Fyrirbyggjum áreitni og ofbeldi innan ferðaþjónustunnar Bryndís Skarphéðinsdóttir, Margrét Wendt og Ólína Laxdal skrifa 28. september 2023 10:01 Það hefur sýnt sig að áreitni og ofbeldi á vinnustað geta haft veruleg áhrif á heilsu og vellíðan starfsfólks. Þolendur geta meðal annars upplifað streitu, þunglyndi, lágt sjálfsmat og minni starfsánægju. Allt getur þetta leitt til aukinnar fjarveru, ýtt undir starfsmannaveltu, og skapað neikvæðan starfsanda. Samkvæmt rannsókn frá síðasta ári eru konur á opinberum vettvangi, í ferðaþjónustutengdum störfum (öðrum en veitingageiranum), og í löggæslu og öryggisþjónustu í mestri hættu á að verða fyrir kynferðislegri áreitni og ofbeldi í vinnunni. Edda Björk Þórðardóttir, lektor við HÍ, bendir á að „konur sem vinna á slíkum stöðum eru líklegri til þess að vera einar að störfum með mögulegum gerendum og því engin vitni að áreitninni eða ofbeldinu. Að þessu þarf að huga þegar öryggi á vinnustöðum er til skoðunar“. Stjórnendur í ferðaþjónustu þurfa að takast á við margvíslegar aðstæður á vinnustöðum þar sem brýnt er að hafa stefnu og viðbragðsáætlun til staðar til að skapa umhverfi sem setur velferð starfsfólks í forgang. Einnig er lagaleg skylda að atvinnurekendur geri skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði fyrir starfsfólk. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar vill auðvelda stjórnendum að innleiða slíka áætlun og hefur því tekið saman gagnlegt fræðsluefni sem er aðgengilegt öllum á hæfni.is. Jafnframt bjóða Hæfnisetrið og Samtök ferðaþjónustunnar til rafræns fundar 3. október n.k. þar sem fjallað verður um samskipti og líðan á vinnustað, með áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni. Fundinum verður streymt frá Facebook síðu Hæfnisetursins. Ferðaþjónustan hefur tekist á við margar áskoranir síðustu ár en er að ná sínum fyrri styrk þar sem rými myndast til að huga að gæðamálum, fræðslu og forvörnum til að tryggja jákvætt og öruggt vinnuumhverfi innan ferðaþjónustunnar. Höfundar eru starfsfólk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það hefur sýnt sig að áreitni og ofbeldi á vinnustað geta haft veruleg áhrif á heilsu og vellíðan starfsfólks. Þolendur geta meðal annars upplifað streitu, þunglyndi, lágt sjálfsmat og minni starfsánægju. Allt getur þetta leitt til aukinnar fjarveru, ýtt undir starfsmannaveltu, og skapað neikvæðan starfsanda. Samkvæmt rannsókn frá síðasta ári eru konur á opinberum vettvangi, í ferðaþjónustutengdum störfum (öðrum en veitingageiranum), og í löggæslu og öryggisþjónustu í mestri hættu á að verða fyrir kynferðislegri áreitni og ofbeldi í vinnunni. Edda Björk Þórðardóttir, lektor við HÍ, bendir á að „konur sem vinna á slíkum stöðum eru líklegri til þess að vera einar að störfum með mögulegum gerendum og því engin vitni að áreitninni eða ofbeldinu. Að þessu þarf að huga þegar öryggi á vinnustöðum er til skoðunar“. Stjórnendur í ferðaþjónustu þurfa að takast á við margvíslegar aðstæður á vinnustöðum þar sem brýnt er að hafa stefnu og viðbragðsáætlun til staðar til að skapa umhverfi sem setur velferð starfsfólks í forgang. Einnig er lagaleg skylda að atvinnurekendur geri skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði fyrir starfsfólk. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar vill auðvelda stjórnendum að innleiða slíka áætlun og hefur því tekið saman gagnlegt fræðsluefni sem er aðgengilegt öllum á hæfni.is. Jafnframt bjóða Hæfnisetrið og Samtök ferðaþjónustunnar til rafræns fundar 3. október n.k. þar sem fjallað verður um samskipti og líðan á vinnustað, með áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni. Fundinum verður streymt frá Facebook síðu Hæfnisetursins. Ferðaþjónustan hefur tekist á við margar áskoranir síðustu ár en er að ná sínum fyrri styrk þar sem rými myndast til að huga að gæðamálum, fræðslu og forvörnum til að tryggja jákvætt og öruggt vinnuumhverfi innan ferðaþjónustunnar. Höfundar eru starfsfólk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun