Boðar ekki breytingar í nýju ráðuneyti Árni Sæberg skrifar 16. október 2023 13:39 Þórdís Kolbrún afhendir Bjarna aðgangskort að utanríkisráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Nýr utanríkisráðherra segir ekki tímabært að boða breytingar í ráðuneytinu. Fyrstu skref verði að koma sér fyrir og setja sig inn í stöðu mála. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, að lokinni lyklaskiptaathöfn í utanríkisráðuneytinu í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, afhenti honum þá lyklana að sínu gamla ráðuneyti. Þau skipta svo um hlutverk í sams konar athöfn í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 13:45. Bjarni segir að utanríkisráðuneytið sé öflugt og að það hafi sýnt sig undanfarin ár að það skipti Íslendinga miklu máli að utanríkisþjónustan sé öflug og Þórdís Kolbrún hafi tryggt það að rödd Íslands heyrist vel þegar máli skiptir. „Við viljum að það sé skýrt fyrir hvaða gildi við stöndum Íslendingar, og því verður í mörg horn að líta hér í ráðuneytinu.“ Sagði af sér til þess að skapa frið Bjarni hefur víða verið gagnrýndur fyrir það að segja af sér í fjármálaráðuneytinu og færa sig aðeins um set yfir í utanríkisráðuneytið í stað þess að hætta í ríkisstjórn. Bjarni gefur lítið fyrir þá gagnrýni og segist hafa verið skýr í sínum málflutningi. „Ég tók þessa ákvörðun til að skapa frið um verkefnin í fjármálaráðuneytinu og tel að það geti orðið þannig. Síðan er málið þannig vaxið að ég er með algjörlega hreina samvisku hvað málið efnislega snertir og tel að álitið sem um ræðir orki tvímælis að mörgu leyti.“ Hann sé formaður eins þriggja stjórnarflokka og vilji axla þá ábyrgð áfram að standa vörð um stjórnarsáttmálann og vinna að framgangi mikilvægra mála. „Það er kjaravetur fram undan, við erum að ná tökum á verðbólgunni og það þarf að skila því verkefni í hús og verja þannig lífskjörin í landinu og sækja fram frá nýjum jafnvægispunkti. Ég er líka að axla ábyrgð á því að þetta gangi eftir, en þetta getur hver gert upp við sig. Helena Rós Sturludóttir fréttamaður ræddi við Bjarna að athöfninni lokinni. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan: Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þetta sagði Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, að lokinni lyklaskiptaathöfn í utanríkisráðuneytinu í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, afhenti honum þá lyklana að sínu gamla ráðuneyti. Þau skipta svo um hlutverk í sams konar athöfn í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 13:45. Bjarni segir að utanríkisráðuneytið sé öflugt og að það hafi sýnt sig undanfarin ár að það skipti Íslendinga miklu máli að utanríkisþjónustan sé öflug og Þórdís Kolbrún hafi tryggt það að rödd Íslands heyrist vel þegar máli skiptir. „Við viljum að það sé skýrt fyrir hvaða gildi við stöndum Íslendingar, og því verður í mörg horn að líta hér í ráðuneytinu.“ Sagði af sér til þess að skapa frið Bjarni hefur víða verið gagnrýndur fyrir það að segja af sér í fjármálaráðuneytinu og færa sig aðeins um set yfir í utanríkisráðuneytið í stað þess að hætta í ríkisstjórn. Bjarni gefur lítið fyrir þá gagnrýni og segist hafa verið skýr í sínum málflutningi. „Ég tók þessa ákvörðun til að skapa frið um verkefnin í fjármálaráðuneytinu og tel að það geti orðið þannig. Síðan er málið þannig vaxið að ég er með algjörlega hreina samvisku hvað málið efnislega snertir og tel að álitið sem um ræðir orki tvímælis að mörgu leyti.“ Hann sé formaður eins þriggja stjórnarflokka og vilji axla þá ábyrgð áfram að standa vörð um stjórnarsáttmálann og vinna að framgangi mikilvægra mála. „Það er kjaravetur fram undan, við erum að ná tökum á verðbólgunni og það þarf að skila því verkefni í hús og verja þannig lífskjörin í landinu og sækja fram frá nýjum jafnvægispunkti. Ég er líka að axla ábyrgð á því að þetta gangi eftir, en þetta getur hver gert upp við sig. Helena Rós Sturludóttir fréttamaður ræddi við Bjarna að athöfninni lokinni. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan:
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira