Allt um verkfall kvenna og kvára á morgun Lovísa Arnardóttir skrifar 23. október 2023 14:48 Mynd tekin á kvennafrídeginum árið 2018. Vísir/Vilhelm Á morgun, þriðjudaginn 24. október, er kvennaverkfall. Skipulögð dagskrá fer fram um land allt. Búast má við því að verkfallið hafi veruleg áhrif á samfélagið allt. Heilsdagsverkfall kvenna og kvára hefst á miðnætti í kvöld. Verkfallið stendur að þessu sinni í heilan sólarhring. Að verkfallinu standa hátt í 40 samtök. Áhersla er í ár lögð á að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi verði útrýmt og að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum. Búast má við því að verkfallið hafi veruleg áhrif á samfélagið allt, sem dæmi hefur verið gefið út að sundlaugar, skólar og leikskólar verði óstarfhæfir. Fjölmörg fyrirtæki hafa gefið út að ekki verður dregið af launum kvára og kvenna taki þau þátt. Skipulögð dagskrá fer fram þann 24. október, um land allt. Á Akureyri, Neskaupstað, Egilsstöðum, Dalvík, Höfn, Húsavík, Blönduós, Sauðárkrók, Patreksfirði, Hvammstanga, Ísafirði, Raufarhöfn, Reykjavík, Stykkishólmi, Suðurnesjum, Vestmannaeyjum, Vík og Drangsnesi. Götulokanir í miðborginni vegna kvennaverkfallsins.Mynd/Reykjavíkurborg Konur og kvár í nærliggjandi sveitarfélögum við Reykjavík eru hvött til að sækja baráttufundinn á Arnarhóli. Rútuferðir hafa verið skipulagðar meðal annars frá Selfossi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Baráttufundur hefst á Arnarhóli klukkan 14 á morgun en vegna verkfallsins verða nokkuð víðtækar vegalokanir í miðborg Reykjavíkur. Sumar taka gildi í kvöld klukkan 18 á meðan aðrar taka gildi í fyrramálið. Aldís Amah Hamilton, til vinstri, og Ólafía Hrönn Jónsdóttir eru kynnar á baráttufundi á Arnarhóli á morgun. Búist er við miklum fjölda á baráttufundinn en kynnar fundarins verða þær Ólafía Hrönn og Aldís Amah Hamilton Tónlist: Sóðaskapur (pönk hljómsveit skipuð þremur ungum konum), Ragga Gísladóttir og Una Torfadóttir (leiðir fjöldasöng, Áfram stelpur). Ræðufólk: • Urður Bartels - ungt stálp úr MH • Guðbjörg Pálsdóttir - formaður félags hjúkrunarfræðinga • Alice Olivia Clarke - rekur fyrirtækið Tíra reflective accessories Annað: Hópatriði, Jafnréttisparadísin - fjölbreyttur hópur kvenna og kvára fjallar um jafnréttisparadísina Ísland Nánar er hægt að fræðast um daginn á vefnum kvennafri.is en þar er hægt að finna svör við algengum spurningum, upplýsingar um sögu verkfallsins, upplýsingar um skiltagerð í dag, mánudag, og svo viðburði á morgun, þriðjudag, en ýmislegt er í boði. Farið verður í morgunhressingargöngur, haldnir baráttufundir, boðið í skiltagerð, danspartý, fyrirlestra og kvennakaffi, sunginn fjöldasöngur og margt fleira frá morgni til kvölds. Sem dæmi geta konur og kvár byrjað morgundaginn með morgunhressingargöngu í kringum tjörnina í Reykjavík fyrramálið klukkan 9. Farið eftir það í samstöðukaffi og svo á fræðslufund. Eftir það er hægt að fara í samstöðuhristing í Bíó Paradís og svo upphitun á Hallveigarstöðum þar sem boðið verður upp á kaffi og kleinur. Eftir það hefst baráttufundur en honum lýkur klukkan 15. Dagskránni er ekki lokið þá. Hægt er að fara í baráttugleði á Lost Hostel í boði Feminískra fjármála og svo í Útgáfuhóf myndabókarinnar ÉG ÞORI! ÉG GET! ÉG VIL í Pennanum Austurstræti. Yfirlit yfir helstu viðburði. Upplýsingar um götulokanir. Kvennaverkfall Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir Þarf að sjá um börnin og getur því ekki þjónað til borðs Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson getur ekki þjónað til borðs á morgun á veitingastaðnum Önnu Jónu því hann þarf að hugsa um börnin sín. Hann hefur því afboðað þátttöku sína og segir hugmyndina ekki eins frábæra og hann ætlaði fyrst. 23. október 2023 13:53 Atvinnurekendur verði að upplýsa konur af erlendum uppruna Kvennaverkfallið fer fram á morgun og hafa allar konur og kvár verið hvött til þess að leggja niður bæði launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. Fjölmargir vinnustaðir hafa tilkynnt að þeir styðji sína starfsmenn og hafa undirbúið skerta starfsemi á morgun, svo sem flugfélögin, heilsugæslan og sundlaugar. 23. október 2023 12:12 Allar sundlaugarnar í Reykjavík lokaðar nema ein Sundlaugarnar í Reykjavík verða lokaðar á morgun vegna kvennaverkfallsins. Þetta staðfestir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. 23. október 2023 11:49 Biðja starfsfólk að láta yfirmenn vita Icelandair og Play styðja starfsfólk sem hyggst leggja niður störf vegna kvenna- og kváraverkfalls á þriðjudag. Isavia sem meðal annars rekur Keflavíkurflugvöll gerir slíkt hið sama. Fólk er beðið um að láta yfirmann vita ef það ætlar að taka þátt. Vonir eru bundnar við að ekki verði tafir á flugsamgöngum. 22. október 2023 10:50 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Heilsdagsverkfall kvenna og kvára hefst á miðnætti í kvöld. Verkfallið stendur að þessu sinni í heilan sólarhring. Að verkfallinu standa hátt í 40 samtök. Áhersla er í ár lögð á að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi verði útrýmt og að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum. Búast má við því að verkfallið hafi veruleg áhrif á samfélagið allt, sem dæmi hefur verið gefið út að sundlaugar, skólar og leikskólar verði óstarfhæfir. Fjölmörg fyrirtæki hafa gefið út að ekki verður dregið af launum kvára og kvenna taki þau þátt. Skipulögð dagskrá fer fram þann 24. október, um land allt. Á Akureyri, Neskaupstað, Egilsstöðum, Dalvík, Höfn, Húsavík, Blönduós, Sauðárkrók, Patreksfirði, Hvammstanga, Ísafirði, Raufarhöfn, Reykjavík, Stykkishólmi, Suðurnesjum, Vestmannaeyjum, Vík og Drangsnesi. Götulokanir í miðborginni vegna kvennaverkfallsins.Mynd/Reykjavíkurborg Konur og kvár í nærliggjandi sveitarfélögum við Reykjavík eru hvött til að sækja baráttufundinn á Arnarhóli. Rútuferðir hafa verið skipulagðar meðal annars frá Selfossi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Baráttufundur hefst á Arnarhóli klukkan 14 á morgun en vegna verkfallsins verða nokkuð víðtækar vegalokanir í miðborg Reykjavíkur. Sumar taka gildi í kvöld klukkan 18 á meðan aðrar taka gildi í fyrramálið. Aldís Amah Hamilton, til vinstri, og Ólafía Hrönn Jónsdóttir eru kynnar á baráttufundi á Arnarhóli á morgun. Búist er við miklum fjölda á baráttufundinn en kynnar fundarins verða þær Ólafía Hrönn og Aldís Amah Hamilton Tónlist: Sóðaskapur (pönk hljómsveit skipuð þremur ungum konum), Ragga Gísladóttir og Una Torfadóttir (leiðir fjöldasöng, Áfram stelpur). Ræðufólk: • Urður Bartels - ungt stálp úr MH • Guðbjörg Pálsdóttir - formaður félags hjúkrunarfræðinga • Alice Olivia Clarke - rekur fyrirtækið Tíra reflective accessories Annað: Hópatriði, Jafnréttisparadísin - fjölbreyttur hópur kvenna og kvára fjallar um jafnréttisparadísina Ísland Nánar er hægt að fræðast um daginn á vefnum kvennafri.is en þar er hægt að finna svör við algengum spurningum, upplýsingar um sögu verkfallsins, upplýsingar um skiltagerð í dag, mánudag, og svo viðburði á morgun, þriðjudag, en ýmislegt er í boði. Farið verður í morgunhressingargöngur, haldnir baráttufundir, boðið í skiltagerð, danspartý, fyrirlestra og kvennakaffi, sunginn fjöldasöngur og margt fleira frá morgni til kvölds. Sem dæmi geta konur og kvár byrjað morgundaginn með morgunhressingargöngu í kringum tjörnina í Reykjavík fyrramálið klukkan 9. Farið eftir það í samstöðukaffi og svo á fræðslufund. Eftir það er hægt að fara í samstöðuhristing í Bíó Paradís og svo upphitun á Hallveigarstöðum þar sem boðið verður upp á kaffi og kleinur. Eftir það hefst baráttufundur en honum lýkur klukkan 15. Dagskránni er ekki lokið þá. Hægt er að fara í baráttugleði á Lost Hostel í boði Feminískra fjármála og svo í Útgáfuhóf myndabókarinnar ÉG ÞORI! ÉG GET! ÉG VIL í Pennanum Austurstræti. Yfirlit yfir helstu viðburði. Upplýsingar um götulokanir.
Kvennaverkfall Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir Þarf að sjá um börnin og getur því ekki þjónað til borðs Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson getur ekki þjónað til borðs á morgun á veitingastaðnum Önnu Jónu því hann þarf að hugsa um börnin sín. Hann hefur því afboðað þátttöku sína og segir hugmyndina ekki eins frábæra og hann ætlaði fyrst. 23. október 2023 13:53 Atvinnurekendur verði að upplýsa konur af erlendum uppruna Kvennaverkfallið fer fram á morgun og hafa allar konur og kvár verið hvött til þess að leggja niður bæði launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. Fjölmargir vinnustaðir hafa tilkynnt að þeir styðji sína starfsmenn og hafa undirbúið skerta starfsemi á morgun, svo sem flugfélögin, heilsugæslan og sundlaugar. 23. október 2023 12:12 Allar sundlaugarnar í Reykjavík lokaðar nema ein Sundlaugarnar í Reykjavík verða lokaðar á morgun vegna kvennaverkfallsins. Þetta staðfestir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. 23. október 2023 11:49 Biðja starfsfólk að láta yfirmenn vita Icelandair og Play styðja starfsfólk sem hyggst leggja niður störf vegna kvenna- og kváraverkfalls á þriðjudag. Isavia sem meðal annars rekur Keflavíkurflugvöll gerir slíkt hið sama. Fólk er beðið um að láta yfirmann vita ef það ætlar að taka þátt. Vonir eru bundnar við að ekki verði tafir á flugsamgöngum. 22. október 2023 10:50 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Þarf að sjá um börnin og getur því ekki þjónað til borðs Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson getur ekki þjónað til borðs á morgun á veitingastaðnum Önnu Jónu því hann þarf að hugsa um börnin sín. Hann hefur því afboðað þátttöku sína og segir hugmyndina ekki eins frábæra og hann ætlaði fyrst. 23. október 2023 13:53
Atvinnurekendur verði að upplýsa konur af erlendum uppruna Kvennaverkfallið fer fram á morgun og hafa allar konur og kvár verið hvött til þess að leggja niður bæði launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. Fjölmargir vinnustaðir hafa tilkynnt að þeir styðji sína starfsmenn og hafa undirbúið skerta starfsemi á morgun, svo sem flugfélögin, heilsugæslan og sundlaugar. 23. október 2023 12:12
Allar sundlaugarnar í Reykjavík lokaðar nema ein Sundlaugarnar í Reykjavík verða lokaðar á morgun vegna kvennaverkfallsins. Þetta staðfestir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. 23. október 2023 11:49
Biðja starfsfólk að láta yfirmenn vita Icelandair og Play styðja starfsfólk sem hyggst leggja niður störf vegna kvenna- og kváraverkfalls á þriðjudag. Isavia sem meðal annars rekur Keflavíkurflugvöll gerir slíkt hið sama. Fólk er beðið um að láta yfirmann vita ef það ætlar að taka þátt. Vonir eru bundnar við að ekki verði tafir á flugsamgöngum. 22. október 2023 10:50