Segja sjókvíaeldi hafa verið stundað leyfislaust í tvo mánuði Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. október 2023 17:45 Myndin er tekin í Patreksfirði. Vísir/Einar Náttúruverndarsamtökin „Laxinn lifi“ segja Artic Sea Farm hafa stundað sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði leyfislaust í tvo mánuði. Samtökin segja að leyfið virðist hafa runnið út og krefjast þess að starfseminni verði þá þegar hætt. Í tilkynningu frá náttúruverndarsamtökunum segir að samkvæmt upplýsingum á vef Matvælastofnunar hafi leyfi Artic Sea Farm í Patreksfirði og Tálknafirði runnið út hinn 27. ágúst síðastliðinn. Matvælastofnun hafi ekki brugðist við og stöðvað starfsemina eins og rétt sé að gera. Tekið skal fram að samtökin sjálf gera þann fyrirvara að leyfið virðist hafa runnið út ef miðað er við opinbera skráningu á fyrrgreindri vefsíðu. Hins vegar verði ekki séð að gefið hafi verið út annað leyfi og þá hafi ekki reynst unnt að afla staðfestingar frá MAST þar um. „Vakin er athygli á því að lokum að ef rétt reynist að Matvælastofnun hafi, þrátt fyrir vitneskju þar um og fortakslaus fyrirmæli 1. mgr. 21. gr. c laga nr. 71/2008, látið hjá líða um tveggja mánaða skeið að stöðva starfsemi fiskeldisstöðva sem starfað hefur án gilds rekstrarleyfis samkvæmt lögum nr. 71/2008 kann það að varða hlutaðeigandi starfsmenn hennar ábyrgð og eftir atvikum einnig ráðherra ef eftirlit hans með starfrækslu stofnunarinnar hefur ekki verið fullnægjandi að þessu leyti,“ segir í tilkynningu sem lögmaður samtakanna sendir fyrir þeirra hönd. Þá kemur einnig fram að afrit af erindinu hafi verið sent matvælaráðherra til upplýsingar í ljósi yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverks hans gagnvart Matvælastofnun. Sjókvíaeldi Lax Tálknafjörður Fiskeldi Vesturbyggð Tengdar fréttir Slátra lúsahrjáðum laxi fyrir veturinn Þúsund tonnum af sjókvíaeldislaxi hefur verið slátrað í Tálknafirði. Fyrirtækin Arctic Sea Farm og Arnarlax hafa undanfarna mánuði glímt við mikla laxalús sem er ástæða förguninnar. 26. október 2023 15:59 „Eitthvað sem við getum ekki samþykkt og þessu verður að linna“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga býst við miklu fjölmenni á Austurvelli í dag þegar sjókvíaeldi verður mótmælt. Síðasta slysaslepping hjá Arctic Fish og afleiðingar hennar hafi fyllt mælinn og þessu verði að linna. Sýnt verður frá mótmælunum í beinni á Vísi á eftir. 7. október 2023 12:13 Björk og Rosalia berjast gegn sjókvíaeldi með lagi Björk vill ásamt spænsku söngkonunni Rosaliu leggja baráttunni gegn sjókvíaeldi á Íslandi lið. Þær hafa tilkynnt útgáfu lags í október og hvetja alla Íslendinga til að mæta á mótmæli gegn fiskeldi á Austurvelli á laugardag. Þar mun Bubbi stíga á svið. 5. október 2023 15:27 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Í tilkynningu frá náttúruverndarsamtökunum segir að samkvæmt upplýsingum á vef Matvælastofnunar hafi leyfi Artic Sea Farm í Patreksfirði og Tálknafirði runnið út hinn 27. ágúst síðastliðinn. Matvælastofnun hafi ekki brugðist við og stöðvað starfsemina eins og rétt sé að gera. Tekið skal fram að samtökin sjálf gera þann fyrirvara að leyfið virðist hafa runnið út ef miðað er við opinbera skráningu á fyrrgreindri vefsíðu. Hins vegar verði ekki séð að gefið hafi verið út annað leyfi og þá hafi ekki reynst unnt að afla staðfestingar frá MAST þar um. „Vakin er athygli á því að lokum að ef rétt reynist að Matvælastofnun hafi, þrátt fyrir vitneskju þar um og fortakslaus fyrirmæli 1. mgr. 21. gr. c laga nr. 71/2008, látið hjá líða um tveggja mánaða skeið að stöðva starfsemi fiskeldisstöðva sem starfað hefur án gilds rekstrarleyfis samkvæmt lögum nr. 71/2008 kann það að varða hlutaðeigandi starfsmenn hennar ábyrgð og eftir atvikum einnig ráðherra ef eftirlit hans með starfrækslu stofnunarinnar hefur ekki verið fullnægjandi að þessu leyti,“ segir í tilkynningu sem lögmaður samtakanna sendir fyrir þeirra hönd. Þá kemur einnig fram að afrit af erindinu hafi verið sent matvælaráðherra til upplýsingar í ljósi yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverks hans gagnvart Matvælastofnun.
Sjókvíaeldi Lax Tálknafjörður Fiskeldi Vesturbyggð Tengdar fréttir Slátra lúsahrjáðum laxi fyrir veturinn Þúsund tonnum af sjókvíaeldislaxi hefur verið slátrað í Tálknafirði. Fyrirtækin Arctic Sea Farm og Arnarlax hafa undanfarna mánuði glímt við mikla laxalús sem er ástæða förguninnar. 26. október 2023 15:59 „Eitthvað sem við getum ekki samþykkt og þessu verður að linna“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga býst við miklu fjölmenni á Austurvelli í dag þegar sjókvíaeldi verður mótmælt. Síðasta slysaslepping hjá Arctic Fish og afleiðingar hennar hafi fyllt mælinn og þessu verði að linna. Sýnt verður frá mótmælunum í beinni á Vísi á eftir. 7. október 2023 12:13 Björk og Rosalia berjast gegn sjókvíaeldi með lagi Björk vill ásamt spænsku söngkonunni Rosaliu leggja baráttunni gegn sjókvíaeldi á Íslandi lið. Þær hafa tilkynnt útgáfu lags í október og hvetja alla Íslendinga til að mæta á mótmæli gegn fiskeldi á Austurvelli á laugardag. Þar mun Bubbi stíga á svið. 5. október 2023 15:27 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Slátra lúsahrjáðum laxi fyrir veturinn Þúsund tonnum af sjókvíaeldislaxi hefur verið slátrað í Tálknafirði. Fyrirtækin Arctic Sea Farm og Arnarlax hafa undanfarna mánuði glímt við mikla laxalús sem er ástæða förguninnar. 26. október 2023 15:59
„Eitthvað sem við getum ekki samþykkt og þessu verður að linna“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga býst við miklu fjölmenni á Austurvelli í dag þegar sjókvíaeldi verður mótmælt. Síðasta slysaslepping hjá Arctic Fish og afleiðingar hennar hafi fyllt mælinn og þessu verði að linna. Sýnt verður frá mótmælunum í beinni á Vísi á eftir. 7. október 2023 12:13
Björk og Rosalia berjast gegn sjókvíaeldi með lagi Björk vill ásamt spænsku söngkonunni Rosaliu leggja baráttunni gegn sjókvíaeldi á Íslandi lið. Þær hafa tilkynnt útgáfu lags í október og hvetja alla Íslendinga til að mæta á mótmæli gegn fiskeldi á Austurvelli á laugardag. Þar mun Bubbi stíga á svið. 5. október 2023 15:27