„Þú ert með völdin!“ Kristín Ólafsdóttir og Helena Rós Sturludóttir skrifa 20. október 2023 11:59 Mótmælendur ræða hér við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra eftir að hún hafði tekið á móti undirskriftalistanum. Stuðningsfólk Palestínumanna sótti hart að ráðherrum fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Mótmælendur kröfðust tafarlausrar fordæmingar íslenskra stjórnvalda á árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðustu vikur og afhentu forsætisráðherra lista með tvö þúsund undirskriftum til stuðnings Palestínu. Það var hiti í mótmælendum sem söfnuðust saman við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu nú í morgunsárið til stuðnings frjálsri Palestínu. Sema Erla Serdar skipuleggjandi mótmælanna afhenti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra undirskriftarlista með um tvö þúsund undirskriftum fyrir málstaðinn, sem safnað var á tveimur dögum. Mótmælendur þjörmuðu að forsætisráðherra þegar hún tók við listanum. Hún var innt eftir því hvað ríkisstjórnin hygðist gera fyrir hælisleitendur frá Palestínu og Katrín kvaðst vita til þess að einhverjar fjölskyldusameiningar væru fyrirhugaðar. „Þú ert með völdin!“ kvað þá við í mótmælendum, sem almennt voru á einu máli um að ríkisstjórnin hefði ekki beitt sér nóg í málinu. „Ég vil að hún fordæmi fortakslaust öll dráp á börnum og fólki hvar sem það er í heiminum,“ sagði Elvar Ástráðsson mótmælandi. „Og við viljum að þau beiti sér fyrir því án tafar að þetta þjóðarmorð verði stöðvað,“ sagði Sema Erla. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kvaðst skilja mótmælendur. „Ég tók við þessum mótmælum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Við vitum það líka að Ísland hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Við höfum alltaf talað fyrir tveggja ríka lausninni. Og nú höfum við að sjálfsögðu veitt og tekið undir kröfuna um mannúðaraðstoð inn á svæði og veitt auknu fé til slíkrar mannúðaraðstoðar inn á Gasa.“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra lagði áherslu á ótvíræðan rétt ríkja til að verja sig, eins og Ísrael hafi þurft að gera gagnvart Hamas. „En það eru mörk fyrir því hversu langt væri hægt að ganga til þess að koma upp sjálfsvörn. Við hörmum að sjálfsögðu það sérstaklega þegar almennir borgarar verða í skotlínunni.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Það var hiti í mótmælendum sem söfnuðust saman við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu nú í morgunsárið til stuðnings frjálsri Palestínu. Sema Erla Serdar skipuleggjandi mótmælanna afhenti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra undirskriftarlista með um tvö þúsund undirskriftum fyrir málstaðinn, sem safnað var á tveimur dögum. Mótmælendur þjörmuðu að forsætisráðherra þegar hún tók við listanum. Hún var innt eftir því hvað ríkisstjórnin hygðist gera fyrir hælisleitendur frá Palestínu og Katrín kvaðst vita til þess að einhverjar fjölskyldusameiningar væru fyrirhugaðar. „Þú ert með völdin!“ kvað þá við í mótmælendum, sem almennt voru á einu máli um að ríkisstjórnin hefði ekki beitt sér nóg í málinu. „Ég vil að hún fordæmi fortakslaust öll dráp á börnum og fólki hvar sem það er í heiminum,“ sagði Elvar Ástráðsson mótmælandi. „Og við viljum að þau beiti sér fyrir því án tafar að þetta þjóðarmorð verði stöðvað,“ sagði Sema Erla. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kvaðst skilja mótmælendur. „Ég tók við þessum mótmælum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Við vitum það líka að Ísland hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Við höfum alltaf talað fyrir tveggja ríka lausninni. Og nú höfum við að sjálfsögðu veitt og tekið undir kröfuna um mannúðaraðstoð inn á svæði og veitt auknu fé til slíkrar mannúðaraðstoðar inn á Gasa.“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra lagði áherslu á ótvíræðan rétt ríkja til að verja sig, eins og Ísrael hafi þurft að gera gagnvart Hamas. „En það eru mörk fyrir því hversu langt væri hægt að ganga til þess að koma upp sjálfsvörn. Við hörmum að sjálfsögðu það sérstaklega þegar almennir borgarar verða í skotlínunni.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira