Bjarni og Þórdís muni skiptast á stólum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. október 2023 08:27 Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármálaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála-og efnahagsráðherra verður utanríkisráðherra og mun Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, núverandi utanríkisráðherra, taka við fjármálaráðuneytinu. Þetta fullyrðir Morgunblaðið. Bjarni Benediktsson sagði af sér sem fjármála-og efnahagsráðherra síðastliðinn þriðjudag vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Formenn stjórnarflokkanna hafa efnt til blaðamannafundar klukkan 11:00. Þar verða breytingarnar kynntar og verður fundurinn í beinni útsendingu á Vísi. Klukkan 14:00 í dag hefst svo ríkisráðsfundur á Bessastöðum. Þar munu ráðherraskiptin fara fram. Stjórnarþingmenn funduðu í gær á Þingvöllum og sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra við fréttastofu að fundurinn væri ótengdur afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra. Hún sagði þó að undanfarnir dagar hefðu gefið ríkisstjórninni tækifæri til að ræða verkefnin framundan. Katrín segist telja að ríkisstjórnin standi styrkum fótum eftir atburði síðustu daga. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, sagði í samtali við fréttastofu í gær að vel kæmi til greina að Bjarni myndi taka annan ráðherrastól. Sagðist hann virða ákvörðun Bjarna um að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Þau hanga saman á óttanum við kjósendur“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar segir óttann ráða för hjá ríkisstjórnarflokkunum, óttann við kosningar. Hann segir stjórnarkreppu ríkja í landinu. 13. október 2023 16:41 Kemur vel til greina að Bjarni taki annan ráðherrastól Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, segir vel koma til greina að Bjarni Benediktsson taki að sér annan ráðherrastól. Hann segist virða ákvörðun Bjarna um að stíga til hliðar sem fjármálaráðherra. 13. október 2023 10:19 Mikill meirihluti vill að Bjarni hætti í ríkisstjórn Ríflega sjötíu prósent svarenda nýrrar könnunar Maskínu vilja að Bjarni Benediktsson hætti alfarið í ríkisstjórn í stað þess að taka við öðru ráðuneyti. 13. október 2023 15:53 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Þetta fullyrðir Morgunblaðið. Bjarni Benediktsson sagði af sér sem fjármála-og efnahagsráðherra síðastliðinn þriðjudag vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Formenn stjórnarflokkanna hafa efnt til blaðamannafundar klukkan 11:00. Þar verða breytingarnar kynntar og verður fundurinn í beinni útsendingu á Vísi. Klukkan 14:00 í dag hefst svo ríkisráðsfundur á Bessastöðum. Þar munu ráðherraskiptin fara fram. Stjórnarþingmenn funduðu í gær á Þingvöllum og sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra við fréttastofu að fundurinn væri ótengdur afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra. Hún sagði þó að undanfarnir dagar hefðu gefið ríkisstjórninni tækifæri til að ræða verkefnin framundan. Katrín segist telja að ríkisstjórnin standi styrkum fótum eftir atburði síðustu daga. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, sagði í samtali við fréttastofu í gær að vel kæmi til greina að Bjarni myndi taka annan ráðherrastól. Sagðist hann virða ákvörðun Bjarna um að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Þau hanga saman á óttanum við kjósendur“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar segir óttann ráða för hjá ríkisstjórnarflokkunum, óttann við kosningar. Hann segir stjórnarkreppu ríkja í landinu. 13. október 2023 16:41 Kemur vel til greina að Bjarni taki annan ráðherrastól Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, segir vel koma til greina að Bjarni Benediktsson taki að sér annan ráðherrastól. Hann segist virða ákvörðun Bjarna um að stíga til hliðar sem fjármálaráðherra. 13. október 2023 10:19 Mikill meirihluti vill að Bjarni hætti í ríkisstjórn Ríflega sjötíu prósent svarenda nýrrar könnunar Maskínu vilja að Bjarni Benediktsson hætti alfarið í ríkisstjórn í stað þess að taka við öðru ráðuneyti. 13. október 2023 15:53 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
„Þau hanga saman á óttanum við kjósendur“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar segir óttann ráða för hjá ríkisstjórnarflokkunum, óttann við kosningar. Hann segir stjórnarkreppu ríkja í landinu. 13. október 2023 16:41
Kemur vel til greina að Bjarni taki annan ráðherrastól Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, segir vel koma til greina að Bjarni Benediktsson taki að sér annan ráðherrastól. Hann segist virða ákvörðun Bjarna um að stíga til hliðar sem fjármálaráðherra. 13. október 2023 10:19
Mikill meirihluti vill að Bjarni hætti í ríkisstjórn Ríflega sjötíu prósent svarenda nýrrar könnunar Maskínu vilja að Bjarni Benediktsson hætti alfarið í ríkisstjórn í stað þess að taka við öðru ráðuneyti. 13. október 2023 15:53