Börnin virðist ekki vita hvað „grænmetisæta“ þýðir Bjarki Sigurðsson skrifar 28. september 2023 20:35 Gréta Jakobsdóttir er lektor í menntavísindum við Háskóla Íslands. Vísir/Steingrímur Dúi Tuttugu prósent nemenda í sjötta bekk grunnskóla segjast vera grænmetisætur. Einungis lítill hluti þeirra borðar í raun og veru ekkert kjöt og virðast ungmenni almennt ekki þekkja skilgreiningar þess að vera grænmetisæta. Niðurstöður könnunar um matarumhverfi grunnskólabarna verður kynnt á Menntakviku Háskóla Íslands á morgun. Tóku tæplega tvö þúsund börn þátt í könnuninni sem beint var til nemenda í 6., 8. og 10. bekk. Niðurstöðurnar sýna að um tuttugu prósent barna í sjötta bekk segjast vera grænmetisætur. Fer þeim fjölda fækkandi er börnin eldast og segjast þrettán prósent nemenda í áttunda bekk vera grænmetisætur. Fer talan svo niður í tíu prósent í tíunda bekk. Í könnuninni voru nemendur einnig spurðir hversu oft þeir borðuðu kjöt í viku. Þó nokkur fjöldi þeirra sem segjast vera grænmetisætur borðar kjöt nokkrum sinnum í viku. Því virðist vera að börn í grunnskóla séu með mismunandi skilgreiningu á því hvað sé að vera grænmetisæta. Gréta Jakobsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, sem sá um rannsóknina segir það til að mynda ekki standast skoðun að fimmtungur sjöttu bekkinga séu grænmetisætur. „Þá getum maður spurt, eru börn í 6. bekk, vita þau hvað þetta orð þýðir. Það sem maður getur kannski túlkað að ég borða grænmeti, en ég borða rosalega margt annað líka. Grænmetisæta getur þýtt rosalega mismunandi fyrir fólk. Er það að ég borða ekki kjöt, ég borða ekki fisk. Kannski er það pínu loðið fyrir suma hvað það þýðir,“ segir Gréta. Flestir telja að sá sem aldrei borðar kjöt eða fisk sé grænmætisæta. Gæti verið að þeir sem fá sér kjöt örfáum sinnum vilji flokka sig sem grænmetisætur. „Þess vegna verður maður að fara hóflega í að túlka niðurstöðurnar rosalega hart. Velta því frekar fyrir sér hvernig börnin túlka spurningar í spurningalistum og hvernig þau túlka orðin,“ segir Gréta. Þannig þetta þýðir ekkert endilega að fimmtungur barna í sjötta bekk séu grænmetisætur? „Nei, kannski frekar bara að þau borði grænmeti,“ segir Gréta. Matur Börn og uppeldi Grunnskólar Háskólar Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Niðurstöður könnunar um matarumhverfi grunnskólabarna verður kynnt á Menntakviku Háskóla Íslands á morgun. Tóku tæplega tvö þúsund börn þátt í könnuninni sem beint var til nemenda í 6., 8. og 10. bekk. Niðurstöðurnar sýna að um tuttugu prósent barna í sjötta bekk segjast vera grænmetisætur. Fer þeim fjölda fækkandi er börnin eldast og segjast þrettán prósent nemenda í áttunda bekk vera grænmetisætur. Fer talan svo niður í tíu prósent í tíunda bekk. Í könnuninni voru nemendur einnig spurðir hversu oft þeir borðuðu kjöt í viku. Þó nokkur fjöldi þeirra sem segjast vera grænmetisætur borðar kjöt nokkrum sinnum í viku. Því virðist vera að börn í grunnskóla séu með mismunandi skilgreiningu á því hvað sé að vera grænmetisæta. Gréta Jakobsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, sem sá um rannsóknina segir það til að mynda ekki standast skoðun að fimmtungur sjöttu bekkinga séu grænmetisætur. „Þá getum maður spurt, eru börn í 6. bekk, vita þau hvað þetta orð þýðir. Það sem maður getur kannski túlkað að ég borða grænmeti, en ég borða rosalega margt annað líka. Grænmetisæta getur þýtt rosalega mismunandi fyrir fólk. Er það að ég borða ekki kjöt, ég borða ekki fisk. Kannski er það pínu loðið fyrir suma hvað það þýðir,“ segir Gréta. Flestir telja að sá sem aldrei borðar kjöt eða fisk sé grænmætisæta. Gæti verið að þeir sem fá sér kjöt örfáum sinnum vilji flokka sig sem grænmetisætur. „Þess vegna verður maður að fara hóflega í að túlka niðurstöðurnar rosalega hart. Velta því frekar fyrir sér hvernig börnin túlka spurningar í spurningalistum og hvernig þau túlka orðin,“ segir Gréta. Þannig þetta þýðir ekkert endilega að fimmtungur barna í sjötta bekk séu grænmetisætur? „Nei, kannski frekar bara að þau borði grænmeti,“ segir Gréta.
Matur Börn og uppeldi Grunnskólar Háskólar Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira