Kokkinum sem lét ferskmetið standa hafnað í þriðju tilraun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. september 2023 22:31 Maðurinn fær ekki að skjóta máli sínu til Hæstaréttar. Getty/Per Winbladh Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni yfirkokks á hóteli á Norðvesturlandi sem hafði krafist þess að fá laun á uppsagnarfresti, orlof, orlofsuppbót og desemberuppbót eftir að hafa verið rekinn úr starfi. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að hótelinu hefði verið heimilt að reka manninn. Hann hefði brotið alvarlega gegn starfsskyldum sínum vegna umgengni sinnar við matvæli, hreinlæti í eldhúsi og framkomu hans við samstarfsmenn. Auk þess taldist sannað að maðurinn hefði ekki notað stimpilklukku vinnustaðarins og viðhaft rangar tímaskráningar. Haft er eftir heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, sem fór í eftirlitsferð á hótelið, að það hafi verið næstversta eftirlitsheimsóknin sem hann fór í á sínum tuttugu ára ferli. Enn fremur lýsti fyrrverandi yfirþjónn því að ferskmeti hefði verið látið standa við stofuhita á borði í eldhúsi matreiðslumannsins og sagði hann það hafa verið að fara að líta illa út. Aðstoðarhótelstjóri sagði matreiðslumanninn svo ítrekað hafa öskrað á starfsfólk í eldhúsi þannig að gestir heyrðu til hans frammi í sal, jafnvel þó þar væri spiluð tónlist. Matreiðslumaðurinn sagði í málskotsbeiðni sinni til Hæstaréttar að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og sakarefni þess fordæmisgildi á almennum vinnumarkaði. Ennfremur að dómur Landsréttar hafi bersýnilega verið rangur. Hæstiréttur hafnaði beiðininni og sagði hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að dómur Landsréttar bersýnilega rangur. Dómsmál Hótel á Íslandi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að hótelinu hefði verið heimilt að reka manninn. Hann hefði brotið alvarlega gegn starfsskyldum sínum vegna umgengni sinnar við matvæli, hreinlæti í eldhúsi og framkomu hans við samstarfsmenn. Auk þess taldist sannað að maðurinn hefði ekki notað stimpilklukku vinnustaðarins og viðhaft rangar tímaskráningar. Haft er eftir heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, sem fór í eftirlitsferð á hótelið, að það hafi verið næstversta eftirlitsheimsóknin sem hann fór í á sínum tuttugu ára ferli. Enn fremur lýsti fyrrverandi yfirþjónn því að ferskmeti hefði verið látið standa við stofuhita á borði í eldhúsi matreiðslumannsins og sagði hann það hafa verið að fara að líta illa út. Aðstoðarhótelstjóri sagði matreiðslumanninn svo ítrekað hafa öskrað á starfsfólk í eldhúsi þannig að gestir heyrðu til hans frammi í sal, jafnvel þó þar væri spiluð tónlist. Matreiðslumaðurinn sagði í málskotsbeiðni sinni til Hæstaréttar að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og sakarefni þess fordæmisgildi á almennum vinnumarkaði. Ennfremur að dómur Landsréttar hafi bersýnilega verið rangur. Hæstiréttur hafnaði beiðininni og sagði hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að dómur Landsréttar bersýnilega rangur.
Dómsmál Hótel á Íslandi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira