Slökkvilið Borgarbyggðar er 100 ára í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. október 2023 12:31 Slökkvilið Borgarbyggðar fagnar 100 ára afmæli í dag, 14. október. Í liðinu er flottur hópur fólks, karlar og konur, sem brenna fyrir starf sitt. Aðsend Það stendur mikið til í Borgarnesi eftir hádegi í dag en þá fagnar Slökkvilið Borgarbyggðar hundrað ára afmæli sínu með hátíðardagskrá í Hjálmakletti þar sem allir eru velkomnir. Í dag eru 56 slökkviliðsmenn í liðinu, þar af sjö konur. Í Borgarbyggð eru fjórar slökkviliðsstöðvar eða í Reykholti, Bifröst, Hvanneyri og Borgarnesi þar sem höfuðstöðvarnar eru. Það eru merk tímamót í sögu slökkviliðsins þegar aldarafmæli verður fagnað. Heiðar Örn Jónsson er slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Borgarbyggðar. „Já, þetta eru heldur betur mikil tímamót og þess vegna erum við að fagna því enda hefur mikið gerst á þessum 100 árum. Við erum svolítið að súmmera það, sem hefur verið að gerast og hvað við erum að gera í dag og svona á þessum tímamótum. Það hefur mikið breyst, bæði í búnaði og þekkingu og menntun og þjálfun og við erum að sýna okkar fólki hvar við stöndum í dag,“ segir Heiðar Örn. Dagskrá dagsins hefst klukkan 14:00 á eftir í Hjálmakletti og stendur til klukkan 16:00. Boðið verður upp á söngatriði, ávörp, nokkrir slökkviliðsmenn verða heiðraðir, 20 nýliðar verða útskrifaðir úr námi slökkviliðsmanna og að sjálfsögðu verður kaffið og veitingarnar á sínum stað. Þá fer líka fram formlega afhending á nýjum tankbíl til slökkviliðsins í Reykholti. En hvað eru útköll Slökkviliðs Borgarbyggðar mörg á ári að meðaltali? „Við erum með svona á milli 50 og 60 hreyfingar á dælubíl á ári í mis stórum verkefnum. Okkar helstu verkefni í dag eru tengd umferðinni,“ segir Heiðar Örn. Allir eru velkomnir í afmælisveislu dagsins í Borgarnesi á milli klukkan 14:00 og 16:00.Aðsend Og slökkviliðsstjórinn lofar glæsilegum hátíðarhöldum í Borgarnesi í dag. „Já og endilega að koma til okkar ef þið eruð hérna í Borgarnesi og við verðum með allan okkar bílaflota til sýnis, svo eins og ég segi, við erum að útskrifa 20 slökkviliðsmenn og hér verða kökur og kaffi. Þeir, sem vilja gleðjast með okkur eru velkomnir,“ segir Heiðar Örn. Útköll slökkviliðsins eru á milli 50 og 60 á ári.Aðsend Borgarbyggð Slökkvilið Tímamót Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Í Borgarbyggð eru fjórar slökkviliðsstöðvar eða í Reykholti, Bifröst, Hvanneyri og Borgarnesi þar sem höfuðstöðvarnar eru. Það eru merk tímamót í sögu slökkviliðsins þegar aldarafmæli verður fagnað. Heiðar Örn Jónsson er slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Borgarbyggðar. „Já, þetta eru heldur betur mikil tímamót og þess vegna erum við að fagna því enda hefur mikið gerst á þessum 100 árum. Við erum svolítið að súmmera það, sem hefur verið að gerast og hvað við erum að gera í dag og svona á þessum tímamótum. Það hefur mikið breyst, bæði í búnaði og þekkingu og menntun og þjálfun og við erum að sýna okkar fólki hvar við stöndum í dag,“ segir Heiðar Örn. Dagskrá dagsins hefst klukkan 14:00 á eftir í Hjálmakletti og stendur til klukkan 16:00. Boðið verður upp á söngatriði, ávörp, nokkrir slökkviliðsmenn verða heiðraðir, 20 nýliðar verða útskrifaðir úr námi slökkviliðsmanna og að sjálfsögðu verður kaffið og veitingarnar á sínum stað. Þá fer líka fram formlega afhending á nýjum tankbíl til slökkviliðsins í Reykholti. En hvað eru útköll Slökkviliðs Borgarbyggðar mörg á ári að meðaltali? „Við erum með svona á milli 50 og 60 hreyfingar á dælubíl á ári í mis stórum verkefnum. Okkar helstu verkefni í dag eru tengd umferðinni,“ segir Heiðar Örn. Allir eru velkomnir í afmælisveislu dagsins í Borgarnesi á milli klukkan 14:00 og 16:00.Aðsend Og slökkviliðsstjórinn lofar glæsilegum hátíðarhöldum í Borgarnesi í dag. „Já og endilega að koma til okkar ef þið eruð hérna í Borgarnesi og við verðum með allan okkar bílaflota til sýnis, svo eins og ég segi, við erum að útskrifa 20 slökkviliðsmenn og hér verða kökur og kaffi. Þeir, sem vilja gleðjast með okkur eru velkomnir,“ segir Heiðar Örn. Útköll slökkviliðsins eru á milli 50 og 60 á ári.Aðsend
Borgarbyggð Slökkvilið Tímamót Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira