Steinar Þór mátti smala saman vitnum í Lindarhvolsmálinu Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2023 10:09 Steinar Þór Guðgeirsson var allt í öllu í Lindarhvoli og var svo lögmaður í málinu þegar Frigus II kærði eina söluna, þegar Klakka, áður Exista, var komið í hendur einkaaðila. vísir/vilhelm Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður hafi ekki brotið gegn siðareglum lögmanna þegar hann kallaði saman hóp vitna í Lindarhvolsmálinu. Ljóst er að þetta hefur vafist fyrir úrskurðarnefndinni því málið er reifað fram og til baka, úrskurðurinn er langur og einhver myndi segja þvælinn. Málið snýst um hvort Steinar Þór hafi gerst brotlegur við siðareglur með því að kalla saman hóp vitna, stjórn Lindarhvols, og fara yfir málin áður en til vitnaleiðslu kom. Sigurður Valtýsson forsvarsmaður Frigusar kærði þetta atriði til Lögmannafélagsins en Arnar Þór Stefánsson, lögmaður hans, vakti athygli á nástöðu Steinars Þórs við málflutning í héraði; að áður en til vitnaleiðslu kom hafi Steinar Þór fundað með öðrum vitnum, stjórn Lindarhvols. „Ég veit ekki hvort lögmaðurinn áttar sig á því hversu alvarlegt þetta er, að funda með nokkrum vitnum. Þá líklegast að rifja upp og fara yfir framburðina fyrir dómi,“ sagði Arnar Þór. Og óskaði eftir því við sama tækifæri að Steinar Þór viki sem lögmaður í málinu meðal annars vegna þess að hann sjálfur var mikilvægt vitni í málinu. Steinar Þór hélt því fram í sínum málflutningi að ástæða fundarins hafi verið aldur og heilsa Þórhalls Arasonar stjórnarformanns Lindarhvols, því hafi verið mikilvægt að rifja upp málsatvik með honum. Úrskurðarnefndin túlkar þennan þátt málsins svo að ekki hafi verið um að ræða samræmdan vitnisburð eða að vitni væru að samræma mál sitt. Í niðurstöðu segir óumdeilt að Steinar Þór hafi hitt hóp vitna á fundi þar sem málsatvik í aðdraganda aðalmeðferðar í fyrrnefndu dómsmáli voru rifjuð upp. „Þrátt fyrir það er ósannað að varnaraðili hafi haft áhrif á framburði vitnanna eða samstillt vitnisburðum þeirra líkt og sóknaraðili byggir á. Að virtum gögnum málsins þykir nefndinni ekkert fram komið í þessu máli sem styður þann málatilbúnað sóknaraðila. Þegar af þeirri ástæðu telst ósannað að varnaraðili hafi gert á hlut sóknaraðila með háttsemi sem stríði gegn lögum eða siðareglum lögmanna, sbr. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn.“ Starfsemi Lindarhvols Dómsmál Lögmennska Tengdar fréttir Frigus áfrýjar sýknu Lindarhvols og ríkisins Félagið Frigus II ehf hefur áfrýjað dómi héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Lindarhvol og íslenska ríkið voru sýknuð. Dómurinn féll þann 17. mars. 13. apríl 2023 15:41 Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. 26. janúar 2023 14:15 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Ljóst er að þetta hefur vafist fyrir úrskurðarnefndinni því málið er reifað fram og til baka, úrskurðurinn er langur og einhver myndi segja þvælinn. Málið snýst um hvort Steinar Þór hafi gerst brotlegur við siðareglur með því að kalla saman hóp vitna, stjórn Lindarhvols, og fara yfir málin áður en til vitnaleiðslu kom. Sigurður Valtýsson forsvarsmaður Frigusar kærði þetta atriði til Lögmannafélagsins en Arnar Þór Stefánsson, lögmaður hans, vakti athygli á nástöðu Steinars Þórs við málflutning í héraði; að áður en til vitnaleiðslu kom hafi Steinar Þór fundað með öðrum vitnum, stjórn Lindarhvols. „Ég veit ekki hvort lögmaðurinn áttar sig á því hversu alvarlegt þetta er, að funda með nokkrum vitnum. Þá líklegast að rifja upp og fara yfir framburðina fyrir dómi,“ sagði Arnar Þór. Og óskaði eftir því við sama tækifæri að Steinar Þór viki sem lögmaður í málinu meðal annars vegna þess að hann sjálfur var mikilvægt vitni í málinu. Steinar Þór hélt því fram í sínum málflutningi að ástæða fundarins hafi verið aldur og heilsa Þórhalls Arasonar stjórnarformanns Lindarhvols, því hafi verið mikilvægt að rifja upp málsatvik með honum. Úrskurðarnefndin túlkar þennan þátt málsins svo að ekki hafi verið um að ræða samræmdan vitnisburð eða að vitni væru að samræma mál sitt. Í niðurstöðu segir óumdeilt að Steinar Þór hafi hitt hóp vitna á fundi þar sem málsatvik í aðdraganda aðalmeðferðar í fyrrnefndu dómsmáli voru rifjuð upp. „Þrátt fyrir það er ósannað að varnaraðili hafi haft áhrif á framburði vitnanna eða samstillt vitnisburðum þeirra líkt og sóknaraðili byggir á. Að virtum gögnum málsins þykir nefndinni ekkert fram komið í þessu máli sem styður þann málatilbúnað sóknaraðila. Þegar af þeirri ástæðu telst ósannað að varnaraðili hafi gert á hlut sóknaraðila með háttsemi sem stríði gegn lögum eða siðareglum lögmanna, sbr. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn.“
Starfsemi Lindarhvols Dómsmál Lögmennska Tengdar fréttir Frigus áfrýjar sýknu Lindarhvols og ríkisins Félagið Frigus II ehf hefur áfrýjað dómi héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Lindarhvol og íslenska ríkið voru sýknuð. Dómurinn féll þann 17. mars. 13. apríl 2023 15:41 Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. 26. janúar 2023 14:15 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Frigus áfrýjar sýknu Lindarhvols og ríkisins Félagið Frigus II ehf hefur áfrýjað dómi héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Lindarhvol og íslenska ríkið voru sýknuð. Dómurinn féll þann 17. mars. 13. apríl 2023 15:41
Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. 26. janúar 2023 14:15