Þjóðkirkjan hafi greitt um 23 milljónir í lögfræðikostnað á árinu Lovísa Arnardóttir skrifar 19. október 2023 08:43 Ýmsar skipulagsbreytingar hjá kirkjunni verða teknar fyrir á Kirkjuþingi síðar í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Greiddar hafa verið 23 milljónir í lögfræðikostnað á árinu hjá Þjóðkirkjunni. Tillögur hafa verið lagðar fram af starfshópi að biskup fari ekki lengur með fjármál innan kirkjunnar og að sérstök stjórn taki við rekstri og fjármálum. Lagt er til að eini undirmaður biskups verði biskupsritari. Þjóðkirkjan hefur það sem af er þessu ári keypt lögfræðiþjónustu fyrir 23 milljónir. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Ekki kemur fram í hvaða verkefni peningurinn hefur farið en samkvæmt heimildum blaðsins hafa háar upphæðir verið greiddar vegna ráðgjafastarfa fyrir biskup Íslands, Agnesi M. Sigurðardóttur. Mál sem snertir hana og sr. Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest í Digraneskirkju, hefur verið rekið fyrir úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Úrskurður féll í vikunni en Agnes hefur gefið út að hún muni skjóta niðurstöðunni til dómstóla. Sérstök stjórn tekur við Þá er einnig fjallað um það í Morgunblaðinu að starfshópur kirkjuþings hefur nú lagt það til að sérstakri stjórn þjóðkirkjunnar að hafa yfirsýn yfir rekstur og þjónustu kirkjunnar sem er á ábyrgð kirkjuþings. Stjórnin starfar á ábyrgð kirkjuþings og mun lúta boðvaldi þess. Frá málinu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að stjórnin mun hafa skýrt umboð til umboðs og eftirlits. Starfshópurinn var skipaður í vor og átti að skoða skipulag kirkjunnar og meta þörf á breytingum. Þá er fjallað um það í tillögunum, samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins, að einnig eigi að leggja niður Biskupsstofu í núverandi mynd og að aðeins einn starfsmaður muni heyra undir biskup sjálfan, biskupsritari. Aðrir muni heyra undir framkvæmdastjóra, stjórn og kirkjuþing. Þá er lagt til í tillögunum að biskup hafi ekkert með fjármál kirkjunnar að gera og þannig tekið af embættinu það vald að gera starfslokasamninga og annars konar samninga við undirmenn. Eins og hefur verið mjög gagnrýnt undanfarið. Tillögurnar verða lagðar fyrir kirkjuþing sem fer fram síðar í þessum mánuði. Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag. Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Trúmál Tengdar fréttir Agnes ætlar með málið fyrir dóm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum. 16. október 2023 21:49 Prestur grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum Lögreglan í Málaga á Spáni hefur handtekið 33 ára gamlan prest sem er grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum eftir að hafa byrlað þeim slævandi lyf. Unnusta mannsins kærði hann til lögreglunnar. 1. október 2023 17:01 Kosið um nýjan biskup í mars Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að boða til kosninga um nýjan biskup Íslands 7. til 12. mars næstkomandi. Agnes M. Sigurðardóttir lætur af störfum í kjölfarið. 28. ágúst 2023 07:10 Enginn vafi á því að ráðning biskups eigi sér stoð í lögum Lögmaður biskups Íslands segir alrangt að Agnes M. Sigurðardóttir hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum sínum. Fyrrverandi hæstaréttardómari fullyrti í gær að ákvörðun um nýjan ráðningarsamning ætti sér ekki stoð í lögum 27. júlí 2023 09:01 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólks í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Þjóðkirkjan hefur það sem af er þessu ári keypt lögfræðiþjónustu fyrir 23 milljónir. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Ekki kemur fram í hvaða verkefni peningurinn hefur farið en samkvæmt heimildum blaðsins hafa háar upphæðir verið greiddar vegna ráðgjafastarfa fyrir biskup Íslands, Agnesi M. Sigurðardóttur. Mál sem snertir hana og sr. Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest í Digraneskirkju, hefur verið rekið fyrir úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Úrskurður féll í vikunni en Agnes hefur gefið út að hún muni skjóta niðurstöðunni til dómstóla. Sérstök stjórn tekur við Þá er einnig fjallað um það í Morgunblaðinu að starfshópur kirkjuþings hefur nú lagt það til að sérstakri stjórn þjóðkirkjunnar að hafa yfirsýn yfir rekstur og þjónustu kirkjunnar sem er á ábyrgð kirkjuþings. Stjórnin starfar á ábyrgð kirkjuþings og mun lúta boðvaldi þess. Frá málinu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að stjórnin mun hafa skýrt umboð til umboðs og eftirlits. Starfshópurinn var skipaður í vor og átti að skoða skipulag kirkjunnar og meta þörf á breytingum. Þá er fjallað um það í tillögunum, samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins, að einnig eigi að leggja niður Biskupsstofu í núverandi mynd og að aðeins einn starfsmaður muni heyra undir biskup sjálfan, biskupsritari. Aðrir muni heyra undir framkvæmdastjóra, stjórn og kirkjuþing. Þá er lagt til í tillögunum að biskup hafi ekkert með fjármál kirkjunnar að gera og þannig tekið af embættinu það vald að gera starfslokasamninga og annars konar samninga við undirmenn. Eins og hefur verið mjög gagnrýnt undanfarið. Tillögurnar verða lagðar fyrir kirkjuþing sem fer fram síðar í þessum mánuði. Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.
Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Trúmál Tengdar fréttir Agnes ætlar með málið fyrir dóm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum. 16. október 2023 21:49 Prestur grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum Lögreglan í Málaga á Spáni hefur handtekið 33 ára gamlan prest sem er grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum eftir að hafa byrlað þeim slævandi lyf. Unnusta mannsins kærði hann til lögreglunnar. 1. október 2023 17:01 Kosið um nýjan biskup í mars Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að boða til kosninga um nýjan biskup Íslands 7. til 12. mars næstkomandi. Agnes M. Sigurðardóttir lætur af störfum í kjölfarið. 28. ágúst 2023 07:10 Enginn vafi á því að ráðning biskups eigi sér stoð í lögum Lögmaður biskups Íslands segir alrangt að Agnes M. Sigurðardóttir hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum sínum. Fyrrverandi hæstaréttardómari fullyrti í gær að ákvörðun um nýjan ráðningarsamning ætti sér ekki stoð í lögum 27. júlí 2023 09:01 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólks í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Agnes ætlar með málið fyrir dóm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum. 16. október 2023 21:49
Prestur grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum Lögreglan í Málaga á Spáni hefur handtekið 33 ára gamlan prest sem er grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum eftir að hafa byrlað þeim slævandi lyf. Unnusta mannsins kærði hann til lögreglunnar. 1. október 2023 17:01
Kosið um nýjan biskup í mars Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að boða til kosninga um nýjan biskup Íslands 7. til 12. mars næstkomandi. Agnes M. Sigurðardóttir lætur af störfum í kjölfarið. 28. ágúst 2023 07:10
Enginn vafi á því að ráðning biskups eigi sér stoð í lögum Lögmaður biskups Íslands segir alrangt að Agnes M. Sigurðardóttir hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum sínum. Fyrrverandi hæstaréttardómari fullyrti í gær að ákvörðun um nýjan ráðningarsamning ætti sér ekki stoð í lögum 27. júlí 2023 09:01