Yfirlýsing frá KFUM og Val: „Það hryggir okkur meira en orð fá lýst“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2023 13:45 Séra Friðrik Friðriksson stofnaði KFUM og sömuleiðis íþróttafélögin Val og Hauka. vísir/vilhelm „Við í KFUM og KFUK viljum hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Ef hægt er að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, teljum við slíkt uppgjör nauðsynlegt.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu hjá KFUM og KFUK vegna nýrrar bókar um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda samtakanna og íþróttafélaganna Vals og Hauka. Á heimasíðu Vals segir að félagið fordæmi allt ofbeldi og að Hlíðarendi eigi að vera öruggur staður fyrir alla sem þangað koma. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik að sá síðarnefndi hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsi fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Guðmundur sagði ómögulegt að fullyrða um hvort séra Friðrik hefði misnotað unga drengi. Ein frásögn í bókinni, sem hafi komið óvænt til hans, ýti undir það. Það sé frásögn manns á áttræðisaldri sem var í KFUM sem ungur drengur. Hann lýsi því að hafa verið tekinn og leiddur út af samkomu í KFUM og á fund Friðriks. Hann hafi verið skilinn einn eftir inni í stofu með Friðriki sem hóf svo að kjassa hann og káfar á honum á ósæmilegan hátt. Guðmundur segir að manninum hafi verið brugðið og að atvikið hafi setið í honum alla ævi. Hann hafi leitað til Stígamóta árið 2018 þegar afmælis Friðriks var minnst og svo síðar ákveðið að segja Guðmundi frá þessu. Guðmundur segir að það megi velta því fyrir sér hvort að Friðrik hafi verið með elliglöp á þessum tíma og ekki verið sjálfrátt. En að það sem mæli á móti því er að á sama tíma fór hann í viðtöl og þar virtist í lagi við hann. Vilja ekki breiða yfir sannleikann Í yfirlýsingu KFUM og KFUK segir að samtökin vilji hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Sé hægt að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, sé slíkt uppgjör nauðsynlegt. Öryggi og velferð barna er í fyrirrúmi í öllu starfi KFUM og KFUK í dag. Við gerum afar strangar kröfur til þeirra sem starfa með börnum og ungmennum á vettvangi samtakanna. Þau sem starfa á okkar vegum þurfa að standast ítarlega bakgrunnsathugun og fá einnig þjálfun og uppfræðslu um siðareglur, barnavernd og mörk í samskiptum,“ segir í yfirlýsingunni. „Hafi einstaklingar orðið fyrir kynferðislegu áreiti eða ofbeldi á vettvangi KFUM og KFUK þá hvetjum við viðkomandi til að tilkynna um það, hversu langt sem liðið er. Það má t.d. gera með því að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.“ Yfirlýsingin í heild að neðan. Yfirlýsing frá KFUM og KFUK: Í nýútkominni bók Guðmundar Magnússonar um ævi sr. Friðriks, stofnanda KFUM og KFUK, kemur fram vitnisburður manns um að sr. Friðrik hafi leitað á hann. Okkur í forystu KFUM og KFUK er brugðið við að heyra frásögn um að sr. Friðrik hafi brugðist trausti þeirra sem hann starfaði fyrir. Það hryggir okkur meira en orð fá lýst. Við í KFUM og KFUK viljum hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Ef hægt er að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, teljum við slíkt uppgjör nauðsynlegt. Öryggi og velferð barna er í fyrirrúmi í öllu starfi KFUM og KFUK í dag. Við gerum afar strangar kröfur til þeirra sem starfa með börnum og ungmennum á vettvangi samtakanna. Þau sem starfa á okkar vegum þurfa að standast ítarlega bakgrunnsathugun og fá einnig þjálfun og uppfræðslu um siðareglur, barnavernd og mörk í samskiptum. Hafi einstaklingar orðið fyrir kynferðislegu áreiti eða ofbeldi á vettvangi KFUM og KFUK þá hvetjum við viðkomandi til að tilkynna um það, hversu langt sem liðið er. Það má t.d. gera með því að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Knattspyrnufélagið Valur sendi sömuleiðis frá sér yfirlýsingu í dag. Hana má sjá að neðan. Yfirlýsing frá Knattspyrnufélaginu Val Saga Knattspyrnufélagsins Vals og Séra Friðriks er samofin á margan hátt í þau 112 ár sem félagið hefur starfað. Í fjölmiðlum í gærkvöldi og í dag hafa komið fram alvarlegar ásakanir á Séra Friðrik. Það er erfitt að lesa frásögn sem lýsir hegðun sem er andstæð öllu því sem að Knattspyrnufélagið Valur stendur fyrir. Hugur félagsins er hjá viðkomandi. Knattspyrnufélagið Valur fordæmir allt ofbeldi í hvaða mynd sem er og kappkostar í öllu starfi sínu að Hlíðarendi sé öruggur staður fyrir þá sem þangað koma. Fyrir hönd aðalstjórnar Vals. Hörður Gunnarsson Formaður Knattspyrnufélagsins Vals. Fréttin hefur verið uppfærð með yfirlýsingu Vals. Mál séra Friðriks Friðrikssonar Félagasamtök Valur Haukar Bókaútgáfa Trúmál Tengdar fréttir Ekki aðeins „æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks á drengjum“ Lektor í íslenskum bókmenntum segir lengi hafa verið vitað að það var eitthvað meira en bara æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, á drengjum. Von er á yfirlýsingu frá KFUM vegna málsins. 26. október 2023 11:31 Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. 25. október 2023 21:53 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu hjá KFUM og KFUK vegna nýrrar bókar um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda samtakanna og íþróttafélaganna Vals og Hauka. Á heimasíðu Vals segir að félagið fordæmi allt ofbeldi og að Hlíðarendi eigi að vera öruggur staður fyrir alla sem þangað koma. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik að sá síðarnefndi hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsi fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Guðmundur sagði ómögulegt að fullyrða um hvort séra Friðrik hefði misnotað unga drengi. Ein frásögn í bókinni, sem hafi komið óvænt til hans, ýti undir það. Það sé frásögn manns á áttræðisaldri sem var í KFUM sem ungur drengur. Hann lýsi því að hafa verið tekinn og leiddur út af samkomu í KFUM og á fund Friðriks. Hann hafi verið skilinn einn eftir inni í stofu með Friðriki sem hóf svo að kjassa hann og káfar á honum á ósæmilegan hátt. Guðmundur segir að manninum hafi verið brugðið og að atvikið hafi setið í honum alla ævi. Hann hafi leitað til Stígamóta árið 2018 þegar afmælis Friðriks var minnst og svo síðar ákveðið að segja Guðmundi frá þessu. Guðmundur segir að það megi velta því fyrir sér hvort að Friðrik hafi verið með elliglöp á þessum tíma og ekki verið sjálfrátt. En að það sem mæli á móti því er að á sama tíma fór hann í viðtöl og þar virtist í lagi við hann. Vilja ekki breiða yfir sannleikann Í yfirlýsingu KFUM og KFUK segir að samtökin vilji hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Sé hægt að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, sé slíkt uppgjör nauðsynlegt. Öryggi og velferð barna er í fyrirrúmi í öllu starfi KFUM og KFUK í dag. Við gerum afar strangar kröfur til þeirra sem starfa með börnum og ungmennum á vettvangi samtakanna. Þau sem starfa á okkar vegum þurfa að standast ítarlega bakgrunnsathugun og fá einnig þjálfun og uppfræðslu um siðareglur, barnavernd og mörk í samskiptum,“ segir í yfirlýsingunni. „Hafi einstaklingar orðið fyrir kynferðislegu áreiti eða ofbeldi á vettvangi KFUM og KFUK þá hvetjum við viðkomandi til að tilkynna um það, hversu langt sem liðið er. Það má t.d. gera með því að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.“ Yfirlýsingin í heild að neðan. Yfirlýsing frá KFUM og KFUK: Í nýútkominni bók Guðmundar Magnússonar um ævi sr. Friðriks, stofnanda KFUM og KFUK, kemur fram vitnisburður manns um að sr. Friðrik hafi leitað á hann. Okkur í forystu KFUM og KFUK er brugðið við að heyra frásögn um að sr. Friðrik hafi brugðist trausti þeirra sem hann starfaði fyrir. Það hryggir okkur meira en orð fá lýst. Við í KFUM og KFUK viljum hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Ef hægt er að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, teljum við slíkt uppgjör nauðsynlegt. Öryggi og velferð barna er í fyrirrúmi í öllu starfi KFUM og KFUK í dag. Við gerum afar strangar kröfur til þeirra sem starfa með börnum og ungmennum á vettvangi samtakanna. Þau sem starfa á okkar vegum þurfa að standast ítarlega bakgrunnsathugun og fá einnig þjálfun og uppfræðslu um siðareglur, barnavernd og mörk í samskiptum. Hafi einstaklingar orðið fyrir kynferðislegu áreiti eða ofbeldi á vettvangi KFUM og KFUK þá hvetjum við viðkomandi til að tilkynna um það, hversu langt sem liðið er. Það má t.d. gera með því að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Knattspyrnufélagið Valur sendi sömuleiðis frá sér yfirlýsingu í dag. Hana má sjá að neðan. Yfirlýsing frá Knattspyrnufélaginu Val Saga Knattspyrnufélagsins Vals og Séra Friðriks er samofin á margan hátt í þau 112 ár sem félagið hefur starfað. Í fjölmiðlum í gærkvöldi og í dag hafa komið fram alvarlegar ásakanir á Séra Friðrik. Það er erfitt að lesa frásögn sem lýsir hegðun sem er andstæð öllu því sem að Knattspyrnufélagið Valur stendur fyrir. Hugur félagsins er hjá viðkomandi. Knattspyrnufélagið Valur fordæmir allt ofbeldi í hvaða mynd sem er og kappkostar í öllu starfi sínu að Hlíðarendi sé öruggur staður fyrir þá sem þangað koma. Fyrir hönd aðalstjórnar Vals. Hörður Gunnarsson Formaður Knattspyrnufélagsins Vals. Fréttin hefur verið uppfærð með yfirlýsingu Vals.
Yfirlýsing frá KFUM og KFUK: Í nýútkominni bók Guðmundar Magnússonar um ævi sr. Friðriks, stofnanda KFUM og KFUK, kemur fram vitnisburður manns um að sr. Friðrik hafi leitað á hann. Okkur í forystu KFUM og KFUK er brugðið við að heyra frásögn um að sr. Friðrik hafi brugðist trausti þeirra sem hann starfaði fyrir. Það hryggir okkur meira en orð fá lýst. Við í KFUM og KFUK viljum hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Ef hægt er að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, teljum við slíkt uppgjör nauðsynlegt. Öryggi og velferð barna er í fyrirrúmi í öllu starfi KFUM og KFUK í dag. Við gerum afar strangar kröfur til þeirra sem starfa með börnum og ungmennum á vettvangi samtakanna. Þau sem starfa á okkar vegum þurfa að standast ítarlega bakgrunnsathugun og fá einnig þjálfun og uppfræðslu um siðareglur, barnavernd og mörk í samskiptum. Hafi einstaklingar orðið fyrir kynferðislegu áreiti eða ofbeldi á vettvangi KFUM og KFUK þá hvetjum við viðkomandi til að tilkynna um það, hversu langt sem liðið er. Það má t.d. gera með því að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.
Yfirlýsing frá Knattspyrnufélaginu Val Saga Knattspyrnufélagsins Vals og Séra Friðriks er samofin á margan hátt í þau 112 ár sem félagið hefur starfað. Í fjölmiðlum í gærkvöldi og í dag hafa komið fram alvarlegar ásakanir á Séra Friðrik. Það er erfitt að lesa frásögn sem lýsir hegðun sem er andstæð öllu því sem að Knattspyrnufélagið Valur stendur fyrir. Hugur félagsins er hjá viðkomandi. Knattspyrnufélagið Valur fordæmir allt ofbeldi í hvaða mynd sem er og kappkostar í öllu starfi sínu að Hlíðarendi sé öruggur staður fyrir þá sem þangað koma. Fyrir hönd aðalstjórnar Vals. Hörður Gunnarsson Formaður Knattspyrnufélagsins Vals.
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Félagasamtök Valur Haukar Bókaútgáfa Trúmál Tengdar fréttir Ekki aðeins „æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks á drengjum“ Lektor í íslenskum bókmenntum segir lengi hafa verið vitað að það var eitthvað meira en bara æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, á drengjum. Von er á yfirlýsingu frá KFUM vegna málsins. 26. október 2023 11:31 Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. 25. október 2023 21:53 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Ekki aðeins „æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks á drengjum“ Lektor í íslenskum bókmenntum segir lengi hafa verið vitað að það var eitthvað meira en bara æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, á drengjum. Von er á yfirlýsingu frá KFUM vegna málsins. 26. október 2023 11:31
Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. 25. október 2023 21:53