Rafael Nadal ekki tilbúinn að staðfesta endurkomu sína á tennisvöllinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. október 2023 17:48 Rafael Nadal fagnar sigri á opna ástralska meistaramótinu 2022 Mark Metcalfe/Getty Images Mótshaldarar opna meistaramótsins í Ástralíu segja að Rafael Nadal muni snúa aftur á tennisvöllinn þegar mótið fer fram í janúar 2024. Nadal hefur verið frá keppni síðan í janúar og runnið niður í 240. sæti heimslistans, en setur fyrirvara á allar yfirlýsingar um endurkomu. Tenniskappinn knái hefur gengist undir aðgerð á mjöðm eftir að hafa fallið úr leik vegna meiðsla í annarri umferð opna ástralska meistaramótsins síðastliðinn janúar. Þetta var mikið áfall fyrir Nadal sem hefur verið á toppnum í tennisheiminum í áraraðir. Craig Tiley, framkvæmdastjóri mótsins, tilkynnti endurkomu Nadal í sjónvarpsviðtali hjá The Today Show í Ástralíu. Tiley kvaðst vera búinn að vera í sambandi við Nadal síðustu daga og sagði mikla spennu hjá mótshöldurum eftir að hann staðfesti endurkomu sína. Hann sagði sömuleiðis marga af bestu leikmönnum heims búna að tilkynna komu sína, og nefndi þar til dæmis fyrrum mótsmeistarana í einliðaleik kvenna, Naomi Osaka, Caroline Wozniacki og Angelique Kerber. Nú hefur Rafael Nadal sjálfur þó stigið fram og sett fyrirvara á þessar yfirlýsingar Craig Tiley, ef marka má X-færslu hans hefur ekkert verið staðfest í þeim málum. I appreciate the vote of confidence from the Australian Open… I am practising every day and working hard to come back asap 💪🏻😉— Rafa Nadal (@RafaelNadal) October 11, 2023 Talið er að Nadal og hans teymi séu ekki búin að ákveða hvort kappinn verði klár næstkomandi janúar og því ekki tímabært að gefa út slíkar yfirlýsingar. Eftir að hafa glímt við þessi erfiðu meiðsli síðustu mánuði hefur Nadal daðrað við hugmyndina um að leggja spaðann á hilluna eftir að tennistímabilinu 2024 lýkur en hann sagðist vilja kveðja íþróttina á sinn hátt, ekki tilneyddur vegna meiðsla. Heimamaðurinn Nick Kyrgios hefur einnig verið að glíma við meiðsli en vonir eru bundnar við að hann verði orðinn leikfær áður en mótið hefst í Melbourne þann 15. janúar 2024. Tennis Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Tenniskappinn knái hefur gengist undir aðgerð á mjöðm eftir að hafa fallið úr leik vegna meiðsla í annarri umferð opna ástralska meistaramótsins síðastliðinn janúar. Þetta var mikið áfall fyrir Nadal sem hefur verið á toppnum í tennisheiminum í áraraðir. Craig Tiley, framkvæmdastjóri mótsins, tilkynnti endurkomu Nadal í sjónvarpsviðtali hjá The Today Show í Ástralíu. Tiley kvaðst vera búinn að vera í sambandi við Nadal síðustu daga og sagði mikla spennu hjá mótshöldurum eftir að hann staðfesti endurkomu sína. Hann sagði sömuleiðis marga af bestu leikmönnum heims búna að tilkynna komu sína, og nefndi þar til dæmis fyrrum mótsmeistarana í einliðaleik kvenna, Naomi Osaka, Caroline Wozniacki og Angelique Kerber. Nú hefur Rafael Nadal sjálfur þó stigið fram og sett fyrirvara á þessar yfirlýsingar Craig Tiley, ef marka má X-færslu hans hefur ekkert verið staðfest í þeim málum. I appreciate the vote of confidence from the Australian Open… I am practising every day and working hard to come back asap 💪🏻😉— Rafa Nadal (@RafaelNadal) October 11, 2023 Talið er að Nadal og hans teymi séu ekki búin að ákveða hvort kappinn verði klár næstkomandi janúar og því ekki tímabært að gefa út slíkar yfirlýsingar. Eftir að hafa glímt við þessi erfiðu meiðsli síðustu mánuði hefur Nadal daðrað við hugmyndina um að leggja spaðann á hilluna eftir að tennistímabilinu 2024 lýkur en hann sagðist vilja kveðja íþróttina á sinn hátt, ekki tilneyddur vegna meiðsla. Heimamaðurinn Nick Kyrgios hefur einnig verið að glíma við meiðsli en vonir eru bundnar við að hann verði orðinn leikfær áður en mótið hefst í Melbourne þann 15. janúar 2024.
Tennis Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira