Ekki ljóst hvort veitingastaðir eða aðrir hafi keypt heilsuspillandi matvörur Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. október 2023 12:53 Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Bylgjan Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hefur látið farga nokkrum tonnum af matvælum sem lagt var hald á í síðustu viku. Matvælin voru geymt á ólöglegum stað án tilskylinna leyfa og segir deildarstjóri matvælaeftirlitsins málið fordæmalaust. Matvörurnar sem lagt var hald á voru geymd í húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og voru þetta ýmiss konar tegundir matvæla líkt og frystivara, kjöt, allskyns þurrvörur og sósur. Morgunblaðið greindi fyrst frá málinu. Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits Reykjavíkurborgar, segir enn óljóst hvort til hafi staðið að selja matvælin til veitingastaða eða annarra. „Við höfum ekki upplýsingar um það eins og er. Málið er í rannsókn en það sem er mikilvægast í þessu er að það er búið að ná utan um þessi matvæli sem við höfðum rökstuddan grun um að væru heilsuspillandi og óhæf til neyslu. Þess vegna var nauðsynlegt að farga þeim. Þau voru geymd við óheilnæmar aðstæður,“ segir Óskar og bætir við búið sé að tryggja matvælaöryggið með þessum aðgerðum með því að taka matvælin úr umferð og farga þeim. Aðspurður hvort eitthvað bendi til þess að veitingastaðir eða aðrir hafi átti í viðskiptum við viðkomandi aðila segir Óskar það einnig óljóst. „Við höfum óskað eftir upplýsingum fá þessum aðila um þessa hluti en höfum ekki þær upplýsingar núna.“ Óskar segir sektarheimildir matvælaeftirlitsins ekki skýrar í málum líkt og þessu en verið sé að skoða það með lögfræðingum eftirlitsins. Aðspurður hvort það sé ekki eitthvað sem ætti að vera skýrt segir Óskar það vissulega vera. „Jú það er mitt persónulega mat að það þyrfti að vera skýrari og betri heimildir fyrir heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hvað svona mál varðar.“ Óskar segir alvarlegt mál ef viðkomandi aðili hafi ætlað að dreifa matvörunum. Fyrirtækið sem um ræðir sé ekki matvælafyrirtæki og hafi ekki leyfi sem slíkt. Heilbrigðismál Reykjavík Matur Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira
Matvörurnar sem lagt var hald á voru geymd í húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og voru þetta ýmiss konar tegundir matvæla líkt og frystivara, kjöt, allskyns þurrvörur og sósur. Morgunblaðið greindi fyrst frá málinu. Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits Reykjavíkurborgar, segir enn óljóst hvort til hafi staðið að selja matvælin til veitingastaða eða annarra. „Við höfum ekki upplýsingar um það eins og er. Málið er í rannsókn en það sem er mikilvægast í þessu er að það er búið að ná utan um þessi matvæli sem við höfðum rökstuddan grun um að væru heilsuspillandi og óhæf til neyslu. Þess vegna var nauðsynlegt að farga þeim. Þau voru geymd við óheilnæmar aðstæður,“ segir Óskar og bætir við búið sé að tryggja matvælaöryggið með þessum aðgerðum með því að taka matvælin úr umferð og farga þeim. Aðspurður hvort eitthvað bendi til þess að veitingastaðir eða aðrir hafi átti í viðskiptum við viðkomandi aðila segir Óskar það einnig óljóst. „Við höfum óskað eftir upplýsingum fá þessum aðila um þessa hluti en höfum ekki þær upplýsingar núna.“ Óskar segir sektarheimildir matvælaeftirlitsins ekki skýrar í málum líkt og þessu en verið sé að skoða það með lögfræðingum eftirlitsins. Aðspurður hvort það sé ekki eitthvað sem ætti að vera skýrt segir Óskar það vissulega vera. „Jú það er mitt persónulega mat að það þyrfti að vera skýrari og betri heimildir fyrir heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hvað svona mál varðar.“ Óskar segir alvarlegt mál ef viðkomandi aðili hafi ætlað að dreifa matvörunum. Fyrirtækið sem um ræðir sé ekki matvælafyrirtæki og hafi ekki leyfi sem slíkt.
Heilbrigðismál Reykjavík Matur Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira