Ömurlegt að þurfa að ræða kynfæri sín til að stoppa slúðursögur Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. október 2023 11:46 Veiga Grétarsdóttir fann sig knúna til að stíga fram og leiðrétta sögusagnir sem hafa gengið fjöllunum hærra undanfarna daga. Bítið/Reykjavíkurborg Trans kona segir ömurlegt að þurfa að stíga fram og ræða kynfæri sín til að stoppa slúðursögur. Rætin saga um að grunnskólastúlkum í skólasundi hafi verið brugðið vegna karlmanns í sturtuklefanum, sé lygasaga byggð á hatri. Í síðustu viku greindi Fréttin.is frá því að níu ára stúlkur í Rimaskóla hafi mætt nöktum karlmanni í sturtuklefa í Grafarvogslaug þegar þær voru í skólasundi. Á síðunni segir að stúlkunum hafi verið afar brugðið og að einstaklingurinn sem um ræðir hafi verið karlmaður sem skilgreinir sig sem konu. Í kjölfarið fór af stað hávær umræða og í gær sá trans konan Veiga Grétarsdóttir Sulebust sig knúna til að stíga fram til að leiðrétta það sem hún segir vera lygasögu byggða á hatri. Leið eins og sirkusdýri Veiga er umrædd kona í Grafarvogslaug og í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði hún frá raunverulegri atburðarrás. Hún segist reglulega fara í sund í Grafarvogslaug og í umrætt skipti hafði hún tekið eftir stúlku sem gjóaði á hana augum og glotti. „Hún fór svo út og kom til baka með vinkona sína. Hún glottir aftur en vinkonan er leitandi, leitar að einhverjum sem á að vera eitthvað öðruvísi. Ég tek eftir þessu. Þær fara bakvið, koma svo til baka, horfa báðar á mig og glotta og hlæja. Fara út, koma svo fjórar til baka, standa fyrir framan mig og glotta og hlæja.“ Mér leið bara eins og ég væri sirkusdýr í klefanum. „Það var bara verið að gera grín af mér og hlæja að mér, sem er ekkert þægilegt.“ Ræddi við móður einnar stúlkunnar Þegar Fréttin.is hafði birt misvísandi grein um málið og sögusagnir orðið háværar ákvað Veiga að stíga fram til að leiðrétta rangfærslurnar. Í gær birtist viðtal við hana á Heimildinni sem fékk töluverða athygli. Í kjölfarið segist hún hafa fengið fjöldan allan af skilaboðum, þar á meðal frá móður einnar stúlkunnar. Í kjölfarið hafi hún hringt í hana og þær talað saman í um tuttugu mínútur. „Hún sagði mér alla söguna, hvernig þetta var frá þeirra bæjardyrum séð. Stelpurnar voru miður sin yfir þessu, sáu eftir þessu, og það var ekkert af foreldrunum sem kom þessari sögu af stað. Heldur var að önnur kona sem a systur í þessum skóla sem frétti af þessu og hatar víst trans fólk. Hún byrjar víst á því að skrifa um þetta á einhverri síðu sem heitir stoppum klámvæðingu fyrir börn.“ Atvikið átti sér stað í Grafarvogslaug í síðustu viku.Reykjavíkurborg Þannig hafi sagan, sem sé algjör tilbúningur, farið á flug. Veiga segir ömurlegt hvernig staðan í samfélaginu sé í dag. „Að ég þurfi að koma fram og tala um kynfærin á mér til að stoppa slúðursögur. Það eina sem við trans fólkið viljum er að fá að vera partur af samfélaginu og fá að taka þátt í samfélaginu.“ Veiga fer mjög reglulega í sund en hefur aldrei lent í álíka atviki. Þegar hún réri hringinn í kringum Ísland árið 2019 segist hún hafa farið í allar sundlaugar sem hún komst í á landinu. „Ég hitti sjómenn, bændur og spjallaði við fólk í pottinum. Aldrei upplifði ég nokkurn skapaðan hlut. Þetta er bara núna síðustu mánuðina eftir að ákveðin samtök voru stofnuð, þá koma svona mikið af gróusögum og kjaftasögum, og já bara hatri gagnvart fólki eins og mér.“ Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Veigu í heild sinni. Hinsegin Mannréttindi Sundlaugar Bítið Málefni trans fólks Tengdar fréttir Segist ekki upplifa fordóma í sundi: Fólk horfi en það sé saklaus forvitni „Ég er búin að fara í margar sundlaugar á Íslandi og ég hef ekki upplifað neina fordóma,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í Bítinu á Bylgunni í morgun. „Ég hef alveg upplifað að fólk horfir, það er ekki það, en ekki fordóma.“ 14. apríl 2021 11:27 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Í síðustu viku greindi Fréttin.is frá því að níu ára stúlkur í Rimaskóla hafi mætt nöktum karlmanni í sturtuklefa í Grafarvogslaug þegar þær voru í skólasundi. Á síðunni segir að stúlkunum hafi verið afar brugðið og að einstaklingurinn sem um ræðir hafi verið karlmaður sem skilgreinir sig sem konu. Í kjölfarið fór af stað hávær umræða og í gær sá trans konan Veiga Grétarsdóttir Sulebust sig knúna til að stíga fram til að leiðrétta það sem hún segir vera lygasögu byggða á hatri. Leið eins og sirkusdýri Veiga er umrædd kona í Grafarvogslaug og í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði hún frá raunverulegri atburðarrás. Hún segist reglulega fara í sund í Grafarvogslaug og í umrætt skipti hafði hún tekið eftir stúlku sem gjóaði á hana augum og glotti. „Hún fór svo út og kom til baka með vinkona sína. Hún glottir aftur en vinkonan er leitandi, leitar að einhverjum sem á að vera eitthvað öðruvísi. Ég tek eftir þessu. Þær fara bakvið, koma svo til baka, horfa báðar á mig og glotta og hlæja. Fara út, koma svo fjórar til baka, standa fyrir framan mig og glotta og hlæja.“ Mér leið bara eins og ég væri sirkusdýr í klefanum. „Það var bara verið að gera grín af mér og hlæja að mér, sem er ekkert þægilegt.“ Ræddi við móður einnar stúlkunnar Þegar Fréttin.is hafði birt misvísandi grein um málið og sögusagnir orðið háværar ákvað Veiga að stíga fram til að leiðrétta rangfærslurnar. Í gær birtist viðtal við hana á Heimildinni sem fékk töluverða athygli. Í kjölfarið segist hún hafa fengið fjöldan allan af skilaboðum, þar á meðal frá móður einnar stúlkunnar. Í kjölfarið hafi hún hringt í hana og þær talað saman í um tuttugu mínútur. „Hún sagði mér alla söguna, hvernig þetta var frá þeirra bæjardyrum séð. Stelpurnar voru miður sin yfir þessu, sáu eftir þessu, og það var ekkert af foreldrunum sem kom þessari sögu af stað. Heldur var að önnur kona sem a systur í þessum skóla sem frétti af þessu og hatar víst trans fólk. Hún byrjar víst á því að skrifa um þetta á einhverri síðu sem heitir stoppum klámvæðingu fyrir börn.“ Atvikið átti sér stað í Grafarvogslaug í síðustu viku.Reykjavíkurborg Þannig hafi sagan, sem sé algjör tilbúningur, farið á flug. Veiga segir ömurlegt hvernig staðan í samfélaginu sé í dag. „Að ég þurfi að koma fram og tala um kynfærin á mér til að stoppa slúðursögur. Það eina sem við trans fólkið viljum er að fá að vera partur af samfélaginu og fá að taka þátt í samfélaginu.“ Veiga fer mjög reglulega í sund en hefur aldrei lent í álíka atviki. Þegar hún réri hringinn í kringum Ísland árið 2019 segist hún hafa farið í allar sundlaugar sem hún komst í á landinu. „Ég hitti sjómenn, bændur og spjallaði við fólk í pottinum. Aldrei upplifði ég nokkurn skapaðan hlut. Þetta er bara núna síðustu mánuðina eftir að ákveðin samtök voru stofnuð, þá koma svona mikið af gróusögum og kjaftasögum, og já bara hatri gagnvart fólki eins og mér.“ Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Veigu í heild sinni.
Hinsegin Mannréttindi Sundlaugar Bítið Málefni trans fólks Tengdar fréttir Segist ekki upplifa fordóma í sundi: Fólk horfi en það sé saklaus forvitni „Ég er búin að fara í margar sundlaugar á Íslandi og ég hef ekki upplifað neina fordóma,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í Bítinu á Bylgunni í morgun. „Ég hef alveg upplifað að fólk horfir, það er ekki það, en ekki fordóma.“ 14. apríl 2021 11:27 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Segist ekki upplifa fordóma í sundi: Fólk horfi en það sé saklaus forvitni „Ég er búin að fara í margar sundlaugar á Íslandi og ég hef ekki upplifað neina fordóma,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í Bítinu á Bylgunni í morgun. „Ég hef alveg upplifað að fólk horfir, það er ekki það, en ekki fordóma.“ 14. apríl 2021 11:27