Kjartan Atli eftir sögulegan sigur: Ef kakan er nógu stór þá fá allir að borða Sæbjörn Steinke skrifar 19. október 2023 21:52 Kjartan Atli kallar leiðbeiningar inn á völlinn Vísir / Anton Brink Álftanes vann í kvöld sögulegan sigur því þetta var fyrsti útisigur liðsins í efstu deild í körfubolta. Leikurinn var liður í þriðju umferð Subway deildarinnar og var Breiðablik andstæðingurinn. Leikurinn var fyrsti útileikur Álftaness í efstu deild og eftir hann ræddi Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari liðsins, við Vísi og Stöð 2 Sport. „Við vorum meðvitaðir um þetta allt saman og vildum skrifa þennan kafla í söguna í kvöld.“ „Ég er ánægðastur með gott flæði í sókninni, stigadreifingin var mjög góð. Heilt yfir margt í sóknarleiknum sem ég var ánægður með. Svo höldum við þeim í 37% skotnýtingu.“ Álftanes komst snemma í öðrum leikhluta í færi á að ganga frá leiknum en náði ekki að rota andstæðinginn og heimamenn komu sér aftur inn í leikinn. „Ég var svekktur með það, vildi að sjálfsögðu að við myndum stíga á bensíngjöfina og klára leikinn. En það er líka kredit á þá að hafa komið til baka, eru með virkilega flotta skorara í Everage og Keith, sem við þekkjum vel úr rimmum okkar við Skallagrím á síðustu leiktíð, þannig ég gef þeim hrós að koma til baka.“ Kjartan var ánægður með hversu margir komu að stigaskorun liðsins í kvöld. „Það er mjög ánægjulegt hvað það voru margir sem voru að koma með framlag bæði varnar- og sóknarlega.“ Það eru margir góðir leikmenn í liði Álftaness. Daniel Love skoraði einungis fimm stig í kvöld eftir að hafa átt mjög góðan leik gegn Grindavík í síðasta leik. „Þetta er bara þannig lið að stundum skorar þessi fimm, þessi tíu, næsti fimmtán og annar tuttugu stig. Menn vita að ef kakan er nógu stór þá fá allir að borða.“ Þjálfarinn var mjög kátur með stuðninginn í stúkunni. „Alveg geggjað, það er ótrúlega gaman hvað það eru margir sem hafa fylkt sér á bak við okkur, rosalega jákvæð stemning og við erum mjög stoltir af því hvað fólkið hefur tekið okkur vel úti á Nesi.“ Undirritaður var mjög hrifinn af leik Hauks Helga Pálssonar í kvöld og var þjálfarinn spurður út í landsliðsmanninn. „Haukur var flottur í kvöld, margir mjög flottir. Ég var mjög ánægður með hvernig hann spilaði.“ Að lokum laumaði Kjartan, sem er fyrrum leikmaður Breiðabliks, að einu hrósi. „Mig langar að gefa manni hér úr Kópavoginum, þar sem ég þekki nú aðeins til hér í Smáranum, mikið kredit; Heimir Snær Jónsson formaður körfuknattleiksdeildar Breiðabliks. Kredit á hann fyrir að vinna baki brotnu. Hrós á hvað hann er að gera hlutina vel.“ Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
„Við vorum meðvitaðir um þetta allt saman og vildum skrifa þennan kafla í söguna í kvöld.“ „Ég er ánægðastur með gott flæði í sókninni, stigadreifingin var mjög góð. Heilt yfir margt í sóknarleiknum sem ég var ánægður með. Svo höldum við þeim í 37% skotnýtingu.“ Álftanes komst snemma í öðrum leikhluta í færi á að ganga frá leiknum en náði ekki að rota andstæðinginn og heimamenn komu sér aftur inn í leikinn. „Ég var svekktur með það, vildi að sjálfsögðu að við myndum stíga á bensíngjöfina og klára leikinn. En það er líka kredit á þá að hafa komið til baka, eru með virkilega flotta skorara í Everage og Keith, sem við þekkjum vel úr rimmum okkar við Skallagrím á síðustu leiktíð, þannig ég gef þeim hrós að koma til baka.“ Kjartan var ánægður með hversu margir komu að stigaskorun liðsins í kvöld. „Það er mjög ánægjulegt hvað það voru margir sem voru að koma með framlag bæði varnar- og sóknarlega.“ Það eru margir góðir leikmenn í liði Álftaness. Daniel Love skoraði einungis fimm stig í kvöld eftir að hafa átt mjög góðan leik gegn Grindavík í síðasta leik. „Þetta er bara þannig lið að stundum skorar þessi fimm, þessi tíu, næsti fimmtán og annar tuttugu stig. Menn vita að ef kakan er nógu stór þá fá allir að borða.“ Þjálfarinn var mjög kátur með stuðninginn í stúkunni. „Alveg geggjað, það er ótrúlega gaman hvað það eru margir sem hafa fylkt sér á bak við okkur, rosalega jákvæð stemning og við erum mjög stoltir af því hvað fólkið hefur tekið okkur vel úti á Nesi.“ Undirritaður var mjög hrifinn af leik Hauks Helga Pálssonar í kvöld og var þjálfarinn spurður út í landsliðsmanninn. „Haukur var flottur í kvöld, margir mjög flottir. Ég var mjög ánægður með hvernig hann spilaði.“ Að lokum laumaði Kjartan, sem er fyrrum leikmaður Breiðabliks, að einu hrósi. „Mig langar að gefa manni hér úr Kópavoginum, þar sem ég þekki nú aðeins til hér í Smáranum, mikið kredit; Heimir Snær Jónsson formaður körfuknattleiksdeildar Breiðabliks. Kredit á hann fyrir að vinna baki brotnu. Hrós á hvað hann er að gera hlutina vel.“
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira