Bannað að vera í símanum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. október 2023 08:00 Starfsmönnum er nú bannað að vera í símanum í sameiginlegum rýmum íbúa. Vísir/Vilhelm Nýjar reglur hafa tekið gildi á hjúkrúnarheimilunum Eir, Skjóli og Hömrum þar sem starfsmönnum er ekki lengur heimilt að vera í símanum í sameiginlegum rýmum stofnananna jafnt á vinnutíma og í kaffipásum. Þetta segir Þórdís Hulda Tómasdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunarsviðs í samtali við Vísi. „Reglan er sú að þú mátt ekki vera í símanum í sameiginlegum rýmum íbúa.“ Reglubreytingin hafi komið í kjölfar vandræða með símanotkun starfsmanna. „Starfsmenn sátu í setustofum í Lazyboy-stólum í setustofum íbúa og það hefur verið bannað. Við gerðum veggspjöld sem við hengdum í sameiginlegum rýmum. Þetta er gert til að hnippa í starfsmenn á penan hátt. Mörg hjúkrunarheimili eru í vanda með þetta.“ Dæmi um slíkt plakat. Hún bætir við að það sé leiðinlegt fyrir aðstandendur að reyna að ná í samband við starfsmenn þegar þeir liggja bara í símanum. Hún sé sjálfur aðstandandi. „Þetta er ekki leiðindaherferð og kemur af þörf.“ Aðspurð hvort þau hafi orðið vör við breytingar í kjölfar þessa reglna segir Þórdís: „Já þetta er að minnka. Ég sé það alveg, það er mikið þakklæti aðstandenda. Við erum bara að reyna okkar besta að hnippa í starfsmenn,“ segir Þórdís. „Við stöndum ekkert hérna og gólum á starfsmenn en þetta er vegna þess að þetta er ekki í lagi.“ Þórdís segir einnig að hvergi komi fram að reglurnar ættu ekki einvörðungu við starfsmenn. Þetta sé um leið áminning til aðstandenda. „Það er ætlast til þess sama af þeim.“ Hún segir að þetta sé vandi sem hjúkrunarheimili hafi verið að glíma við og hvatti önnur hjúkrunarheimili til að fara að fyrirmynd þeirra. „Við erum að hugsa um lífsgæði íbúa. Við erum ánægð að hafa tekið þetta skref og byrjað að hnippa,“ segir Þórdís að lokum. Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þetta segir Þórdís Hulda Tómasdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunarsviðs í samtali við Vísi. „Reglan er sú að þú mátt ekki vera í símanum í sameiginlegum rýmum íbúa.“ Reglubreytingin hafi komið í kjölfar vandræða með símanotkun starfsmanna. „Starfsmenn sátu í setustofum í Lazyboy-stólum í setustofum íbúa og það hefur verið bannað. Við gerðum veggspjöld sem við hengdum í sameiginlegum rýmum. Þetta er gert til að hnippa í starfsmenn á penan hátt. Mörg hjúkrunarheimili eru í vanda með þetta.“ Dæmi um slíkt plakat. Hún bætir við að það sé leiðinlegt fyrir aðstandendur að reyna að ná í samband við starfsmenn þegar þeir liggja bara í símanum. Hún sé sjálfur aðstandandi. „Þetta er ekki leiðindaherferð og kemur af þörf.“ Aðspurð hvort þau hafi orðið vör við breytingar í kjölfar þessa reglna segir Þórdís: „Já þetta er að minnka. Ég sé það alveg, það er mikið þakklæti aðstandenda. Við erum bara að reyna okkar besta að hnippa í starfsmenn,“ segir Þórdís. „Við stöndum ekkert hérna og gólum á starfsmenn en þetta er vegna þess að þetta er ekki í lagi.“ Þórdís segir einnig að hvergi komi fram að reglurnar ættu ekki einvörðungu við starfsmenn. Þetta sé um leið áminning til aðstandenda. „Það er ætlast til þess sama af þeim.“ Hún segir að þetta sé vandi sem hjúkrunarheimili hafi verið að glíma við og hvatti önnur hjúkrunarheimili til að fara að fyrirmynd þeirra. „Við erum að hugsa um lífsgæði íbúa. Við erum ánægð að hafa tekið þetta skref og byrjað að hnippa,“ segir Þórdís að lokum.
Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira