„Hann var miklu betri en ég bjóst við“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. október 2023 17:29 DeAndre Kane spilaði sinn fyrsta leik fyrir Grindavík á fimmtudag. Vísir / Anton Brink DeAndre Kane lék sinn fyrsta leik í búningi Grindavíkur gegn Álftanesi í Subway-deildinni á fimmtudag. Mikil eftirvænting hefur verið fyrir komu Kane en efasemdaraddir höfðu verið uppi um hvort hann myndi yfirhöfuð mæta til leiks í vetur. Álftanes vann sinn fyrsta sigur í efstu deild í körfubolta á fimmtudag þegar liðið lagði Grindavík á heimavelli sínum. Grindavík tapaði þar sínum öðrum leik í röð en góðu fréttirnar fyrir Suðurnesjamenn voru þær að DeAndre Kane lék sinn fyrsta leik fyrir félagið og leit vel út. Grindvíkingar tilkynntu um komu Kane snemma í sumar en hann á að baka frábæran feril í Evrópu og hefur meðal annars tvívegis orðið meistari í Ísrael með Maccabi Tel Aviv. Þá æfði hann með Los Angeles Lakers og Atlanta Hawks í Bandaríkjunum áður en hann hélt til Evrópu. Þar hefur hann leikið í sterkum deildum sem og í EuroCup. Það ríkti því töluverð eftirvænting í sumar fyrir komu Kane en einhverjir efuðust um að hann myndi hreinlega mæta. Hann var ekki kominn fyrir fyrsta leik Grindavíkinga en mætti daginn eftir og lék með liðinu gegn Álftanesi. „Ég var eiginlega aldrei á hans vagni. Ég var kominn með leið á þessari bið, ég var kominn með leið á að maðurinn væri aldrei að koma,“ sagði Ómar Sævarsson í Subway-Körfuboltakvöldi í gær þar sem hann fór yfir liðna umferð í Subway-deildinni ásamt Helga Má Magnússyni og stjórnandanum Stefáni Árna Pálssyni. „Virkar mikil tilfinningavera“ Kane átti fínan leik fyrir Grindavík á fimmtudag þó hann hafi reyndar náð sér í fimmtu villuna í fjórða leikhlutanum og því þurft að fylgjast með lokamínútum leiksins af bekknum. Hann skoraði 22 stig og kom ýmsum á óvart í hversu góði standi hann virtist vera. „Þetta er maður sem hefur verið þekktur fyrir rosalega góðan varnarleik. Hann hefur verið settur mönnum til höfuðs þegar hann hefur verið að spila úti. Það kom mér mjög mikið á óvart í hvernig standi hann var. Hann var miklu betri en ég bjóst við, betri að komast á körfuna og betri í sóknarleiknum.“ „Ég er búinn að vera mikið í kringum liðið, uppi í íþróttahúsi og sjá æfingar. Þvílíkur karakter. Látandi menn heyra það á æfingum og er leiðbeinandi. Þetta er að koma miklu betur út en ég þorði að vona,“ bætti Ómar við en hann er fyrrum leikmaður Grindavíkur. Klippa: Körfuboltakvöld - DeAndre Kane Kane fékk tæknivillu í hálfleik og endaði á því að þurfa að yfirgefa völlinn með fimm villur. „Hann virkar rosaleg tilfinningavera. Það fór ekkert framhjá neinum hvenær hann var ósáttur við sjálfan sig. Hann var að klikka á vítum í fyrri hálfleik og tók á sig villu í fyrri hálfleik, strunsaði útaf og var pirraður á bekknum. Svo var hann kominn inn á og var byrjaður að gefa „high five“, bætti Helgi Már við en Kane tók fimmtán víti í leiknum og var duglegur að koma sér á körfuna. Alla umræðu þeirra Ómars, Helga Más og Stefáns Árna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira
Álftanes vann sinn fyrsta sigur í efstu deild í körfubolta á fimmtudag þegar liðið lagði Grindavík á heimavelli sínum. Grindavík tapaði þar sínum öðrum leik í röð en góðu fréttirnar fyrir Suðurnesjamenn voru þær að DeAndre Kane lék sinn fyrsta leik fyrir félagið og leit vel út. Grindvíkingar tilkynntu um komu Kane snemma í sumar en hann á að baka frábæran feril í Evrópu og hefur meðal annars tvívegis orðið meistari í Ísrael með Maccabi Tel Aviv. Þá æfði hann með Los Angeles Lakers og Atlanta Hawks í Bandaríkjunum áður en hann hélt til Evrópu. Þar hefur hann leikið í sterkum deildum sem og í EuroCup. Það ríkti því töluverð eftirvænting í sumar fyrir komu Kane en einhverjir efuðust um að hann myndi hreinlega mæta. Hann var ekki kominn fyrir fyrsta leik Grindavíkinga en mætti daginn eftir og lék með liðinu gegn Álftanesi. „Ég var eiginlega aldrei á hans vagni. Ég var kominn með leið á þessari bið, ég var kominn með leið á að maðurinn væri aldrei að koma,“ sagði Ómar Sævarsson í Subway-Körfuboltakvöldi í gær þar sem hann fór yfir liðna umferð í Subway-deildinni ásamt Helga Má Magnússyni og stjórnandanum Stefáni Árna Pálssyni. „Virkar mikil tilfinningavera“ Kane átti fínan leik fyrir Grindavík á fimmtudag þó hann hafi reyndar náð sér í fimmtu villuna í fjórða leikhlutanum og því þurft að fylgjast með lokamínútum leiksins af bekknum. Hann skoraði 22 stig og kom ýmsum á óvart í hversu góði standi hann virtist vera. „Þetta er maður sem hefur verið þekktur fyrir rosalega góðan varnarleik. Hann hefur verið settur mönnum til höfuðs þegar hann hefur verið að spila úti. Það kom mér mjög mikið á óvart í hvernig standi hann var. Hann var miklu betri en ég bjóst við, betri að komast á körfuna og betri í sóknarleiknum.“ „Ég er búinn að vera mikið í kringum liðið, uppi í íþróttahúsi og sjá æfingar. Þvílíkur karakter. Látandi menn heyra það á æfingum og er leiðbeinandi. Þetta er að koma miklu betur út en ég þorði að vona,“ bætti Ómar við en hann er fyrrum leikmaður Grindavíkur. Klippa: Körfuboltakvöld - DeAndre Kane Kane fékk tæknivillu í hálfleik og endaði á því að þurfa að yfirgefa völlinn með fimm villur. „Hann virkar rosaleg tilfinningavera. Það fór ekkert framhjá neinum hvenær hann var ósáttur við sjálfan sig. Hann var að klikka á vítum í fyrri hálfleik og tók á sig villu í fyrri hálfleik, strunsaði útaf og var pirraður á bekknum. Svo var hann kominn inn á og var byrjaður að gefa „high five“, bætti Helgi Már við en Kane tók fimmtán víti í leiknum og var duglegur að koma sér á körfuna. Alla umræðu þeirra Ómars, Helga Más og Stefáns Árna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira