Datt úr hárgreiðslustól og krafðist skaðabóta Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. október 2023 19:49 Armur á hárgreiðslustólnum brotnaði með þeim afleiðingum að konan datt í gólfið. Vísir/Vilhelm/Getty Kona sem datt úr hárgreiðslustól og slasaðist fær engar skaðabætur frá tryggingafélagi hárgreiðslustofunnar. Atvikið var talið óhappatilvik og þar af leiðandi enginn talinn bera ábyrgð á slysinu. Landsréttur, sem kvað upp dóm í málinu í dag, sneri við dómi héraðsdóms sem áður hafði dæmt konunni í vil. Héraðsdómur taldi að konan ætti rétt á bótum úr frjálsri ábyrgðartryggingu hárgreiðslustofunnar, sem var tryggð hjá Sjóvá. Varanleg læknisfræðileg örorka Málsatvik voru þau að konunni var boðið sæti í hárgreiðslustól á stofu í Kópavogi. Þegar hún settist í stólinn brotnaði annar stólarmurinn og við það datt hún í gólfið. Konan leitaði til læknis vegna meiðslanna, sem voru meðal annars verkir, eymsli víðsvegar auk bakmeiðsla, og var að lokum metin með átta prósent varanlega læknisfræðilega örorku. Fyrir dómi bar konan fyrir sig að stóllinn hafi verið gallaður eða lélegur og að hárgreiðslustofan hafi borið á því ábyrgð. Stóllinn hafi verið tíu til fimmtán ára gamall og eftirliti með honum ábótavant. Þannig hafi stofan vanrækt aðgæsluskyldur, sýnt af sér saknæma háttsemi og þar af leiðandi borið bótaábyrgð. Sjóvá, vátryggingafélag hárgreiðslustofunnar og stefndi í málinu, bar fyrir sig að slysið hafi ekki átt rætur sínar að rekja til saknæmrar háttsemi. Þetta hafi einungis verið óhappatilvik og enginn á því borið ábyrgð. Stóllinn hafi verið sérstaklega gerður fyrir hárgreiðslustofur, reglulega yfirfarinn og í notkun í fjölda ára vandkvæðalaust. Engum að kenna Eins og fyrr segir komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að konan ætti rétt á skaðabótum frá Sjóvá vegna slyssins, meðal annars með vísan til þess að nægar upplýsingar um ástand stólsins hafi ekki legið fyrir, og var hárgreiðslustofan látin bera hallann af þeim sönnunarskorti. Landsréttur komst hins vegar að öndverðri niðurstöðu og taldi að um óhappatilvik hafi verið að ræða. Lagt var til grundvallar að stólarnir væru skoðaðir með reglulegu millibili og að viðhald færi fram eftir þörfum. Ekki var fallist á að hárgreiðslustofan hafi vanrækt eftirlit eða viðhald, og var vátryggingafélag stofunnar því sýknað af bótakröfu konunnar, sem slasaðist í stólnum. Tryggingar Dómsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Landsréttur, sem kvað upp dóm í málinu í dag, sneri við dómi héraðsdóms sem áður hafði dæmt konunni í vil. Héraðsdómur taldi að konan ætti rétt á bótum úr frjálsri ábyrgðartryggingu hárgreiðslustofunnar, sem var tryggð hjá Sjóvá. Varanleg læknisfræðileg örorka Málsatvik voru þau að konunni var boðið sæti í hárgreiðslustól á stofu í Kópavogi. Þegar hún settist í stólinn brotnaði annar stólarmurinn og við það datt hún í gólfið. Konan leitaði til læknis vegna meiðslanna, sem voru meðal annars verkir, eymsli víðsvegar auk bakmeiðsla, og var að lokum metin með átta prósent varanlega læknisfræðilega örorku. Fyrir dómi bar konan fyrir sig að stóllinn hafi verið gallaður eða lélegur og að hárgreiðslustofan hafi borið á því ábyrgð. Stóllinn hafi verið tíu til fimmtán ára gamall og eftirliti með honum ábótavant. Þannig hafi stofan vanrækt aðgæsluskyldur, sýnt af sér saknæma háttsemi og þar af leiðandi borið bótaábyrgð. Sjóvá, vátryggingafélag hárgreiðslustofunnar og stefndi í málinu, bar fyrir sig að slysið hafi ekki átt rætur sínar að rekja til saknæmrar háttsemi. Þetta hafi einungis verið óhappatilvik og enginn á því borið ábyrgð. Stóllinn hafi verið sérstaklega gerður fyrir hárgreiðslustofur, reglulega yfirfarinn og í notkun í fjölda ára vandkvæðalaust. Engum að kenna Eins og fyrr segir komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að konan ætti rétt á skaðabótum frá Sjóvá vegna slyssins, meðal annars með vísan til þess að nægar upplýsingar um ástand stólsins hafi ekki legið fyrir, og var hárgreiðslustofan látin bera hallann af þeim sönnunarskorti. Landsréttur komst hins vegar að öndverðri niðurstöðu og taldi að um óhappatilvik hafi verið að ræða. Lagt var til grundvallar að stólarnir væru skoðaðir með reglulegu millibili og að viðhald færi fram eftir þörfum. Ekki var fallist á að hárgreiðslustofan hafi vanrækt eftirlit eða viðhald, og var vátryggingafélag stofunnar því sýknað af bótakröfu konunnar, sem slasaðist í stólnum.
Tryggingar Dómsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira