Efling tekur þátt í útfararkostnaðinum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. október 2023 10:41 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að sjúkrasjóður félagsins hafi ákveðið að taka þátt í kostnaði við útför manns sem lést í eldsvoða í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða í vikunni þrátt fyrir að hann hafi ekki verið búinn að ávinna sér þau réttindi hjá félaginu. Stöð 2/Ívar Fannar Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að taka þátt útfarakostnaði manns sem lést í eldsvoða á Funahöfða í vikunni þó hann hafi ekki verið búinn að ávinna sér þau réttindi hjá félaginu. Eigendur Funahöfða 7 hafa sömuleiðis boðið fram fjárhagsaðstoð. Adrian Wisniewski Sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða á mánudag sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að faðir sinn hefði búið við hrikalegar aðstæður í iðnaðarhúsnæðinu. Hann stæði ráðalaus frammi fyrir miklum útfararkostnaði. Þá sagði hann föður sinn hafa búið á Íslandi í þrjú ár. Í fyrstu hafi hann unnið við byggingariðnað í Borgarnesi en síðustu tvö ár hafi hann verið á atvinnuleysisbótum. Hann kvaðst ekki vita hvernig hann ætti að standa straum af útfararkostnaði. Enga hjálp virtist vera að fá hjá Eflingu, stéttarfélagi föður hans. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hvatti í vikunni félagsfólk Eflingar sem byggi í húsnæðinu á Funahöfða til að hafa samband við félagið. Sólveig segir að þegar sonur mannsins hafi haft samband við stéttarfélagið eftir slysið hafi starfsmaður Eflingar bent á að faðir hans hefði ekki greitt nóg til félagsins til að það tæki þátt í útfararkostnaðinum. Félagið hafi þó aðrar leiðir til að aðstoða fólk í þessari neyð og því hafi verið ákveðið að aðstoða aðstandendur mannsins til að standa straum í útfararkostnaðinum. „Félagið hefur nú sett sig í samband við son mannsins sem lést við þessar hræðilegu aðstæður. Þegar fólk sem ætti að vera félagsfólk í Eflingu en hefur ekki að einhverjum ástæðum ekki náð að vinna sér inn réttindi getur stjórn sjúkrasjóðsins liðsinnt fólki og það höfum við gert og munum halda áfram að gera. Við getum veitt margvíslega aðstoð en það er í höndum sjóðsins að taka ákvörðun um það,“ segir Sólveig. Sonur mannsins sem lést í slysinu sagði í frétt Stöðvar 2 í gær að eigendur hússins hefðu ekki sett sig í samband við sig síðustu í kjölfar slyssins og sér þætti það sorglegt. Hann tjáði fréttastofu í morgun að eftir fréttina í gær hefðu eigendurnir sett sig í samband við sig og boðist til að taka þátt í útfararkostnaðinum. Bruni á Funahöfða Kjaramál Reykjavík Stéttarfélög Tengdar fréttir Maðurinn sem lést í eldsvoðanum hafi búið við hrikalegar aðstæður Sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða á mánudag segir föður sinn hafa búið við hrikalegar aðstæður í húsnæðinu. Hann stendur ráðalaus frammi fyrir miklum útfararkostnaði. 19. október 2023 18:58 Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra. 18. október 2023 10:41 Samskipti við eigendur húsnæðisins hafi verið til fyrirmyndar Slökkviliðstjóri segir samskipti við eigendur húsnæðisins við Funahöfða 7, þar sem maður lést í kjölfar eldsviða í gær, hafa verið til fyrirmyndar. Þúsundir búa í iðnaðarhúsnæði hér á landi sem hann segir að þurfi ekki endilega að vera slæmt. 17. október 2023 20:01 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Adrian Wisniewski Sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða á mánudag sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að faðir sinn hefði búið við hrikalegar aðstæður í iðnaðarhúsnæðinu. Hann stæði ráðalaus frammi fyrir miklum útfararkostnaði. Þá sagði hann föður sinn hafa búið á Íslandi í þrjú ár. Í fyrstu hafi hann unnið við byggingariðnað í Borgarnesi en síðustu tvö ár hafi hann verið á atvinnuleysisbótum. Hann kvaðst ekki vita hvernig hann ætti að standa straum af útfararkostnaði. Enga hjálp virtist vera að fá hjá Eflingu, stéttarfélagi föður hans. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hvatti í vikunni félagsfólk Eflingar sem byggi í húsnæðinu á Funahöfða til að hafa samband við félagið. Sólveig segir að þegar sonur mannsins hafi haft samband við stéttarfélagið eftir slysið hafi starfsmaður Eflingar bent á að faðir hans hefði ekki greitt nóg til félagsins til að það tæki þátt í útfararkostnaðinum. Félagið hafi þó aðrar leiðir til að aðstoða fólk í þessari neyð og því hafi verið ákveðið að aðstoða aðstandendur mannsins til að standa straum í útfararkostnaðinum. „Félagið hefur nú sett sig í samband við son mannsins sem lést við þessar hræðilegu aðstæður. Þegar fólk sem ætti að vera félagsfólk í Eflingu en hefur ekki að einhverjum ástæðum ekki náð að vinna sér inn réttindi getur stjórn sjúkrasjóðsins liðsinnt fólki og það höfum við gert og munum halda áfram að gera. Við getum veitt margvíslega aðstoð en það er í höndum sjóðsins að taka ákvörðun um það,“ segir Sólveig. Sonur mannsins sem lést í slysinu sagði í frétt Stöðvar 2 í gær að eigendur hússins hefðu ekki sett sig í samband við sig síðustu í kjölfar slyssins og sér þætti það sorglegt. Hann tjáði fréttastofu í morgun að eftir fréttina í gær hefðu eigendurnir sett sig í samband við sig og boðist til að taka þátt í útfararkostnaðinum.
Bruni á Funahöfða Kjaramál Reykjavík Stéttarfélög Tengdar fréttir Maðurinn sem lést í eldsvoðanum hafi búið við hrikalegar aðstæður Sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða á mánudag segir föður sinn hafa búið við hrikalegar aðstæður í húsnæðinu. Hann stendur ráðalaus frammi fyrir miklum útfararkostnaði. 19. október 2023 18:58 Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra. 18. október 2023 10:41 Samskipti við eigendur húsnæðisins hafi verið til fyrirmyndar Slökkviliðstjóri segir samskipti við eigendur húsnæðisins við Funahöfða 7, þar sem maður lést í kjölfar eldsviða í gær, hafa verið til fyrirmyndar. Þúsundir búa í iðnaðarhúsnæði hér á landi sem hann segir að þurfi ekki endilega að vera slæmt. 17. október 2023 20:01 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Maðurinn sem lést í eldsvoðanum hafi búið við hrikalegar aðstæður Sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða á mánudag segir föður sinn hafa búið við hrikalegar aðstæður í húsnæðinu. Hann stendur ráðalaus frammi fyrir miklum útfararkostnaði. 19. október 2023 18:58
Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra. 18. október 2023 10:41
Samskipti við eigendur húsnæðisins hafi verið til fyrirmyndar Slökkviliðstjóri segir samskipti við eigendur húsnæðisins við Funahöfða 7, þar sem maður lést í kjölfar eldsviða í gær, hafa verið til fyrirmyndar. Þúsundir búa í iðnaðarhúsnæði hér á landi sem hann segir að þurfi ekki endilega að vera slæmt. 17. október 2023 20:01
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?