Birta tossalista yfir þá sem ekki virða kvennaverkfall Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. október 2023 12:57 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB er einn af fjórtán skipuleggjendum kvennaverkfalls. Vísir/Vilhelm Skipuleggjendur kvennaverkfallsins á þriðjudag hyggjast birta tossalista yfir atvinnurekendur sem hamla þátttöku kvenna og kvára í kvennaverkfallinu. Formaður BSRB segir markmiðið að tryggja að sem flest geti tekið þátt. Stofnað hefur verið skjal á netinu þar sem hægt er að senda aðstandendum verkfallsins ábendingar um vinnustaði sem ekki styðja konur og kvár til þátttöku á þriðjudag. Aðstandendur áskilji sér rétt til þess að birta tossalista yfir atvinnurekendur sem þetta geri. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og einn skipuleggjenda, segir í samtali við Vísi að þeir hafi strax fundið mikinn meðbyr með verkfallinu. Margir atvinnurekendur hafi strax skilið að um væri að ræða samfélagslegt verkefni. Atvinnurekendur fái ráðrúm til betrumbóta Skipuleggjendum hafi hins vegar borist ábendingar um vinnustaði þar sem ekki hafi verið ætlunin að virða kvennaverkfallið. Þeim hafi þá dottið í hug að útbúa skjal til að halda utan um fjölda þeirra. „Þá einmitt til að hafa samband fyrst við þessa atvinnurekendur og hvetja þá til þess að styðja við konur og kvár á sínum vinnustað til þess að taka þátt í þessum mikilvæga baráttudegi fyrir jafnrétti,“ segir Sonja. „En mörgum ábendinganna fylgja líka frásagnir af birtingarmyndum misréttis inni á vinnustöðunum, þannig að þá hugsuðum við að það mætti jafnvel ganga skrefinu lengra og birta allavega nöfnin á þeim atvinnurekendum sem ekki ætla að styðja við þessa jafnréttisbaráttu.“ Listinn verði birtur fyrir þriðjudag Sonja segir að listinn verði birtur fyrir þriðjudag, þegar verkfallið fer fram. Markmiðið með því sé að tryggja að sem flest geti tekið þátt og að það sé heilt yfir hvatning í samfélaginu til þess. Þannig að þið hafið ekki endanlega ákveðið hvenær listinn verður birtur? „Nei, það fer einmitt eftir því hvað stendur eftir, eftir að það er búið að senda atvinnurekendum ábendingar. Af því að við höfum líka alveg reynslu af því að einhverjir atvinnurekendur hafi tekið þetta óstinnt upp í fyrstu og allavega ekki verið mjög styðjandi, en svo hafi þeir skipt um skoðun eftir því sem þeir hafa öðlast meiri upplýsingar og þekkingu um hvað stendur til.“ Sonja segir að fjórtán manns séu í framkvæmdastjórn vegna kvennaverkfallsins. Hún segist ekki hafa nákvæma tölu á hreinu yfir fjölda atvinnurekenda sem ekki hyggjast virða verkfallið, þær tölur eigi eftir að taka saman. En það er einhver fjöldi? „Já, þetta er fleiri en einn eða tveir. Það er alveg á hreinu.“ Kvennaverkfall Vinnumarkaður Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Stofnað hefur verið skjal á netinu þar sem hægt er að senda aðstandendum verkfallsins ábendingar um vinnustaði sem ekki styðja konur og kvár til þátttöku á þriðjudag. Aðstandendur áskilji sér rétt til þess að birta tossalista yfir atvinnurekendur sem þetta geri. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og einn skipuleggjenda, segir í samtali við Vísi að þeir hafi strax fundið mikinn meðbyr með verkfallinu. Margir atvinnurekendur hafi strax skilið að um væri að ræða samfélagslegt verkefni. Atvinnurekendur fái ráðrúm til betrumbóta Skipuleggjendum hafi hins vegar borist ábendingar um vinnustaði þar sem ekki hafi verið ætlunin að virða kvennaverkfallið. Þeim hafi þá dottið í hug að útbúa skjal til að halda utan um fjölda þeirra. „Þá einmitt til að hafa samband fyrst við þessa atvinnurekendur og hvetja þá til þess að styðja við konur og kvár á sínum vinnustað til þess að taka þátt í þessum mikilvæga baráttudegi fyrir jafnrétti,“ segir Sonja. „En mörgum ábendinganna fylgja líka frásagnir af birtingarmyndum misréttis inni á vinnustöðunum, þannig að þá hugsuðum við að það mætti jafnvel ganga skrefinu lengra og birta allavega nöfnin á þeim atvinnurekendum sem ekki ætla að styðja við þessa jafnréttisbaráttu.“ Listinn verði birtur fyrir þriðjudag Sonja segir að listinn verði birtur fyrir þriðjudag, þegar verkfallið fer fram. Markmiðið með því sé að tryggja að sem flest geti tekið þátt og að það sé heilt yfir hvatning í samfélaginu til þess. Þannig að þið hafið ekki endanlega ákveðið hvenær listinn verður birtur? „Nei, það fer einmitt eftir því hvað stendur eftir, eftir að það er búið að senda atvinnurekendum ábendingar. Af því að við höfum líka alveg reynslu af því að einhverjir atvinnurekendur hafi tekið þetta óstinnt upp í fyrstu og allavega ekki verið mjög styðjandi, en svo hafi þeir skipt um skoðun eftir því sem þeir hafa öðlast meiri upplýsingar og þekkingu um hvað stendur til.“ Sonja segir að fjórtán manns séu í framkvæmdastjórn vegna kvennaverkfallsins. Hún segist ekki hafa nákvæma tölu á hreinu yfir fjölda atvinnurekenda sem ekki hyggjast virða verkfallið, þær tölur eigi eftir að taka saman. En það er einhver fjöldi? „Já, þetta er fleiri en einn eða tveir. Það er alveg á hreinu.“
Kvennaverkfall Vinnumarkaður Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira