Hægrimenn í Þýskalandi á siglingu eftir kosningar helgarinnar Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2023 15:10 Hægrimennirnir Hendrik Wüst, forsætisráðherra Norðurrín Vestfalíu og Markus Söder, leiðtogi CSU í Bæjaralandi, skáluðu um helgina. AP Hægrimenn í Þýskalandi fögnuðu mikið um helgina eftir að Kristilegir demókratar, Frjálsir kjósendur og Valkostur fyrir Þýskaland unnu mikla sigra í kosningum til þings í sambandsríkjunum Hessen og Bæjaralandi, tveimur af auðugari sambandsríkjum landsins, í gær. Talið er að afleiðingar kosninganna muni gera vart við sig um land allt, en niðurstaðan er talin vera áfall fyrir Olaf Scholz kanslara og ríkisstjórnarflokkana þrjá – Jafnaðarmannaflokkinn, Græningja og Frjálslynda demókrata. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að kjósendur hafi margir ákveðið að kjósa hægriflokkanna til að mótmæla stefnu ríkisstjórnar landsins í innflytjenda- og orkumálum. Aldrei mælst stærri Bráðabirgðaniðurstöður kosninganna í Hessen benda til að Kristilegir demókratar hafi hlotið 34,5 prósent atkvæða, sem sé umtalsvert meira en í síðustu kosningum til þings í sambandsríkinu. Þá hlaut popúlistaflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) um átján prósent fylgi og hefur aldrei hlotið svo mikið fylgi í kosningum til þings í sambandsríki í vesturhluta Þýskalands. Þá hlutu bæði Græningjar og Jafnaðarmenn um fimmtán prósent fylgi og Frjálslyndir demókratar um fimm prósent fylgi og töpuðu þeir allir fylgi frá fyrri kosningum. Frjálsir kjósendur krefjast ráðherrastóls Kristilegir demókratar í Bæjaralandi (CSU), sem hafa stýrt sambandsríkinu nær samfellt frá 1946, hlutu um 37 prósent atkvæða og varð sem fyrr stærsti flokkurinn þó að niðurstaðan sé sú versta fyrir flokkinn frá 1958. Er fastlega gert ráð fyrir að CSU muni áfram mynda stjórn með hægriflokknum Frjálsum kjósendum, sem bætti við sig fylgi, hlaut um fimmtán prósent atkvæða og hafa þegar krafist fleiri ráðherrastóla. Í Bæjaralandi misstu Græningjar fylgi, hlutu um fimmtán prósent atkvæða, á meðan Jafnaðarmenn biðu afhroð og hlutu einungis um átta prósent fylgi. Þó að Valkostur fyrir Þýskaland hafi bætt við sig fylgi er ljóst að hann mun ekki í komast í valdastöðu í sambandsþingunum þar sem enginn flokkur segist vilja vinna með þeim. Fylgisaukningin er þó talin bera skýran vott um stemmninguna meðal þýsku þjóðarinnar og er líkleg til að auka þrýsting á leiðtoga hófsamari hægriflokka að herða stefnuna, meðal annars í innflytjendamálum. Næstu þingkosningar fara fram í Þýskalandi fara fram árið 2025. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Sjá meira
Talið er að afleiðingar kosninganna muni gera vart við sig um land allt, en niðurstaðan er talin vera áfall fyrir Olaf Scholz kanslara og ríkisstjórnarflokkana þrjá – Jafnaðarmannaflokkinn, Græningja og Frjálslynda demókrata. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að kjósendur hafi margir ákveðið að kjósa hægriflokkanna til að mótmæla stefnu ríkisstjórnar landsins í innflytjenda- og orkumálum. Aldrei mælst stærri Bráðabirgðaniðurstöður kosninganna í Hessen benda til að Kristilegir demókratar hafi hlotið 34,5 prósent atkvæða, sem sé umtalsvert meira en í síðustu kosningum til þings í sambandsríkinu. Þá hlaut popúlistaflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) um átján prósent fylgi og hefur aldrei hlotið svo mikið fylgi í kosningum til þings í sambandsríki í vesturhluta Þýskalands. Þá hlutu bæði Græningjar og Jafnaðarmenn um fimmtán prósent fylgi og Frjálslyndir demókratar um fimm prósent fylgi og töpuðu þeir allir fylgi frá fyrri kosningum. Frjálsir kjósendur krefjast ráðherrastóls Kristilegir demókratar í Bæjaralandi (CSU), sem hafa stýrt sambandsríkinu nær samfellt frá 1946, hlutu um 37 prósent atkvæða og varð sem fyrr stærsti flokkurinn þó að niðurstaðan sé sú versta fyrir flokkinn frá 1958. Er fastlega gert ráð fyrir að CSU muni áfram mynda stjórn með hægriflokknum Frjálsum kjósendum, sem bætti við sig fylgi, hlaut um fimmtán prósent atkvæða og hafa þegar krafist fleiri ráðherrastóla. Í Bæjaralandi misstu Græningjar fylgi, hlutu um fimmtán prósent atkvæða, á meðan Jafnaðarmenn biðu afhroð og hlutu einungis um átta prósent fylgi. Þó að Valkostur fyrir Þýskaland hafi bætt við sig fylgi er ljóst að hann mun ekki í komast í valdastöðu í sambandsþingunum þar sem enginn flokkur segist vilja vinna með þeim. Fylgisaukningin er þó talin bera skýran vott um stemmninguna meðal þýsku þjóðarinnar og er líkleg til að auka þrýsting á leiðtoga hófsamari hægriflokka að herða stefnuna, meðal annars í innflytjendamálum. Næstu þingkosningar fara fram í Þýskalandi fara fram árið 2025.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna