Aðdáendur geta ekki beðið í ljósi nýjustu stórfrétta frá UFC Aron Guðmundsson skrifar 12. október 2023 09:00 Það er ansi bitastætt bardagakvöld framundan hjá UFC í Abu Dhabi Vísir/Samsett mynd Það mætti með sanni segja að síðustu tveir sólarhringar hafi verið ansi viðburðaríkir hjá UFC sem hefur með skömmu millibili þurft að gera ansi drastískar breytingar á einu af, ef ekki stærsta bardagakvöldi ársins. Þær breytingar sem hafa þó verið gerðar á tveimur af aðalbardögum kvöldsins eru að falla ansi vel í kramið. UFC 294 bardagakvöldið mun fara fram í Abu Dhabi þann 21. október næstkomandi. Aðalbardagi kvöldsins var af því tagi að hann fékk aðdáendur UFC til að slefa. Þar átti Islam Makhachev, ríkjandi meistari léttvigtar deildarinnar að mæta hinum reynslumikla Charles Oliveira í bardaga sem hefði verið annar bardaginn á milli þessara kappa. Makhachev vann þann fyrri með uppgjafartaki í annarri lotu í október í fyrra. Charles Oliveira og Islam Mackhachev muni ekki mætast á nyVísir/Getty Hins vegar bárust af því fréttir núna í vikunni að Oliveira myndi ekki geta mætt til leiks í Abu Dhabi. Hann hafði fengið slæman skurð á æfingu, fyrir ofan aðra augabrúnina. Meiðsli sem halda honum frá keppni. Skipuleggjendur UFC þurftu því að hafa hraðar hendur, finna nýjan andstæðing fyrir Islam. Andstæðing sem væri til í að hoppa inn í átthyrninginn með einum af helstu hörkutólum UFC og það með afar skömmum fyrir vara. Sá maður er fundinn og allt í einu er aðalbardagi kvöldsins orðinn miklu stærri en hann var með viðureign Makhachev við Oliveira. Ástralinn Alexander Volkanovski, ríkjandi meistari fjaðurvigtar deildarinnar, skorast ekki undan svona áskorun og fær hann í bardaganum við Makhachev tækifæri til þess að hefna fyrir tapið í síðasta bardaga kappanna. Volkanovski og Islam hafa áður mæst í bardagabúrinuVísir/Getty Sá fimm lotu bardagi fór alla leið í dómaraúrskurð þar sem Makhachev var dæmdur sigur. En með þessu var ekki öll sagan sögð. Fleiri stórar vendingar áttu eftir að eiga sér stað varðandi UFC 294 Annar af stærstu bardögum kvöldsins átti að vera bardagi hins ósigraða Khamzat Chimaev, sem komið hefur eins og stormsveipur inn í UFC, við Brasilíumanninn Paulo Costa. Khamzat er einn af mest spennandi bardagamönnum UFC um þessar mundir og í Paulo Costa hefði hann mætt afar verðugum andstæðingi sem hefur aðeins tapað tveimur bardögum á sínum ferli í UFC. Hins vegar meiddist Paulo Costa, líkt og Charles Oliveira, í aðdraganda bardagans. Costa virðist hafa fengið afar slæma sýkingu í olnboga. Hann var lagður inn á sjúkrahús og undirgekkst þar skurðaðgerð. Paulo Costa verður fjarri góðu gamni á UFC 294Vísir/Getty Nígeríska martröðin reynir að slökkva í Khamzat Hann mun því ekki geta tekið þátt á UFC 294 og leit UFC að nýjum andstæðingi fyrir Khamzat skilaði niðurstöðu sem æsir upp í aðdáendum. Nígeríska martröðin Kamaru Usman, fyrrum meistari veltivigtardeildarinnar ætlar að taka skrefið inn í átthyrninginn og mæta Khamzat. Kamaru Usman var eitt sinn veltivigtar meistariVísir/Getty Usman var á sínum tíma á fimmtán bardaga sigurgöngu, hafði varið meistarabelti veltivigtar deildarinnar oft og mörgum sinnum en hefur nú í tvígang tapað titilbardaga við Bretann Leon Edwards. Þessi fyrrum meistari er að fara mæta stórri áskorun í búrinu í Khamzat Chimaev en aðdáendur UFC geta ekki beðið eftir bardagakvöldinu. Khamzat Chimaev er maðurinn sem stelur öllum fyrirsögnum í tengslum við UFC Vísir/Getty MMA Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Sjá meira
UFC 294 bardagakvöldið mun fara fram í Abu Dhabi þann 21. október næstkomandi. Aðalbardagi kvöldsins var af því tagi að hann fékk aðdáendur UFC til að slefa. Þar átti Islam Makhachev, ríkjandi meistari léttvigtar deildarinnar að mæta hinum reynslumikla Charles Oliveira í bardaga sem hefði verið annar bardaginn á milli þessara kappa. Makhachev vann þann fyrri með uppgjafartaki í annarri lotu í október í fyrra. Charles Oliveira og Islam Mackhachev muni ekki mætast á nyVísir/Getty Hins vegar bárust af því fréttir núna í vikunni að Oliveira myndi ekki geta mætt til leiks í Abu Dhabi. Hann hafði fengið slæman skurð á æfingu, fyrir ofan aðra augabrúnina. Meiðsli sem halda honum frá keppni. Skipuleggjendur UFC þurftu því að hafa hraðar hendur, finna nýjan andstæðing fyrir Islam. Andstæðing sem væri til í að hoppa inn í átthyrninginn með einum af helstu hörkutólum UFC og það með afar skömmum fyrir vara. Sá maður er fundinn og allt í einu er aðalbardagi kvöldsins orðinn miklu stærri en hann var með viðureign Makhachev við Oliveira. Ástralinn Alexander Volkanovski, ríkjandi meistari fjaðurvigtar deildarinnar, skorast ekki undan svona áskorun og fær hann í bardaganum við Makhachev tækifæri til þess að hefna fyrir tapið í síðasta bardaga kappanna. Volkanovski og Islam hafa áður mæst í bardagabúrinuVísir/Getty Sá fimm lotu bardagi fór alla leið í dómaraúrskurð þar sem Makhachev var dæmdur sigur. En með þessu var ekki öll sagan sögð. Fleiri stórar vendingar áttu eftir að eiga sér stað varðandi UFC 294 Annar af stærstu bardögum kvöldsins átti að vera bardagi hins ósigraða Khamzat Chimaev, sem komið hefur eins og stormsveipur inn í UFC, við Brasilíumanninn Paulo Costa. Khamzat er einn af mest spennandi bardagamönnum UFC um þessar mundir og í Paulo Costa hefði hann mætt afar verðugum andstæðingi sem hefur aðeins tapað tveimur bardögum á sínum ferli í UFC. Hins vegar meiddist Paulo Costa, líkt og Charles Oliveira, í aðdraganda bardagans. Costa virðist hafa fengið afar slæma sýkingu í olnboga. Hann var lagður inn á sjúkrahús og undirgekkst þar skurðaðgerð. Paulo Costa verður fjarri góðu gamni á UFC 294Vísir/Getty Nígeríska martröðin reynir að slökkva í Khamzat Hann mun því ekki geta tekið þátt á UFC 294 og leit UFC að nýjum andstæðingi fyrir Khamzat skilaði niðurstöðu sem æsir upp í aðdáendum. Nígeríska martröðin Kamaru Usman, fyrrum meistari veltivigtardeildarinnar ætlar að taka skrefið inn í átthyrninginn og mæta Khamzat. Kamaru Usman var eitt sinn veltivigtar meistariVísir/Getty Usman var á sínum tíma á fimmtán bardaga sigurgöngu, hafði varið meistarabelti veltivigtar deildarinnar oft og mörgum sinnum en hefur nú í tvígang tapað titilbardaga við Bretann Leon Edwards. Þessi fyrrum meistari er að fara mæta stórri áskorun í búrinu í Khamzat Chimaev en aðdáendur UFC geta ekki beðið eftir bardagakvöldinu. Khamzat Chimaev er maðurinn sem stelur öllum fyrirsögnum í tengslum við UFC Vísir/Getty
MMA Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn