„Vantaði bara eitthvað smá upp á til að ná í sigurinn hér í kvöld“ Siggeir Ævarsson skrifar 27. september 2023 21:50 Rúnar Ingi var svekktur með að hafa ekki stolið sigrinum í kvöld. Vísir/Snædís Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var nokkuð brattur eftir 80-83 tap gegn erkifjendunum úr Keflavík í Subway-deild kvenna. Njarðvík var í dauðafæri til að stela sigrinum í lokin. „Þetta var bara frábær körfuboltaleikur heilt yfir. Ég segi bara til hamingju með að tímabilið sé byrjað! Þegar Jana kastaði honum hérna upp þegar það voru tólf sekúndur eftir var ég byrjaður að fagna sko. Hún var stórkostleg hér í allt kvöld og þetta hefði bara verið til að toppa það. Hún hefði bara átt það skilið að setja hann, að mínu mati, mér fannst hún svo góð. En boltinn vildi ekki ofan í.“ Rúnari fannst hans lið hafa haft góð tök á leiknum, þrátt fyrir að hafa verið að elta Keflavík í stigaskori nánast allan leikinn. „Mér fannst við vera nokkurn veginn við stjórnvölin mjög lengi vel í seinni hálfleik. Mér fannst við vera að reyna að framkvæmda það sem við vildum. Það komu aðeins fleiri tapaðir boltar sem skrifast kannski bara á þreytu.“ Litlu hlutirnir dýrkeyptir „En fyrir utan klaufleg mistök þar sem við erum að missa þær bakdyramegin í sama kerfinu þrisvar fjórum sinnum og lausa bolta sem skoppa fyrir þær, fyrir utan þau sniðskot þá er ég hrikalega ánægður með varnarleikinn og það vantaði bara eitthvað smá upp á til að ná í sigurinn hér í kvöld.“ Hin danska Emilie Sofie Hesseldal bar sóknarleik Njarðvíkinga á herðum sér í kvöld og var hársbreidd frá þrefaldri tvennu. 31 stig frá henni, níu fráköst og níu stolnir boltar. Rúnar sagði að hún ætti þó töluvert inni enn. „Hún er náttúrulega bara frábær leikmaður og það vita það allir sem sáu hana spila með Skallagrím fyrir þremur árum síðan. Magnaður leikmaður og gerir alla góða í kringum sig. Er með níu stolna bolta. Hún er að gefa stoðsendingar og taka aftur fyrir bak og hún er miðherji. Hún lítur vel út og á eftir að verða betri. Er kannski ekki komin í sitt besta hlaupaform og það var farið að draga af henni. En við þurftum svolítið að leita að henni í dag.“ Njarðvíkingar eru með marga unga leikmenn í sínum röðum, en hin 15 ára Hulda Agnarsdóttir spilaði rúmar 20 mínútur í kvöld og stóð vel fyrir sínu. „Svo ertu með t.d. 2008 módel, Hulda Agnarsdóttir, sem kemur hér inn á í sínum fyrsta leik í beinni á Stöð 2 Sport og fullt hús. Auðvitað einhver smá byrjendamistök hér og þar en hún var stórkostleg líka. Þó okkur vanti eitthvað þá erum við með mjög flottan hóp af góðum stelpum sem eru hungraðar í að fá að spila og sýna sig. Ég er bara ekkert stressaður núna eftir þennan leik. Ég er bara ótrúlega stoltur af „effortinu“ og viljanum í mínu liði.“ Hin bandaríska Tynice Martin lék ekki með Njarðvík í kvöld en hún hefur ekki enn fengið leikheimild. Sá orðrómur kvissaðist út í kvöld að hún myndi einfaldlega ekki fá leikheimild úr þessu og væri á leiðinni heim á næstu dögum. Rúnar sagði að það væru nýjar fréttir fyrir hann. „Ef að það væri klárt væri hún örugglega bara farin heim. Við erum bara að reyna að græja það sem þarf að græja. En við stjórnum víst ekki skrifstofustörfum, sérstaklega ekki vestanhafs. Það er kannski flöskuhálsinn akkúrat í dag. Við þurfum bara að sjá hvaða svör við fáum og hvernig landið liggur þar og þá getum við tekið ákvörðun. Þannig að það er ekkert orðið kýrskýrt ennþá.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Sjá meira
„Þetta var bara frábær körfuboltaleikur heilt yfir. Ég segi bara til hamingju með að tímabilið sé byrjað! Þegar Jana kastaði honum hérna upp þegar það voru tólf sekúndur eftir var ég byrjaður að fagna sko. Hún var stórkostleg hér í allt kvöld og þetta hefði bara verið til að toppa það. Hún hefði bara átt það skilið að setja hann, að mínu mati, mér fannst hún svo góð. En boltinn vildi ekki ofan í.“ Rúnari fannst hans lið hafa haft góð tök á leiknum, þrátt fyrir að hafa verið að elta Keflavík í stigaskori nánast allan leikinn. „Mér fannst við vera nokkurn veginn við stjórnvölin mjög lengi vel í seinni hálfleik. Mér fannst við vera að reyna að framkvæmda það sem við vildum. Það komu aðeins fleiri tapaðir boltar sem skrifast kannski bara á þreytu.“ Litlu hlutirnir dýrkeyptir „En fyrir utan klaufleg mistök þar sem við erum að missa þær bakdyramegin í sama kerfinu þrisvar fjórum sinnum og lausa bolta sem skoppa fyrir þær, fyrir utan þau sniðskot þá er ég hrikalega ánægður með varnarleikinn og það vantaði bara eitthvað smá upp á til að ná í sigurinn hér í kvöld.“ Hin danska Emilie Sofie Hesseldal bar sóknarleik Njarðvíkinga á herðum sér í kvöld og var hársbreidd frá þrefaldri tvennu. 31 stig frá henni, níu fráköst og níu stolnir boltar. Rúnar sagði að hún ætti þó töluvert inni enn. „Hún er náttúrulega bara frábær leikmaður og það vita það allir sem sáu hana spila með Skallagrím fyrir þremur árum síðan. Magnaður leikmaður og gerir alla góða í kringum sig. Er með níu stolna bolta. Hún er að gefa stoðsendingar og taka aftur fyrir bak og hún er miðherji. Hún lítur vel út og á eftir að verða betri. Er kannski ekki komin í sitt besta hlaupaform og það var farið að draga af henni. En við þurftum svolítið að leita að henni í dag.“ Njarðvíkingar eru með marga unga leikmenn í sínum röðum, en hin 15 ára Hulda Agnarsdóttir spilaði rúmar 20 mínútur í kvöld og stóð vel fyrir sínu. „Svo ertu með t.d. 2008 módel, Hulda Agnarsdóttir, sem kemur hér inn á í sínum fyrsta leik í beinni á Stöð 2 Sport og fullt hús. Auðvitað einhver smá byrjendamistök hér og þar en hún var stórkostleg líka. Þó okkur vanti eitthvað þá erum við með mjög flottan hóp af góðum stelpum sem eru hungraðar í að fá að spila og sýna sig. Ég er bara ekkert stressaður núna eftir þennan leik. Ég er bara ótrúlega stoltur af „effortinu“ og viljanum í mínu liði.“ Hin bandaríska Tynice Martin lék ekki með Njarðvík í kvöld en hún hefur ekki enn fengið leikheimild. Sá orðrómur kvissaðist út í kvöld að hún myndi einfaldlega ekki fá leikheimild úr þessu og væri á leiðinni heim á næstu dögum. Rúnar sagði að það væru nýjar fréttir fyrir hann. „Ef að það væri klárt væri hún örugglega bara farin heim. Við erum bara að reyna að græja það sem þarf að græja. En við stjórnum víst ekki skrifstofustörfum, sérstaklega ekki vestanhafs. Það er kannski flöskuhálsinn akkúrat í dag. Við þurfum bara að sjá hvaða svör við fáum og hvernig landið liggur þar og þá getum við tekið ákvörðun. Þannig að það er ekkert orðið kýrskýrt ennþá.“
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Sjá meira