- og fjölskyldulífs, svo eitthvað sé nefnt. Grand Chamber hearing Duarte in the case Agostinho and Others v. Portugal and 32 Othershttps://t.co/Y3UHo8qSU2#ECHR #CEDH #ECHRpress pic.twitter.com/re8IQbVRq5— ECHR CEDH (@ECHR_CEDH) September 27, 2023 „Þetta mál varðar unga fólkið,“ segir lögmaðurinn Alison Macdonald. „Þetta snýst um fólkið sem er gjalda fyrir það að ríkjum er að mistakast að takast á við loftslagsvandann. Þetta snýst um þann skaða sem þau munu hljóta af ef ríkin axla ekki ábyrgð.“ Umrædd ríki ákváðu að sameinast um svör en Sudhanshu Swaroop, lögmaður Bretlands, sagði ríkin full meðvituð um alvarleika glímunnar við loftslagsbreytingar. Með því að fara með málið beint til mannréttindadómstólsins hefðu dómstólar ríkjanna hins vegar ekki fengið að segja sitt. Það lægi í hlutarins eðli að kröfurnar sem fælust í málssókn ungmennana myndu hafa verulegar samfélagslegar og efnahagslegar afleiðingar í för með sér fyrir ríkin en þau væru ekki endilega sammála í afstöðu sinni né hefði verið fjallað um málið á þjóðþingum þeirra. Parísarsamkomulagið væri þegar í gildi um aðgerðir ríkjanna í loftslagsmálum og að aðrar kvaðir myndu grafa undan þeim sáttmála. Macdonald sagði viðbrögð ríkjanna hins vegar jafngilda því að málið væri hreinlega of stórt, of flókið, of alþjóðlegt og að dómstóllinn ætti að líta í hina áttina. Það væri rangt að málið ætti ekki heima hjá dómstólnum; unga fólkið horfði fram á óbærilegan hita í framtíðinni ef ekkert yrði að gert. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Loftslagsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Börn og uppeldi Dómsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeista í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Mariana Agostinho var viðstödd þegar málið var tekið fyrir í dag, ásamt 86 lögmönnum ríkjanna 32. Ungmennin eru á aldrinum 11 til 24 ára og ákváðu að grípa til sinnar ráða eftir að 66 létust í miklum gróðureldum í Leira í Portúgal árið 2017. Unga fólkið segir aðgerðir umræddra ríkja til að stemma stigu við hlýnun jarðar ekki duga til og að þannig hafi þau brotið gegn mannréttindum fólks; rétti þeirra til lífs, rétti þeirra til að sæta ekki ómannlegri eða niðurlægjandi meðferð og réttinum til einka- og fjölskyldulífs, svo eitthvað sé nefnt. Grand Chamber hearing Duarte in the case Agostinho and Others v. Portugal and 32 Othershttps://t.co/Y3UHo8qSU2#ECHR #CEDH #ECHRpress pic.twitter.com/re8IQbVRq5— ECHR CEDH (@ECHR_CEDH) September 27, 2023 „Þetta mál varðar unga fólkið,“ segir lögmaðurinn Alison Macdonald. „Þetta snýst um fólkið sem er gjalda fyrir það að ríkjum er að mistakast að takast á við loftslagsvandann. Þetta snýst um þann skaða sem þau munu hljóta af ef ríkin axla ekki ábyrgð.“ Umrædd ríki ákváðu að sameinast um svör en Sudhanshu Swaroop, lögmaður Bretlands, sagði ríkin full meðvituð um alvarleika glímunnar við loftslagsbreytingar. Með því að fara með málið beint til mannréttindadómstólsins hefðu dómstólar ríkjanna hins vegar ekki fengið að segja sitt. Það lægi í hlutarins eðli að kröfurnar sem fælust í málssókn ungmennana myndu hafa verulegar samfélagslegar og efnahagslegar afleiðingar í för með sér fyrir ríkin en þau væru ekki endilega sammála í afstöðu sinni né hefði verið fjallað um málið á þjóðþingum þeirra. Parísarsamkomulagið væri þegar í gildi um aðgerðir ríkjanna í loftslagsmálum og að aðrar kvaðir myndu grafa undan þeim sáttmála. Macdonald sagði viðbrögð ríkjanna hins vegar jafngilda því að málið væri hreinlega of stórt, of flókið, of alþjóðlegt og að dómstóllinn ætti að líta í hina áttina. Það væri rangt að málið ætti ekki heima hjá dómstólnum; unga fólkið horfði fram á óbærilegan hita í framtíðinni ef ekkert yrði að gert. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Loftslagsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Börn og uppeldi Dómsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeista í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira