Sidekick kaupir þýskt fyrirtæki Atli Ísleifsson skrifar 11. október 2023 08:32 Tryggvi Þorgeirsson, forstjóri og annar stofnenda Sidekick, greindi frá kaupunumá HLTH ráðstefnunni í Las Vegas í gærkvöldi. Aðsend Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur gengið frá kaupum á þýska fyrirtækinu aidhere GmbH. Frá þessu segir í tilkynningu og eru kaupin sögð styrkja enn frekar vöruframboð Sidekick Health og renna þriðju grunnstoðinni undir rekstur fyrirtækisins. Fram kemur að Tryggvi Þorgeirsson, forstjóri og annar stofnenda Sidekick, hafi greint frá kaupunum í gærkvöldi á HLTH-ráðstefnunni í Las Vegas sem sé ein stærsta árlega ráðstefnan innan heilbrigðisgeirans. „Sidekick Health þróar heilbrigðismeðferðir til að bæta heilsu fólks með ýmsa langvinna sjúkdóma. Meðal viðskiptavina félagsins er stærsta sjúkratryggingafélag Bandaríkjanna, sem er með um 48 milljónir skjólstæðinga. Eins á Sidekick í samstarfi við alþjóðleg lyfjafyrirtæki sem miðar að því að samþætta lausnir Sidekick við hefðbundnar lyfjameðferðir. Rannsóknir hafa sýnt fram á margvíslegan ávinning af vörum og þjónustu fyrirtækisins, svo sem í bættri heilsu notenda og betri nýtingu auðlinda í heilbrigðiskerfinu. Lyfseðilsskyldar stafrænar lausnir Með kaupunum á aidhere munu lyfseðilsskyldar stafrænar meðferðir bætast við þær tvær tekjustoðir sem Sidekick byggir nú þegar á, þ.e. þjónustu við tryggingafélög annars vegar og samstarf við lyfjafyrirtæki hins vegar. Zanadio, heilbrigðistæknilausn aidhere, verður ný stoð í vöruframboði Sidekick Health, en zanadio er stærsta lyfseðilsskylda heilbrigðistæknilausnin á heimsvísu. Þýskir læknar geta skrifað upp á notkun lausnarinnar fyrir sjúklinga að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og er hún þá greidd af sjúkratryggingum. Í Þýskalandi var nýverið sett skýr löggjöf um lyfseðilsskyldar stafrænar heilbrigðislausnir og sæta þær opinberu eftirliti. Nú þegar hafa yfir 10.000 þýskir læknar ávísað ríflega 57.000 meðferðum með zanadio lausninni í Þýskalandi. Starfsfólk aidhere mun mynda sérstaka deild fyrir lyfseðilsskyldar lausnir innan Sidekick samstæðunnar og telur sameinað félag um 280 starfsmenn,“ segit í tilkynningunni. Haft er eftir Tryggva að það hafi verið hluti af kjarnastefnu Sidekick að fara inn á markaðinn fyrir lyfseðilsskyldar stafrænar heilbrigðislausnir. Félagið hafi kynnst aidhere og einstöku teymi fyrirtækisins og séð fram á augljós samlegðaráhrif. „Með kaupunum erum við að styrkja stöðu okkar sem traustur samstarfsaðili alþjóðlegra tryggingafélaga og lyfjafyrirtækja, en það sem skiptir okkur mestu máli er að nú getum enn betur hjálpað fólki sem á við langvinnan heilbrigðisvanda að etja,” segir Tryggvi. Um Sidekick Health Um Sidekick Health segir að það sé frumkvöðlafyrirtæki á sviði stafrænnar heilbrigðisþjónustu, stofnað af tveimur læknum sem hafi viljað leggja sitt af mörkum til að bæta heilsu fólks um allan heim á aðgengilegan og hagkvæman hátt. „Sidekick býður upp á einstaklega breitt úrval stafrænna heilsulausna sem styðja við meðferðir sjúkdóma á borð við krabbamein, hjarta- og æðasjúkdóma, efnaskiptasjúkdóma og bólgusjúkdóma. Lausnirnar virkja og styrkja fólk til að gera jákvæðar breytingar á lífsstíl og bæta heilsufar sitt og lífsgæði, auk þess að bjóða upp á fjartengingu og fjarvöktun sjúklinga. Sidekick vinnur með sjúkratryggingafélögum, þar á meðal Elevance Health sem er stærsta sjúkratryggingafélag Bandaríkjanna, og lyfjafyrirtækjum á borð við Eli Lilly og Pfizer til að bæta heilsu sjúklinga og nýta betur auðlindir í heilbrigðiskerfinu. Notkun lausna Sidekick Health hefur bætt stuðning við sjúklinga sem hefur skilað um 40% fækkun á komum á bráðamóttöku hjá fólki með krabbamein, 60% fækkun í spítalainnlögnum í tengslum við krabbameinslyfjameðferðir og 25% bætingu einkenna hjá fólki með sjúkdóma eins og ristilbólgu. Auk þess að bæta líðan sjúklinga hefur notkun lausnanna leitt til árlegs sparnaðar upp á hundruð þúsunda króna fyrir fólk með ýmsa alvarlega sjúkdóma, meðal annars með því að styðja betur við fólk utan spítala og með því að gera heilbrigðisstarfsfólki kleift að grípa fyrr inn í ef ástand þeirra versnar og áður en í óefni er komið. Helstu fjárfestar í Sidekick Health eru Novator Partners, Asabys Partners, Frumtak Ventures og Wellington Partners. Sidekick er með skrifstofur í Boston, Berlín, Kópavogi og Stokkhólmi.“ Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu og eru kaupin sögð styrkja enn frekar vöruframboð Sidekick Health og renna þriðju grunnstoðinni undir rekstur fyrirtækisins. Fram kemur að Tryggvi Þorgeirsson, forstjóri og annar stofnenda Sidekick, hafi greint frá kaupunum í gærkvöldi á HLTH-ráðstefnunni í Las Vegas sem sé ein stærsta árlega ráðstefnan innan heilbrigðisgeirans. „Sidekick Health þróar heilbrigðismeðferðir til að bæta heilsu fólks með ýmsa langvinna sjúkdóma. Meðal viðskiptavina félagsins er stærsta sjúkratryggingafélag Bandaríkjanna, sem er með um 48 milljónir skjólstæðinga. Eins á Sidekick í samstarfi við alþjóðleg lyfjafyrirtæki sem miðar að því að samþætta lausnir Sidekick við hefðbundnar lyfjameðferðir. Rannsóknir hafa sýnt fram á margvíslegan ávinning af vörum og þjónustu fyrirtækisins, svo sem í bættri heilsu notenda og betri nýtingu auðlinda í heilbrigðiskerfinu. Lyfseðilsskyldar stafrænar lausnir Með kaupunum á aidhere munu lyfseðilsskyldar stafrænar meðferðir bætast við þær tvær tekjustoðir sem Sidekick byggir nú þegar á, þ.e. þjónustu við tryggingafélög annars vegar og samstarf við lyfjafyrirtæki hins vegar. Zanadio, heilbrigðistæknilausn aidhere, verður ný stoð í vöruframboði Sidekick Health, en zanadio er stærsta lyfseðilsskylda heilbrigðistæknilausnin á heimsvísu. Þýskir læknar geta skrifað upp á notkun lausnarinnar fyrir sjúklinga að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og er hún þá greidd af sjúkratryggingum. Í Þýskalandi var nýverið sett skýr löggjöf um lyfseðilsskyldar stafrænar heilbrigðislausnir og sæta þær opinberu eftirliti. Nú þegar hafa yfir 10.000 þýskir læknar ávísað ríflega 57.000 meðferðum með zanadio lausninni í Þýskalandi. Starfsfólk aidhere mun mynda sérstaka deild fyrir lyfseðilsskyldar lausnir innan Sidekick samstæðunnar og telur sameinað félag um 280 starfsmenn,“ segit í tilkynningunni. Haft er eftir Tryggva að það hafi verið hluti af kjarnastefnu Sidekick að fara inn á markaðinn fyrir lyfseðilsskyldar stafrænar heilbrigðislausnir. Félagið hafi kynnst aidhere og einstöku teymi fyrirtækisins og séð fram á augljós samlegðaráhrif. „Með kaupunum erum við að styrkja stöðu okkar sem traustur samstarfsaðili alþjóðlegra tryggingafélaga og lyfjafyrirtækja, en það sem skiptir okkur mestu máli er að nú getum enn betur hjálpað fólki sem á við langvinnan heilbrigðisvanda að etja,” segir Tryggvi. Um Sidekick Health Um Sidekick Health segir að það sé frumkvöðlafyrirtæki á sviði stafrænnar heilbrigðisþjónustu, stofnað af tveimur læknum sem hafi viljað leggja sitt af mörkum til að bæta heilsu fólks um allan heim á aðgengilegan og hagkvæman hátt. „Sidekick býður upp á einstaklega breitt úrval stafrænna heilsulausna sem styðja við meðferðir sjúkdóma á borð við krabbamein, hjarta- og æðasjúkdóma, efnaskiptasjúkdóma og bólgusjúkdóma. Lausnirnar virkja og styrkja fólk til að gera jákvæðar breytingar á lífsstíl og bæta heilsufar sitt og lífsgæði, auk þess að bjóða upp á fjartengingu og fjarvöktun sjúklinga. Sidekick vinnur með sjúkratryggingafélögum, þar á meðal Elevance Health sem er stærsta sjúkratryggingafélag Bandaríkjanna, og lyfjafyrirtækjum á borð við Eli Lilly og Pfizer til að bæta heilsu sjúklinga og nýta betur auðlindir í heilbrigðiskerfinu. Notkun lausna Sidekick Health hefur bætt stuðning við sjúklinga sem hefur skilað um 40% fækkun á komum á bráðamóttöku hjá fólki með krabbamein, 60% fækkun í spítalainnlögnum í tengslum við krabbameinslyfjameðferðir og 25% bætingu einkenna hjá fólki með sjúkdóma eins og ristilbólgu. Auk þess að bæta líðan sjúklinga hefur notkun lausnanna leitt til árlegs sparnaðar upp á hundruð þúsunda króna fyrir fólk með ýmsa alvarlega sjúkdóma, meðal annars með því að styðja betur við fólk utan spítala og með því að gera heilbrigðisstarfsfólki kleift að grípa fyrr inn í ef ástand þeirra versnar og áður en í óefni er komið. Helstu fjárfestar í Sidekick Health eru Novator Partners, Asabys Partners, Frumtak Ventures og Wellington Partners. Sidekick er með skrifstofur í Boston, Berlín, Kópavogi og Stokkhólmi.“
Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira