Ofbeldi á vinnustöðum Jón Snorrason skrifar 1. október 2023 12:00 Íslenskar og erlendar rannsóknir undanfarin ár virðast benda til þess að ofbeldi gagnvart starfsfólki á ýmsum vinnustöðum sé að aukast. Ofbeldi gagnvart starfsfólki er oftast framið af viðskiptavinum eða þjónustuþegum vinnustaðarins eða samstarfsfólki þess. Flestar rannsóknir um ofbeldi á vinnustöðum hafa verið gerðar á heilbrigðisstofnunum og á hjúkrunarfræðingum og starfsfólki í umönnun. Starfsfólk heilbrigðisstofnana er í hópi þeirra starfsstétta sem verður oftast fyrir ofbeldi við störf sín þar sem dauði hlýst ekki af. Ofbeldi á vinnustað á sér þó stað víðar en á heilbrigðisstofnunum. Ofbeldi á vinnustað er hægt að flokka í þrjá flokka: Líkamlegt ofbeldi: Starfsfólk verður fyrir líkamlegri snertingu gegn sínum vilja sem getur valdið líkamlegum og/eða sálrænum skaða. Hér er átt við atriði eins og þegar starfsfólk er slegið, gripið eða sparkað er í það eða hrækt á það. Munnlegt ofbeldi: Starfsfólk upplifir að veist sé að því sem manneskju og fagmanneskju með hinu talaða orði og það niðurlægt. Dæmi um þessa gerð ofbeldis er þegar talað er niður til starfsfólks, öskrað er á það eða því hótað. Kynferðilegt ofbeldi: Starfsfólk upplifir að líkamleg snerting, ummæli, ávarp eða enn aðrar athafnir séu af kynferðislegum toga og gegn vilja þess. Má hér nefna atriði eins og að kynfæri eða brjóst starfsfólks eru snert, eitthvað er sagt við starfsfólk sem hefur kynferðislega merkingu o.s.frv. Fræðimenn, sem rannsakað og skrifað hafa um efnið, eru almennt sammála um að þegar leitað er orsaka á ofbeldi á vinnustað verði að líta á málið frá sem flestum hliðum. Þá er aðallega átt við hvort eitthvað í skipulagi stofnunar, húsakynnum hennar eða vinnulagi geti skapað jarðveg fyrir ofbeldi, hvort þættir hjá starfsfólki eigi hlut að máli, hvort eitthvað í fari viðskiptavinarins eða þjónustuþegans stuðli að því að hann sýni ofbeldi og að lokum hvort samskipti viðskiptavinarins og starfsfólks séu þess eðlis að ofbeldi sprettur upp. Allar rannsóknir sýna að ofbeldi á vinnustað getur haft alvarlegar líkamlegar og sálrænar afleiðingar fyrir þann sem verður fyrir ofbeldi. Þar má nefna kvíða, þunglyndi, svefntruflanir, aukna notkun ávanabindandi efna og kulnun, svo eitthvað sé nefnt. Þessi vandamál geta svo haft neikvæð áhrif á fjölskyldur viðkomandi aðila. Í sumum tilvikum ákveður fólk að láta flytja sig til á vinnustaðnum eða skiptir um vinnustað. Margir vinnustaðir hafa þróað vinnulag til að fyrirbyggja og bregðast við ofbeldi gagnvart starfsfólki sínu. Í mörgum tilvikum er um sömu atriði að ræða en mismunandi vinnustaðir þurfa ólíka nálgun á viðfangsefninu. Rannsóknir hafa sýnt að starfsfólk, sem fær fræðslu eða þjálfun í því hvernig eigi að bregðast við í spennuaðstæðum eins og þegar viðskiptavinur sýnir ofbeldi eða gerir sig líklegan til að gera það, finnst það vera öruggara í slíkum aðstæðum. Starfsfólk á öllum vinnustöðum á rétt á að það verði ekki fyrir ofbeldi og vinnuveitendum ber að tryggja því öryggi við vinnu sína. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur MSc. Hann hefur gert rannsóknir um ofbeldi á heibrigðisstofnunum, skrifað um efnið og haldið fjölda námskeiða á ótal vinnustöðum um ofbeldi og fyrirbyggjandi aðgerðir og viðbrögð við því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Íslenskar og erlendar rannsóknir undanfarin ár virðast benda til þess að ofbeldi gagnvart starfsfólki á ýmsum vinnustöðum sé að aukast. Ofbeldi gagnvart starfsfólki er oftast framið af viðskiptavinum eða þjónustuþegum vinnustaðarins eða samstarfsfólki þess. Flestar rannsóknir um ofbeldi á vinnustöðum hafa verið gerðar á heilbrigðisstofnunum og á hjúkrunarfræðingum og starfsfólki í umönnun. Starfsfólk heilbrigðisstofnana er í hópi þeirra starfsstétta sem verður oftast fyrir ofbeldi við störf sín þar sem dauði hlýst ekki af. Ofbeldi á vinnustað á sér þó stað víðar en á heilbrigðisstofnunum. Ofbeldi á vinnustað er hægt að flokka í þrjá flokka: Líkamlegt ofbeldi: Starfsfólk verður fyrir líkamlegri snertingu gegn sínum vilja sem getur valdið líkamlegum og/eða sálrænum skaða. Hér er átt við atriði eins og þegar starfsfólk er slegið, gripið eða sparkað er í það eða hrækt á það. Munnlegt ofbeldi: Starfsfólk upplifir að veist sé að því sem manneskju og fagmanneskju með hinu talaða orði og það niðurlægt. Dæmi um þessa gerð ofbeldis er þegar talað er niður til starfsfólks, öskrað er á það eða því hótað. Kynferðilegt ofbeldi: Starfsfólk upplifir að líkamleg snerting, ummæli, ávarp eða enn aðrar athafnir séu af kynferðislegum toga og gegn vilja þess. Má hér nefna atriði eins og að kynfæri eða brjóst starfsfólks eru snert, eitthvað er sagt við starfsfólk sem hefur kynferðislega merkingu o.s.frv. Fræðimenn, sem rannsakað og skrifað hafa um efnið, eru almennt sammála um að þegar leitað er orsaka á ofbeldi á vinnustað verði að líta á málið frá sem flestum hliðum. Þá er aðallega átt við hvort eitthvað í skipulagi stofnunar, húsakynnum hennar eða vinnulagi geti skapað jarðveg fyrir ofbeldi, hvort þættir hjá starfsfólki eigi hlut að máli, hvort eitthvað í fari viðskiptavinarins eða þjónustuþegans stuðli að því að hann sýni ofbeldi og að lokum hvort samskipti viðskiptavinarins og starfsfólks séu þess eðlis að ofbeldi sprettur upp. Allar rannsóknir sýna að ofbeldi á vinnustað getur haft alvarlegar líkamlegar og sálrænar afleiðingar fyrir þann sem verður fyrir ofbeldi. Þar má nefna kvíða, þunglyndi, svefntruflanir, aukna notkun ávanabindandi efna og kulnun, svo eitthvað sé nefnt. Þessi vandamál geta svo haft neikvæð áhrif á fjölskyldur viðkomandi aðila. Í sumum tilvikum ákveður fólk að láta flytja sig til á vinnustaðnum eða skiptir um vinnustað. Margir vinnustaðir hafa þróað vinnulag til að fyrirbyggja og bregðast við ofbeldi gagnvart starfsfólki sínu. Í mörgum tilvikum er um sömu atriði að ræða en mismunandi vinnustaðir þurfa ólíka nálgun á viðfangsefninu. Rannsóknir hafa sýnt að starfsfólk, sem fær fræðslu eða þjálfun í því hvernig eigi að bregðast við í spennuaðstæðum eins og þegar viðskiptavinur sýnir ofbeldi eða gerir sig líklegan til að gera það, finnst það vera öruggara í slíkum aðstæðum. Starfsfólk á öllum vinnustöðum á rétt á að það verði ekki fyrir ofbeldi og vinnuveitendum ber að tryggja því öryggi við vinnu sína. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur MSc. Hann hefur gert rannsóknir um ofbeldi á heibrigðisstofnunum, skrifað um efnið og haldið fjölda námskeiða á ótal vinnustöðum um ofbeldi og fyrirbyggjandi aðgerðir og viðbrögð við því.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun