Dóttir hins látna fann blóðugan hníf í fyrradag Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. október 2023 14:43 Frá vettvangi, Drangarhrauni 12. Vísir/Vilhelm Nítján ára dóttir Jaroslaw Kaminski, sem var myrtur í Drangarhrauni í sumar, fann hníf sem líklega er sá sem notaður var til að bana föður hennar, í íbúðinni í fyrradag. Verjandi Maciej Jakub Talik, sem er ákærður fyrir manndráp, segir málið skandal og vinnubrögð lögreglu, sem ekki hafi fundið hnífinn, ámælisverð. Dóttir Jaroslaw var stödd í íbúðinni að Drangarhrauni ásamt móður sinni, fyrrverandi eiginkonu Jaroslaw í fyrradag, til að taka saman eigur föður síns. Mæðgurnar fundu blóðugan hníf í íbúðinni. Að öllum líkindum er um að ræða morðvopnið. Maciej Jakubs Talik var ákærður fyrir að hafa orðið Jaroslaw Kaminski að bana þann 17. júní síðastliðinn. Aðalmeðferð lauk í síðustu viku og málið lagt í dóm. Maciej Jakub Talik hefur játað að hafa stungið Jaroslaw Kaminski til bana, en ber við sjálfsvörn. Aðalmeðferð málsins lauk í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Vinnubrögð tæknideildar ámælisverð Í samtali við fréttastofu segist Elimar Hauksson, lögmaður Maciej hafa verið upplýstur um að hnífurinn hafi fundist í gær. Hann segir „algjört bull“ að þetta skuli vera að gerast. „Við erum að tala um að þetta er á vettvangi, inni í Drangarhrauni, sem lögreglan er búin að vettvangsrannsaka. Þeir fundu ekki hnífinn. Svo er það almennur borgari, dóttir hins látna, sem finnur hnífinn í íbúðinni þegar hún er að taka saman eigur föður síns. Fjórum mánuðum eftir að málið kemur upp. Þetta er skandall,“ segir Elimar. Búið sé að forskoða hnífinn og kanna hvort blóðið sem var á honum hafi verið úr manneskju, og svo hafi verið raunin. Elimar segir málið bætast ofan á þá staðreynd að ekki hafi verið framkvæmd blóðferlarannsókn á vettvangi. „Í manndrápsmáli, þar sem einungis einn maður er til frásagnar og hefur borið við minnisleysi um margt af því sem gerðist.“ Þetta eru ámælisverð vinnubrögð hjá tæknideild lögreglu sem rannsakar vettvang Segir aðalmeðferðina í uppnámi Elimar segist ekki vita til þess að álíka atvik hafi komið upp áður og ekki sé ljóst á þessari stundu hvert framhaldið verði. „Aðalmeðferðin er í uppnámi. Það er ljóst að það þarf að leggja fram gögn fyrir dóminn um þennan hníf. Munaskýrslu, og DNA til dæmis. Nú eru sýni farin til Svíþjóðar í DNA greiningu, og slíkt tekur þrjár til fjórar vikur ef allt gengur upp. Í máli sem er búið að dómtaka.“ Manndráp í Drangahrauni Lögreglumál Hafnarfjörður Lögreglan Tengdar fréttir Sátu að sumbli og rifust um peninga Maciej Jakub Talik, sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið herbergisfélaga sínum að bana í Hafnarfirði í sumar, segir að hinn látni hafi reynt að kúga út úr honum pening og hann hafi drepið hann í sjálfsvörn. 9. október 2023 10:34 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Dóttir Jaroslaw var stödd í íbúðinni að Drangarhrauni ásamt móður sinni, fyrrverandi eiginkonu Jaroslaw í fyrradag, til að taka saman eigur föður síns. Mæðgurnar fundu blóðugan hníf í íbúðinni. Að öllum líkindum er um að ræða morðvopnið. Maciej Jakubs Talik var ákærður fyrir að hafa orðið Jaroslaw Kaminski að bana þann 17. júní síðastliðinn. Aðalmeðferð lauk í síðustu viku og málið lagt í dóm. Maciej Jakub Talik hefur játað að hafa stungið Jaroslaw Kaminski til bana, en ber við sjálfsvörn. Aðalmeðferð málsins lauk í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Vinnubrögð tæknideildar ámælisverð Í samtali við fréttastofu segist Elimar Hauksson, lögmaður Maciej hafa verið upplýstur um að hnífurinn hafi fundist í gær. Hann segir „algjört bull“ að þetta skuli vera að gerast. „Við erum að tala um að þetta er á vettvangi, inni í Drangarhrauni, sem lögreglan er búin að vettvangsrannsaka. Þeir fundu ekki hnífinn. Svo er það almennur borgari, dóttir hins látna, sem finnur hnífinn í íbúðinni þegar hún er að taka saman eigur föður síns. Fjórum mánuðum eftir að málið kemur upp. Þetta er skandall,“ segir Elimar. Búið sé að forskoða hnífinn og kanna hvort blóðið sem var á honum hafi verið úr manneskju, og svo hafi verið raunin. Elimar segir málið bætast ofan á þá staðreynd að ekki hafi verið framkvæmd blóðferlarannsókn á vettvangi. „Í manndrápsmáli, þar sem einungis einn maður er til frásagnar og hefur borið við minnisleysi um margt af því sem gerðist.“ Þetta eru ámælisverð vinnubrögð hjá tæknideild lögreglu sem rannsakar vettvang Segir aðalmeðferðina í uppnámi Elimar segist ekki vita til þess að álíka atvik hafi komið upp áður og ekki sé ljóst á þessari stundu hvert framhaldið verði. „Aðalmeðferðin er í uppnámi. Það er ljóst að það þarf að leggja fram gögn fyrir dóminn um þennan hníf. Munaskýrslu, og DNA til dæmis. Nú eru sýni farin til Svíþjóðar í DNA greiningu, og slíkt tekur þrjár til fjórar vikur ef allt gengur upp. Í máli sem er búið að dómtaka.“
Manndráp í Drangahrauni Lögreglumál Hafnarfjörður Lögreglan Tengdar fréttir Sátu að sumbli og rifust um peninga Maciej Jakub Talik, sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið herbergisfélaga sínum að bana í Hafnarfirði í sumar, segir að hinn látni hafi reynt að kúga út úr honum pening og hann hafi drepið hann í sjálfsvörn. 9. október 2023 10:34 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Sátu að sumbli og rifust um peninga Maciej Jakub Talik, sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið herbergisfélaga sínum að bana í Hafnarfirði í sumar, segir að hinn látni hafi reynt að kúga út úr honum pening og hann hafi drepið hann í sjálfsvörn. 9. október 2023 10:34