Nýtt 200 manna hverfi verður byggt í Flóahreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. október 2023 20:05 Atli Lilliendahl við skiltið þar sem sjá má hvernig lóðunum í nýja hverfinu verður raðað upp. Magnús Hlynur Hreiðarsson Framkvæmdir eru nú að hefjast við nýja tvö hundruð manna íbúabyggð í Flóahreppi með 65 íbúðalóðum þar sem hver lóð er um einn hektari að stærð. Sveitarstjóri Flóahrepps segir verkefnið mjög spennandi fyrir lítið sveitarfélag. Boðað var til athafnar í vikunni þar sem nýja hverfið var kynnt fyrir sveitarstjórn og öðru fólki en nýja hverfið mun rísa á landi sem á uppruna sinn úr landi Skálmholts í Flóahreppi og Kílhrauns í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Nýja hverfið, sem nefnist Huldu og Maríu Hólar telur um 50 lóðir og mun ásamt Krækishólum, sem eru í lokaferli Skipulagsstofnunar með 15 lóðir, verða langstærsti þéttbýliskjarni Flóahrepps í náinni framtíð með 65 íbúðarhúsalóðir og yfir 200 íbúa. Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps óskar hér Atla til hamingju með framkvæmdirnar, sem eru að fara af stað í nýja hverfinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er búið að vera hérna í skipulagsferli í þrjú ár og nú erum við komin á endastöð og nú er hægt að fara að selja og þá kemur bara í ljós hvort ég er í ruglinu eða ekki að gera eitthvað, sem á rétt á sér,” segir Atli Lilliendahl, hlæjandi en hann er í forsvari fyrir verkefninu. „Ég hef í mörg ár séð að byggð myndi færast frá þéttbýlinu og út í sveitirnar, þannig að þetta er bara verkefni, sem ég hef trúað á í mörg ár,” bætir Atli við. Sveitarstjóra Flóahrepps líst mjög vel á nýju byggðina „Við erum lítið sveitarfélag með rétt um 700 íbúum og hér er verið að skipuleggja og tilbúið skipulag fyrir að verða 65 lóðir, 50 tilbúnar núna og 15 munu bætast við. Það getur kallað á íbúafjölgun um allt að 200 manns, sem er bara töluvert fyrir okkar sveitarfélag og þess vegna segi ég að þetta séu töluverð tímamót,” segir Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri. Atli var leystur út með gjöfum frá Flóahreppi, allt eitthvað matarkyns úr sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fasteignasalinn, Snorri Sigurfinnsson, sem mun sjá um sölu lóðanna er nú þegar búin að panta sér lóð í nýja hverfinu. „Ég ætla sjálfur að byggja mér hús hérna og það er væntanlega til marks um áhugann og trúna, sem ég hef á þessu svæði,” segir Snorri. Snorri Sigurfinnsson, fasteignasali, sem er búin að tryggja sér eina lóð á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Húsnæðismál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Boðað var til athafnar í vikunni þar sem nýja hverfið var kynnt fyrir sveitarstjórn og öðru fólki en nýja hverfið mun rísa á landi sem á uppruna sinn úr landi Skálmholts í Flóahreppi og Kílhrauns í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Nýja hverfið, sem nefnist Huldu og Maríu Hólar telur um 50 lóðir og mun ásamt Krækishólum, sem eru í lokaferli Skipulagsstofnunar með 15 lóðir, verða langstærsti þéttbýliskjarni Flóahrepps í náinni framtíð með 65 íbúðarhúsalóðir og yfir 200 íbúa. Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps óskar hér Atla til hamingju með framkvæmdirnar, sem eru að fara af stað í nýja hverfinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er búið að vera hérna í skipulagsferli í þrjú ár og nú erum við komin á endastöð og nú er hægt að fara að selja og þá kemur bara í ljós hvort ég er í ruglinu eða ekki að gera eitthvað, sem á rétt á sér,” segir Atli Lilliendahl, hlæjandi en hann er í forsvari fyrir verkefninu. „Ég hef í mörg ár séð að byggð myndi færast frá þéttbýlinu og út í sveitirnar, þannig að þetta er bara verkefni, sem ég hef trúað á í mörg ár,” bætir Atli við. Sveitarstjóra Flóahrepps líst mjög vel á nýju byggðina „Við erum lítið sveitarfélag með rétt um 700 íbúum og hér er verið að skipuleggja og tilbúið skipulag fyrir að verða 65 lóðir, 50 tilbúnar núna og 15 munu bætast við. Það getur kallað á íbúafjölgun um allt að 200 manns, sem er bara töluvert fyrir okkar sveitarfélag og þess vegna segi ég að þetta séu töluverð tímamót,” segir Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri. Atli var leystur út með gjöfum frá Flóahreppi, allt eitthvað matarkyns úr sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fasteignasalinn, Snorri Sigurfinnsson, sem mun sjá um sölu lóðanna er nú þegar búin að panta sér lóð í nýja hverfinu. „Ég ætla sjálfur að byggja mér hús hérna og það er væntanlega til marks um áhugann og trúna, sem ég hef á þessu svæði,” segir Snorri. Snorri Sigurfinnsson, fasteignasali, sem er búin að tryggja sér eina lóð á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Húsnæðismál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira