Segir fólki að hætta að hneykslast á áhrifavöldum og horfa á stóru myndina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2023 15:01 Tony Bellew hefur náð að búa sér til líf eftir hnefaleikaferlinn bæði í fjölmiðlum og með því að leika í kvikmyndinni Creed III. Getty/Dave J Hogan Fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum er ekki einn af þeim sem gagnrýnir bardaga áhrifavalda sem eru mjög áberandi þessa dagana í bardagaheiminum. Tony Bellew hélt sjálfur heimsmeistaratitli í þéttivigt (cruiserweight) á árunum 2016 til 2017 og hann hefur nú sent KSI kveðju og stuðning eftir að áhrifavaldurinn tapaði á umdeildan hátt á móti hnefaleikakappanum Tommy Fury á dögunum. „Ég hef talað við hann. JJ er góður strákur og hann leggur mikið á sig. Það er fyndið að það hneykslast enginn þegar fræga fólkið mætir til að spila fótboltaleik,“ sagði Tony Bellew í viðtali hjá talkSPORT. Margir í hnefaleikaheiminum óttast það að allir þessir bardagar hjá áhrifavöldum eins og KSI og Jake Paul séu að hafa slæm áhrif á íþróttina en Bellew er ekki sammála því. Gagrýnin er á það að fólk sé að horfa á slaka hnefaleikamenn berjast í stað þess að horfa á þá sem eiga að kunna eitthvað í íþróttinni. „Af hverju erum við að missa okkur yfir því þegar frægt fólk vill keppa í hnefaleikum? Þessir blaðamenn og jafnvel hnefaleikakappar stíga fram og segja að þetta sé skömm fyrir sportið. Af hverju er þetta skömm? Þeir eru ekki að taka peninga af ykkar borði,“ sagði Bellew. „Það er algjört brjálæði hvað fólk er reitt út í þá. Ég skil ekki þessa reiði. Þeir fara bara sína leið í þessu,“ sagði Bellew. Hann vill að fólk horfi frekar á stóru myndina og átti sig á því að þessir bardagar séu að auka áhuga á hnefaleikaíþróttinni. „Ég fór í hnefaleikasal í gærkvöldi til að tala við krakka og það voru tvö hundruð krakkar mættir. Ég ætla ekki að reyna að ljúga því að það sé ekki vegna KSI. Ég segi ykkur það að þeir eru að hvetja svo marga krakka úr mismunandi aðstæðum til að prófa hnefaleika,“ sagði Bellew. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Box Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Tony Bellew hélt sjálfur heimsmeistaratitli í þéttivigt (cruiserweight) á árunum 2016 til 2017 og hann hefur nú sent KSI kveðju og stuðning eftir að áhrifavaldurinn tapaði á umdeildan hátt á móti hnefaleikakappanum Tommy Fury á dögunum. „Ég hef talað við hann. JJ er góður strákur og hann leggur mikið á sig. Það er fyndið að það hneykslast enginn þegar fræga fólkið mætir til að spila fótboltaleik,“ sagði Tony Bellew í viðtali hjá talkSPORT. Margir í hnefaleikaheiminum óttast það að allir þessir bardagar hjá áhrifavöldum eins og KSI og Jake Paul séu að hafa slæm áhrif á íþróttina en Bellew er ekki sammála því. Gagrýnin er á það að fólk sé að horfa á slaka hnefaleikamenn berjast í stað þess að horfa á þá sem eiga að kunna eitthvað í íþróttinni. „Af hverju erum við að missa okkur yfir því þegar frægt fólk vill keppa í hnefaleikum? Þessir blaðamenn og jafnvel hnefaleikakappar stíga fram og segja að þetta sé skömm fyrir sportið. Af hverju er þetta skömm? Þeir eru ekki að taka peninga af ykkar borði,“ sagði Bellew. „Það er algjört brjálæði hvað fólk er reitt út í þá. Ég skil ekki þessa reiði. Þeir fara bara sína leið í þessu,“ sagði Bellew. Hann vill að fólk horfi frekar á stóru myndina og átti sig á því að þessir bardagar séu að auka áhuga á hnefaleikaíþróttinni. „Ég fór í hnefaleikasal í gærkvöldi til að tala við krakka og það voru tvö hundruð krakkar mættir. Ég ætla ekki að reyna að ljúga því að það sé ekki vegna KSI. Ég segi ykkur það að þeir eru að hvetja svo marga krakka úr mismunandi aðstæðum til að prófa hnefaleika,“ sagði Bellew. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Box Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira