Segja stóran hluta kláms sýna refsivert ofbeldi gegn konum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. september 2023 07:14 Ráðið vill lagabreytingar til að hægt verði að sækja framleiðendur klámsins til saka. Getty Jafnréttisráð Frakklands segir allt að 90 prósent alls kláms á netinu sýna andlegt, líkamlegt og/eða kynferðislegt ofbeldi gegn konum. Þá er það í mörgum tilvikum svo alvarlegt að hægt væri að sækja menn til saka fyrir það samkvæmt frönskum lögum. Jafnréttisráðið skilaði skýrslu til stjórnvalda í gær þar sem hvatt er til þess að lögum verði breytt þannig að hægt verði að höfða mál gegn framleiðendum ofbeldisfulls kláms og til að greiða fyrir því að auðveldara verði að taka út efni til að vernda þá sem brotið hefur verið gegn. Ráðið fékk til sín fjölda viðmælenda og fór yfir fjölda myndskeiða á stærstu klámsíðum heimsins. Í skýrslunni segir að í milljónum myndskeiða væri gert lítið úr konum; þær niðurlægðar, komið fram við þær á ómanneskjulegan hátt, ráðist á þær, þær pyntaðar og beittar meðferð sem gangi bæði gegn mannlegri reisn og frönskum lögum. „Konurnar eru raunverulegar, kynlífið og ofbeldið er raunverulegt, og þjáning þeirra oft fullkomlega sjáanleg en á sama tíma gerð erótísk,“ segir í skýrslunni. Það væri mat ríkissaksóknara að mikið af ofbeldinu bryti gegn frönskum lögum. Höfundar skýrslunnar segja verulegan hluta klámefnisins jafngilda pyntingum og að ekki sé hægt að bera við samþykki eða samkomulagi, þar sem manneskja getur ekki fallist á að sæta pyntingum, kynferðislegri misnotkun eða mansali. Ráðið segir umrædd myndskeið hreinlega ólögleg og refsiverð. Þá eru yfirvöld gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi og fyrir að hafa gefið undan lobbýisma klámiðnaðarins á grundvelli tjáningarfrelsisins. Ríkið þurfi að láta af þeim ávana að horfa undan og vera í afneitun en sú tilhneiging hafi orðið til þess að klámiðnaðurinn hafi fengið að starfa eftirlitslaus. Samkvæmt könnunum neytir 51 prósent 12 ára franskra drengja kláms í hverjum mánuði og skýrsluhöfundar segja áhorf á ofbeldisfullt klám ýta undir svokallaðan „nauðgunarkúltúr“. Aðgerðasinnar hafa bent á að í mörgum tilvikum sé um að ræða konur á eða rétt yfir barnsaldri. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Frakkland Klám Stafrænt ofbeldi Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Jafnréttisráðið skilaði skýrslu til stjórnvalda í gær þar sem hvatt er til þess að lögum verði breytt þannig að hægt verði að höfða mál gegn framleiðendum ofbeldisfulls kláms og til að greiða fyrir því að auðveldara verði að taka út efni til að vernda þá sem brotið hefur verið gegn. Ráðið fékk til sín fjölda viðmælenda og fór yfir fjölda myndskeiða á stærstu klámsíðum heimsins. Í skýrslunni segir að í milljónum myndskeiða væri gert lítið úr konum; þær niðurlægðar, komið fram við þær á ómanneskjulegan hátt, ráðist á þær, þær pyntaðar og beittar meðferð sem gangi bæði gegn mannlegri reisn og frönskum lögum. „Konurnar eru raunverulegar, kynlífið og ofbeldið er raunverulegt, og þjáning þeirra oft fullkomlega sjáanleg en á sama tíma gerð erótísk,“ segir í skýrslunni. Það væri mat ríkissaksóknara að mikið af ofbeldinu bryti gegn frönskum lögum. Höfundar skýrslunnar segja verulegan hluta klámefnisins jafngilda pyntingum og að ekki sé hægt að bera við samþykki eða samkomulagi, þar sem manneskja getur ekki fallist á að sæta pyntingum, kynferðislegri misnotkun eða mansali. Ráðið segir umrædd myndskeið hreinlega ólögleg og refsiverð. Þá eru yfirvöld gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi og fyrir að hafa gefið undan lobbýisma klámiðnaðarins á grundvelli tjáningarfrelsisins. Ríkið þurfi að láta af þeim ávana að horfa undan og vera í afneitun en sú tilhneiging hafi orðið til þess að klámiðnaðurinn hafi fengið að starfa eftirlitslaus. Samkvæmt könnunum neytir 51 prósent 12 ára franskra drengja kláms í hverjum mánuði og skýrsluhöfundar segja áhorf á ofbeldisfullt klám ýta undir svokallaðan „nauðgunarkúltúr“. Aðgerðasinnar hafa bent á að í mörgum tilvikum sé um að ræða konur á eða rétt yfir barnsaldri. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Frakkland Klám Stafrænt ofbeldi Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“