Segja brotið á réttindum rúmenskra starfsmanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2023 08:40 Rafís segir að brotið hafi verið á réttindum rúmenskra starfsmanna undirverktaka á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm Rafiðnaðarsamband Íslands segir að brotið hafi verið á réttindum rúmenskra starfsmanna hjá verktakafyrirtæki á Suðurlandi með því að afhenda þeim ekki launaseðla. Rúmensku starfsmennirnir hafi þannig ekki vitað hvað þeir höfðu í laun fyrir eða eftir skatta. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Rafís. Segir þar að Hús fagfélaganna og Efling hafi farið í vinnustaðaeftirlit, ásamt fulltrúum frá stéttarfélaginu Bárunni, í mars á þessu ári á byggingarsvæði á Suðurlandi. Var þar rótgróinn íslenskur aðalverktaki með umsjón verksins, sem var bygging aðstöðu fyrir opinberan aðila að því er segir í tilkynningu frá Rafís. Eftirlitsfulltrúarnir hafi á vettvangi hitt rúmenska starfsmenn undirverktaka. Í ljós hafi komið að enginn þeirra hafði aðgang að launaseðli og þeir ekki vitað hvað þeir hefðu í laun, hvorki fyrir né eftir skatta. Grunsemdir hafi þá vaknað hjá eftirlitsaðilum um að brotið væri á réttindum þeirra. „Eftirlitsfulltrúarnir höfðu uppi á aðalverktakanum á svæðinu. Honum var gerð grein fyrir ákvæðum laga um keðjuábyrgð. Aðalverktaka er í þeim gert skylt að tryggja og bera ábyrgð á að allir starfsmenn, hvort sem um ræðir starfsmenn hans, undirverktaka eða starfsmannaleiga, sem koma að framkvæmd samnings fái laun, starfskjör, sjúkra- og slysatryggingar og önnur réttindi. Aðalverktakinn tók málið föstum tökum,“ segir í tilkynningu Rafís. Fengu ekki umsamda launahækkun í nóvember í fyrra Þar á eftir hafi tekið við tímabil þar sem ítrekaðar en árangurslausar tilraunir hafi verið gerðar til að fá afhenta launaseðla og önnur gögn frá undirverktakanum. Aðalverktakinn hafi lagt stéttarfélögum lið með því að halda eftir lokagreiðslu til undirverktakans og segir að hann hafi gert skýlausa kröfu um að fullnægjandi gögnum yrði skilað til stéttarfélaganna. „Þessi aðferð bar þann árangur að nú í september bárust flest þau gögn sem beðið hafði verið eftir mánuðum saman, meðal annars launaseðlar, tímaskráningar og fyrirkomulag vinnunnar. Í ljós kom að starfsmönnunum, sem allir eru iðnaðarmenn án sveinsprófs en eru búsettir á Íslandi, hafði verið greitt undir taxta bæði þegar kom að dagvinnu og yfirvinnu,“ segir í tilkynningunn. Þá hafi verið staðið ranglega að styttingu vinnutíma, desember- og orlofsuppbætur hafi ekki verið greiddar auk þess sme launamennirnir fengu ekki umsamda kauphækkun 1. nóvember 2022. Starfsmönnum hafi sömuleiðis ekki verið greitt fyrir akstur. „Aðalverktakinn hefur gert umræddum undirverktaka ljóst að ekki komi til lokagreiðslu fyrr en sýnt hefur verið fram á að gert hafi verið upp við umrædda starfsmenn. Afstaða hans hefur vegið þungt í málinu, sem fylgt verður eftir af fullri hörku allt til enda.“ Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Rafís. Segir þar að Hús fagfélaganna og Efling hafi farið í vinnustaðaeftirlit, ásamt fulltrúum frá stéttarfélaginu Bárunni, í mars á þessu ári á byggingarsvæði á Suðurlandi. Var þar rótgróinn íslenskur aðalverktaki með umsjón verksins, sem var bygging aðstöðu fyrir opinberan aðila að því er segir í tilkynningu frá Rafís. Eftirlitsfulltrúarnir hafi á vettvangi hitt rúmenska starfsmenn undirverktaka. Í ljós hafi komið að enginn þeirra hafði aðgang að launaseðli og þeir ekki vitað hvað þeir hefðu í laun, hvorki fyrir né eftir skatta. Grunsemdir hafi þá vaknað hjá eftirlitsaðilum um að brotið væri á réttindum þeirra. „Eftirlitsfulltrúarnir höfðu uppi á aðalverktakanum á svæðinu. Honum var gerð grein fyrir ákvæðum laga um keðjuábyrgð. Aðalverktaka er í þeim gert skylt að tryggja og bera ábyrgð á að allir starfsmenn, hvort sem um ræðir starfsmenn hans, undirverktaka eða starfsmannaleiga, sem koma að framkvæmd samnings fái laun, starfskjör, sjúkra- og slysatryggingar og önnur réttindi. Aðalverktakinn tók málið föstum tökum,“ segir í tilkynningu Rafís. Fengu ekki umsamda launahækkun í nóvember í fyrra Þar á eftir hafi tekið við tímabil þar sem ítrekaðar en árangurslausar tilraunir hafi verið gerðar til að fá afhenta launaseðla og önnur gögn frá undirverktakanum. Aðalverktakinn hafi lagt stéttarfélögum lið með því að halda eftir lokagreiðslu til undirverktakans og segir að hann hafi gert skýlausa kröfu um að fullnægjandi gögnum yrði skilað til stéttarfélaganna. „Þessi aðferð bar þann árangur að nú í september bárust flest þau gögn sem beðið hafði verið eftir mánuðum saman, meðal annars launaseðlar, tímaskráningar og fyrirkomulag vinnunnar. Í ljós kom að starfsmönnunum, sem allir eru iðnaðarmenn án sveinsprófs en eru búsettir á Íslandi, hafði verið greitt undir taxta bæði þegar kom að dagvinnu og yfirvinnu,“ segir í tilkynningunn. Þá hafi verið staðið ranglega að styttingu vinnutíma, desember- og orlofsuppbætur hafi ekki verið greiddar auk þess sme launamennirnir fengu ekki umsamda kauphækkun 1. nóvember 2022. Starfsmönnum hafi sömuleiðis ekki verið greitt fyrir akstur. „Aðalverktakinn hefur gert umræddum undirverktaka ljóst að ekki komi til lokagreiðslu fyrr en sýnt hefur verið fram á að gert hafi verið upp við umrædda starfsmenn. Afstaða hans hefur vegið þungt í málinu, sem fylgt verður eftir af fullri hörku allt til enda.“
Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira