Nýtt 200 manna hverfi verður byggt í Flóahreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. október 2023 20:05 Atli Lilliendahl við skiltið þar sem sjá má hvernig lóðunum í nýja hverfinu verður raðað upp. Magnús Hlynur Hreiðarsson Framkvæmdir eru nú að hefjast við nýja tvö hundruð manna íbúabyggð í Flóahreppi með 65 íbúðalóðum þar sem hver lóð er um einn hektari að stærð. Sveitarstjóri Flóahrepps segir verkefnið mjög spennandi fyrir lítið sveitarfélag. Boðað var til athafnar í vikunni þar sem nýja hverfið var kynnt fyrir sveitarstjórn og öðru fólki en nýja hverfið mun rísa á landi sem á uppruna sinn úr landi Skálmholts í Flóahreppi og Kílhrauns í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Nýja hverfið, sem nefnist Huldu og Maríu Hólar telur um 50 lóðir og mun ásamt Krækishólum, sem eru í lokaferli Skipulagsstofnunar með 15 lóðir, verða langstærsti þéttbýliskjarni Flóahrepps í náinni framtíð með 65 íbúðarhúsalóðir og yfir 200 íbúa. Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps óskar hér Atla til hamingju með framkvæmdirnar, sem eru að fara af stað í nýja hverfinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er búið að vera hérna í skipulagsferli í þrjú ár og nú erum við komin á endastöð og nú er hægt að fara að selja og þá kemur bara í ljós hvort ég er í ruglinu eða ekki að gera eitthvað, sem á rétt á sér,” segir Atli Lilliendahl, hlæjandi en hann er í forsvari fyrir verkefninu. „Ég hef í mörg ár séð að byggð myndi færast frá þéttbýlinu og út í sveitirnar, þannig að þetta er bara verkefni, sem ég hef trúað á í mörg ár,” bætir Atli við. Sveitarstjóra Flóahrepps líst mjög vel á nýju byggðina „Við erum lítið sveitarfélag með rétt um 700 íbúum og hér er verið að skipuleggja og tilbúið skipulag fyrir að verða 65 lóðir, 50 tilbúnar núna og 15 munu bætast við. Það getur kallað á íbúafjölgun um allt að 200 manns, sem er bara töluvert fyrir okkar sveitarfélag og þess vegna segi ég að þetta séu töluverð tímamót,” segir Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri. Atli var leystur út með gjöfum frá Flóahreppi, allt eitthvað matarkyns úr sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fasteignasalinn, Snorri Sigurfinnsson, sem mun sjá um sölu lóðanna er nú þegar búin að panta sér lóð í nýja hverfinu. „Ég ætla sjálfur að byggja mér hús hérna og það er væntanlega til marks um áhugann og trúna, sem ég hef á þessu svæði,” segir Snorri. Snorri Sigurfinnsson, fasteignasali, sem er búin að tryggja sér eina lóð á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Húsnæðismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Boðað var til athafnar í vikunni þar sem nýja hverfið var kynnt fyrir sveitarstjórn og öðru fólki en nýja hverfið mun rísa á landi sem á uppruna sinn úr landi Skálmholts í Flóahreppi og Kílhrauns í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Nýja hverfið, sem nefnist Huldu og Maríu Hólar telur um 50 lóðir og mun ásamt Krækishólum, sem eru í lokaferli Skipulagsstofnunar með 15 lóðir, verða langstærsti þéttbýliskjarni Flóahrepps í náinni framtíð með 65 íbúðarhúsalóðir og yfir 200 íbúa. Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps óskar hér Atla til hamingju með framkvæmdirnar, sem eru að fara af stað í nýja hverfinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er búið að vera hérna í skipulagsferli í þrjú ár og nú erum við komin á endastöð og nú er hægt að fara að selja og þá kemur bara í ljós hvort ég er í ruglinu eða ekki að gera eitthvað, sem á rétt á sér,” segir Atli Lilliendahl, hlæjandi en hann er í forsvari fyrir verkefninu. „Ég hef í mörg ár séð að byggð myndi færast frá þéttbýlinu og út í sveitirnar, þannig að þetta er bara verkefni, sem ég hef trúað á í mörg ár,” bætir Atli við. Sveitarstjóra Flóahrepps líst mjög vel á nýju byggðina „Við erum lítið sveitarfélag með rétt um 700 íbúum og hér er verið að skipuleggja og tilbúið skipulag fyrir að verða 65 lóðir, 50 tilbúnar núna og 15 munu bætast við. Það getur kallað á íbúafjölgun um allt að 200 manns, sem er bara töluvert fyrir okkar sveitarfélag og þess vegna segi ég að þetta séu töluverð tímamót,” segir Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri. Atli var leystur út með gjöfum frá Flóahreppi, allt eitthvað matarkyns úr sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fasteignasalinn, Snorri Sigurfinnsson, sem mun sjá um sölu lóðanna er nú þegar búin að panta sér lóð í nýja hverfinu. „Ég ætla sjálfur að byggja mér hús hérna og það er væntanlega til marks um áhugann og trúna, sem ég hef á þessu svæði,” segir Snorri. Snorri Sigurfinnsson, fasteignasali, sem er búin að tryggja sér eina lóð á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Húsnæðismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira